Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.2013, Side 108

Skírnir - 01.09.2013, Side 108
338 EINAR KÁRASON SKÍRNIR og snýst um hinar undarlegu eyður sem finna má í íslendingasögu Sturlu þegar hann fjallar um atburði Sturlungaaldar. Menn hafa yfirleitt skoðað Islendingasögu Sturlu sem nokkurs- konar króníku um þá róstusömu tíma sem hann lifði, eða öllu heldur þrettándu öldina alveg frá upphafi hennar og fram yfir fall þjóðveldisins á sjöunda áratugnum. Og því hefur það vakið spurn- ingar hvað höfundinum gangi til með því að sleppa úr nokkuð löngum en þó dramatískum árabilum í frásögn sinni, en segja má að hann hlaupi að mestu yfir fimmta áratug aldarinnar og svo nokkurra ára tímabil á þeim sjötta. Eg hef lesið margar greinar frábærra fræði- manna sem velta fyrir sér þessari undarlegu staðreynd, án þess þó að komast að afgerandi niðurstöðu nema þá helst þeirri að þau rit sem fylla í þessar eyður (aðallega Þórðar saga kakala, Svínfellingasaga og Þorgils saga skarða) hafi verið til áður en Sturla hóf að semja sitt verk. Flestir hinna góðu fræðimanna hafa hins vegar veigrað sér við að slá þessu föstu vegna þess að það stangast algerlega á við þá heim- ild sem við eigum besta um ritunartíma þessara bóka, en það er hinn svonefndi formáli „Um söguritun“ sem finna má í Sturlungusafninu sjálfu, og er talinn skrifaður af þeim samstarfsmanni Sturlu Þórðar- sonar sem steypti safninu í eina bók. En þar segir: „Flestar allar sögur þær er hér hafa gerst á íslandi voru ritaðar áður Brandur biskup Sæmundarson andaðist en þær sögur er síðan hafa gerst voru lítt ritaðar áður Sturli skáld Þórðarson sagði fyrir íslendinga sögur.. (Brandur Sæmundarson dó 1201). Hvernig má þetta þá vera? Enn langsóttara væri að geta sér þess til að Sturla hefði sleppt nefndum tímabilum vegna þess að hann hafi á einhvern hátt vitað að um þau yrði skrifað síðar, svo að hér er úr vöndu á ráða ef við viljum ekki kasta sannleiksgildi samtíma- heimildarinnar út í hafsauga. En með því við höfum nú séð að íslendingasaga er uppbyggð sem dramatísk örlagasaga í þremur hlutum, nákvæmlega eins og Njálssaga, gæti skýringin verið fundin. Með öðrum orðum: Ef við hættum að skoða íslendingasögu sem einhverskonar sögulegt yfirlit eða króníku en lesum hana sem bókmenntaverk, örlagasögu einstaklinga með tvo óvini í forgrunni, þá Sturlu Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson, verður uppbygging hennar fullkomlega lógísk, og sama á þá við um eyðurnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.