Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2013, Page 80

Skírnir - 01.09.2013, Page 80
310 PÁLLSKÚLASON SKÍRNIR skólafólks sem gefur henni merkingu og gerir hana skiljanlega. Innan þessa ramma er að finna fræðilegar og siðferðilegar reglur sem háskólafólki ber stöðugt að taka mið af.17 Stundum viðurkenna menn ekki þennan ramma og brjóta reglurnar sem þeim ber að fylgja. I háskólasamfélaginu hendir það vissulega að menn fara út af sporinu, til dæmis með því að láta kenningar sínar eða niðurstöður ráðast af annarlegum hagsmunum, svo sem peningalegum ávinn- ingi, eða þegar háskólamaður lætur öfund ráða gerðum sínum, hindrar framgang starfsfélaga eða svertir mannorð hans. Siðferðis- brestir af þessum toga eru alþekktir í öllum samfélögum og um þá má finna ótal dæmi frá upphafi mannkynssögunnar til þessa dags. Því miður þarf fólk hvarvetna að vera á varðbergi gagnvart margs konar löstum, svo sem öfund og græðgi, hroka og nísku. Þriðja ábendingin lýtur að þeirri hugsun Readings að „upplýs- ingin" sé liðin undir lok, skynsemin, menningin og öll þau gildi sem undir þær hafi verið felld heyri sögunni til, markaðurinn hafi gleypt þau með húð og hári og nú sé eftirleikurinn sá að spinna nýjar sögur og ævintýri. Eg hef miklar efasemdir um kenningar sem kveða á um algjör söguleg skil: á einum tíma hugsi fólk eftir tilteknum brautum en á næsta tímaskeiði hugsi fólk eftir allt öðrum leiðum. Fyrir- myndir um það hvernig á að leita hins sanna og rétta breytast vissu- lega, en það merkir ekki að hið sanna og rétta dansi í lausu lofti eftir duttlungum tíðarandans og að mælikvarðarnir séu breytilegir frá einum tíma til annars. Oðru nær, þótt heimsmynd hinna fornu Grikkja sé, að því er virðist, víðsfjarri heimsmynd nútímans, þá skiljum við skrif þeirra Platons og Aristótelesar og fylgjum í dag í meginatriðum fræðireglunum sem þeir beita og boða í ritum sínum. Hin fræðilega hugsun er ein og söm og breytist ekki frá einum tíma til annars. Og fræðigreinarnar eru í grundvallaratriðum þær sömu og í árdaga vísindanna meðal hinna fornu Grikkja: stærðfræði, rökfræði, eðlisfræði, stjörnufræði, sálarfræði, grasafræði, siðfræði o.s.frv. Þess vegna tel ég að útvíkkun fræðaheimsins og nýjar undir- greinar séu síður en svo áhyggjuefni, heldur sýni að fræðin, mennta- 17 Ég minni aftur á Magna Charta-yfirlýsingu háskólarektora á 900 ára afmæli Bolognaháskóla 1988 sem er einföld og skýr framsetning á þeim ramma sem háskólamenn um heim allan viðurkenna að eigi að gilda fyrir háskólastarf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.