Skírnir - 01.09.2013, Side 131
SKÍRNIR AÐ MÆLA RÓTEINDIR MEÐ GRÁÐUBOGA 361
(2006: 720-721) telur aðgreiningu fantasíu frá yfirnáttúru vera
mikilvæga en sjálfur vildi ég af sömu ástæðu heldur færa rök fyrir
hinu gagnstæða. I samhenginu virðast galdrar nefnilega alls ekki
vera neitt fantasískir, ekki fremur en draugar. Ef galdrar voru ótrú-
verðugir hljóta sögur af helgum mönnum að hafa þótt það líka, en
ekkert bendir til þess að svo hafi verið.12
Einsog Jacques Le Goff hefur bent á notuðust fræðimenn á
miðöldum við þrjá flokka fyrir yfirskilvitleg fyrirbæri: miraculosa,
magica og mirabilia.li Fyrri tveir flokkarnir tilheyra hugarheimi
kristninnar, miracula eru verk Guðs en magica eru verk Djöfuls-
ins. Það sem heyrði hvorugum flokkinum til var kallað mirabilia
og mörg yfirnáttúrleg fyrirbrigði í þjóðtrú og heiðni eiga þar sæti.
Mirabilia eru þau fyrirbæri sem falla utan hins tvöfalda kristna
flokkunarkerfis, og vandinn við að útskýra þau fyrirbæri sem þannig
falla utan hinnar þekktu heimsmyndar er það sem Todorov notaði
fantasíuhugtakið yfir: mirabilia er það sem erfitt er að aðgreina frá
góðu eða illu (sbr. Torfa H. Tulinius 1999: 291), og fantasían er
stundarefinn sem verður til áður en sú aðgreining verður möguleg.
„The fantastic, we have seen, lasts only as long as a certain hesita-
tion: a hesitation common to reader and character, who must decide
whether or not what they perceive derives from “reality” as it ex-
ists in the common opinion," segir Todorov (1975: 41). Svo það
hlýtur að viðurkennast að hugtakið er ekki beinlínis lýsandi fyrir
dreka fornaldarsagnanna.
Ef við höfnum mikilvægi þessa flokkunarkerfis og höldum okkur
við fantasíuhugtakið þá þarf engu að síður að svara fyrir þær þjóð-
sögur síðari alda sem til eru skrásettar frá ýmsum löndum, ekki síst
Islandi þar sem fram kernur trú á drauga, tröll, álfa, huldufólk og
aðrar vættir sem hefur haldist fram á 21. öld, þótt með minna móti
12 Dýrlingasögur hefðu tæpast verið skrifaðar hefðu þær ekki verið taldar hafa áhrif
á almenning. Sjá sérstaklega Gurevich 1988: 1-8.
13 Torfi H. Tulinius hefur þegar gert þessum hugtökum góð skil ásamt líkani Du-
bosts til frekari skýringar svo óþarft er að endurtaka það hér. Sjá Torfa H. Tul-
inius, 1999: 289-292. Sjá einnig Mitchell 2009: 285-286.
14 Sjá Unni Jökulsdóttur 2007. Einsog gefur að skilja er slík þjóðtrú á undanhaldi
og gert hefur verið gys að henni og þeirri þjóðlegu ímynd sem hún innifelur
gagnvart umheiminum, sjá Hallgerði Hallgrímsdóttur 2005.