Skírnir - 01.09.2013, Side 178
408
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
Húms heimr er hér túlkað sem ,myrkheimur‘ og í skýringum
sínum nefnir Þórhallur Vilmundarson Niflheim sem hugsanlegt
staðarheiti. Hitt væri líka mögulegt að húm merkti hér ,haf‘ og húms
heimr væri þá einhvers konar ,undirheimur‘. Greinilegt er a.m.k. að
það er ekki heiglum hent að sækja heim þennan heim.
Hafi það farið milli mála er nú morgunljóst að það eru ekki
jötnar hvunndagsins eins og Hallmundur sem eldgosum valda. Þeir
verða eins og aðrir að skýla sér fyrir eldörvunum. I heimkynnum
þeirra í fjöllum og undir yfirborði jarðar brennur og skelfur allt.
9. erindi
Sendi mér frá morði,
mun ván ara kvánar,
handan Hrímnis kindar
hárskeggjaðan báru;
en steinnpkkva styrkvan,
stafns plóglimum grpfnum,
járni fáðan Aurni,
auðkenndan réðk senda,
auðkenndan réðk senda.
Samantekt og endursögn Þórhalls
Vilmundarsonar: Báru mér hár-
skeggjaðan Hrímnis kindar sendi
handan frá morði; ván mun ara
kvánar; en réðk senda Aurni styrkvan
járni fáðan steinngkkva, auðkenndan
gr^fnum stafns plóglimum.
Menn báru mér gráskeggjaðan jötun
handan frá vígvellinum; von mun vera
á össu; en ég sendi jötninum sterk-
legan, járnsleginn steinnökkva,
auðkenndan útskornum bröndum.
Það verður að segjast eins og er að þessi vísa kemur dálítið eins og
þruma úr heiðskíru lofti hér í kvæðinu. Við erum allt í einu áhorf-
endur bardaga, þar sem gráskeggjaður jötunn hefur fallið og öðrum
jötni verið sendur útskorinn steinnökkvi! Túlkun Páls Bergþórs-
sonar13 er ágætlega skáldleg en hins vegar er afar erfitt að fallast á
hana. Erindi arnarkonunnar, össu, er t.d. algerlega klassískt í bar-
dagavísum: hún sækist eftir bráð. Merkingin sem Páll gerir ráð fyrir
er annars óþekkt. Ennfremur sýnist þurfa að gera ráð fyrir að Hall-
mundur sé eldjötunn sem skreyti hraunrennslið og sendi það frá sér
13 „Gráskeggjaði jötunninn gæti verið reykjarmökkur frá skógar- eða sinueldi af
völdum hraunglóðarinnar, samanber kvæði Jónasar um Skjaldbreið („blágrár
reykur"). Braglínan mun ván ara kvánar táknar þá: vindurinn stendur hingað,
en Snorri segir vinda stafa af því að Hræsvelgur jötunn fljúgi í arnarham. Þá
faðmar örninn maka sinn, vindinn. Hér sýnist viðhöfð sú líking að hraunið sé
steinnökkvi sem siglir með skreyttu stefni (hraunreipum?) og plægir jörðina eins
og skip klýfur sjóinn, samanber aurinn í 6. vísu.“ (Páll Bergþórsson 2006).