Skírnir - 01.09.2013, Qupperneq 116
346 GUÐJÓN ÓLAFSSON FRÁ SYÐSTU-MÖRK SKÍRNIR
persónum en í öðrum köflum sögunnar, þ.e. einfaldir og trúgjarnir,
sem þeir eru alls ekki eftir því sem þeim er lýst annars staðar í Njálu.
Þar er til dæmis Helgi Njálsson sagður vitur maður og stilltur vel.
I bók eins og Njáls sögu hlýtur að mega ætla að atburðir eins og
víg Höskulds Hvítanesgoða, sem er einn mesti örlagavaldur sög-
unnar, séu byggðir á trúverðugri ástæðum en gert er í þessum kafla.
Það skiptir miklu minna máli þótt einhver aukaatriði, sem kannski
hafa verið sett inn í söguna til uppfyllingar, hafi ekki við nein sögu-
leg rök að styðjast.
Hver var hin raunverulega ástæða fyrir vígi Höskulds? I því
sambandi er ástæða til að spyrja hvort nokkrar ábendingar sé að
finna um hinar raunverulegu ástæður þess að Höskuldur var veginn.
Að þessu verður komið nánar síðar.
Valgarður grái bjó að Hofi við Rangá. Kona hans var Unnur, dóttir
Marðar gígju, hann bjó að Velli. I 25. kafla Njáls sögu segir:
Þeir bræðr, Ulfr aurgoði ok Valgarðr inn grái, fóru at biðja Unnar, ok gipt-
isk hon Valgarði án ráði allra frænda sinna, en þat þótti Gunnari illa ok
Njáli ok mörgum öðrum, því at hann var maðr grályndr ok óvinsæll. Þau
gátu sér son er Mörðr hét, ok er sá lengi við þessa sögu. Þá er hann var full-
kominn at aldri, var hann illa til frænda sinna ok einna verst til Gunnars;
hann var slægr maðr í skapferðum ok illgjarn í ráðum.
Nú skal nefna sonu Njáls. Skarpheðinn hét inn ellsti; hann var mikill
maðr vexti og styrkr, vígr vel, syndr sem selr, manna fóthvatastr, skjótráðr,
ok öruggr, gagnorðr ok skjótorðr, en þó löngum vel stilltr ... Grímur hét
annarr sonr Njáls; hann var dökkr á hár ok fríðari sýnum en Skarpheðinn,
mikill ok sterkr. Helgi hét inn þriði sonr Njáls. Hann var fríðr maðr sýnum
ok hærðr vel; hann var sterkr maðr ok vígr vel; hann var vitr maðr ok stilltr
vel. {Brennu-Njáls saga 1954: 70-71)
Mörður tók við goðorði af föður sínum Valgarði gráa. Hann var
ekki trúverðugur maður eftir því sem kemur fram í sögunni, m.a.
hafði hann fyrir víg Höskulds lagt til að Gunnar á Hlíðarenda yrði
brenndur inni þegar herförin var gerð að honum. Þegar Höskuldur
hafði fengið Hvítanesgoðorð, missti Mörður flesta sína goðorðs-
menn til hans. Það hefur því ekki þurft mikið hugmyndaflug til þess
að ímynda sér að hann vildi að Höskuldi yrði rutt úr vegi. Þetta