Skírnir - 01.09.2013, Page 120
350 GUÐJÓN ÓLAFSSON FRÁ SYÐSTU-MÖRK SKÍRNIR
fleiri fræðimenn hafa skrifað um og talið að hafi verið til, og líklega
seinna notaðar við gerð Njálu, séu það sama og ættartöluheimildin?
Á tímabilinu frá söguöld fram til þess að ættartöluheimildin
hefur verið skrifuð, er alþýða manna sennilega að meirihluta hvorki
læs né skrifandi, en þá hafa vafalaust verið til menn sem höfðu áhuga
á að varðveita frá gleymsku og segja frá markverðum atburðum,
ekki síst vígaferlum og afrekum forfeðra sinna. Þeir sem höfðu góða
frásagnarhæfileika hafa orðið eftirsóttir til þess að segja sögur á
mannamótum. Svo hafa yngri menn lært af hinum eldri til þess að
geta seinna stundað þá skemmtilegu iðju að segja sögur; þannig hafa
sögurnar varðveist þar til þær voru skráðar. Sumir þessara manna
hafa hugsanlega farið bæ af bæ og sveit úr sveit til að skemmta fólki
því ekki hefur verið eins mikið um skemmtiefni þá og nú er.
Þeir sem þetta hafa stundað hafa tæplega gleymt þessu söguefni
á langri ævi. En svo verður að hafa í huga að heima á bæjunum hafa
afi og amma sagt barnabörnum sínum ættarsögurnar, þá hafa þeir
menn sem voru orðnir þrítugir um Njálsbrennu, getað sagt barna-
börnum sínum frá atburðum sögunnar þegar þeir voru orðnir sjö-
tugir um 1050. Og síðan, þegar barnabörn þeirra voru orðin sjötug
1110 og þau fóru að segja barnabörnum sínum 60 árum seinna,
þegar þeir voru orðnir sjötugir 1170 eða þar um bil, hefðu mörg
þeirra getað sagt þeim sem ritaði ættartöluheimildina eða Gunnars
söguna og Njáls söguna um atburði sögunnar.
Ef tekið er tillit til þess að afinn og amman hafa oft verið á sömu
heimilum og barnabörnin og haft meiri tíma til að segja sögur en
foreldrarnir eða annað yngra fólk, þá hafa milliliðirnir milli at-
burðarins og frumritsins getað orðið færri en í fljótu bragði mætti
ætla. Á þessu tímabili hefur sennilega lítið eða ekkert verið til af
rituðu máli á íslensku nema þá guðsorðabækur. Við þær aðstæður
hefur ungt fólk verið miklu móttækilegra fyrir sögunum og munað
þær betur en síðar varð þegar fólk var orðið lesandi og nægilegt les-
efni fáanlegt. Það er ekki ólíklegt að það fólk sem á þeim tíma lærði
sögur á ungum aldri hafi munað þær lengur en þeir sem nú læra
sögur á sama aldri, en stunda síðan bóklegt nám áratugum saman og
lifa síðan við nútíma aðstæður. Það er ekki þar með sagt að sög-
urnar hafi ekki tekið einhverjum breytingum á þeirri vegferð. Vand-