Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 2
2 19. október 2018FRÉTTIR
stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Í vikunni fór Dóra Björt Guðjóns-
dóttir, borgarfulltrúi Pírata, með
stuttan leikþátt í ræðustól og
túlkaði hún þar persónuna Carol
úr bresku gamanþáttaröðinni
Little Britain. Atriðið vakti athygli
en voru flestir á því að hæfileikar
hennar lægju ekki á þessu
sviði. DV tók saman fimm
stjórnmálamenn sem
gætu túlkað persónur
úr sjónvarpsþáttum og
kvikmyndum betur en
Dóra.
Lilja Dögg Alfreðs-
dóttir – Daenerys
Targaryen
Ljós og fríð ásýndum
en kaldrifjuð og lævís
þegar á þarf að halda.
Lilja spratt upp úr
deilum milli tveggja
smákónga en hún
mun taka yfir landið
á endanum með hjálp
bókaskatts … og
dreka.
Guðmundur Ingi
Kristinsson –
David úr Lost Boys
Það eru engin sérstök
persónueinkenni sem
tengja hinn skelegga
þingmann Flokks
fólksins við David
úr Lost Boys. Ólíkt
Guðmundi þá er David
siðblind og sturluð
vampíra. En þeir eiga
það báðir sameiginlegt
að skarta óborganleg-
um ljósum „möllett.“
Smári McCarthy –
John Rambo
Smári fékk skotvopna-
þjálfun í Afganistan
árið 2009 og hefur
sagt að hann hafi lent
í ýmsum uppákomum
í tengslum við skot-
vopn. Hann er ekki sá
eini. John Rambo ferð-
aðist til Afganistan í
Rambo III og dvaldi þar
með skæruliðum. Þar
lenti hann líka í alls
konar uppákomum.
Guðni Th. Jóhann-
esson – Forrest
Gump
Guðni á það sameigin-
legt með Forrest Gump
að allir elska hann.
Það þykir krúttlegt
og heimilislegt að sjá
hann með buff eða í
doppóttum sokkum.
Líkt og Forrest þá
dúkkar Guðni upp
alls staðar og tekur í
spaðann á heimsfrægu
fólki.
Bjarni Benedikts-
son – Walter
White
Bjarni Ben og Walter
White úr þáttunum
Breaking Bad eru
báðir bakarar. Annar
bakar kökur en hinn
kristallað amfetamín.
Þeir eiga það einnig
sameiginlegt að geta
talað sig út úr ótrúleg-
ustu aðstæðum.
Á þessum degi,
19. október
1216 – John Englandskonungur fellur
frá í Newark-on-Trent. Níu ára sonur
hans, Henry, fyllir hans skarð.
1812 – Napóleón Bónaparte hörfar frá
Moskvu.
1933 – Þýskaland segir sig úr Þjóða-
bandalaginu.
1989 – Áfrýjunardómstóll Englands og
Wales ógildir dóma yfir Guildford-fjór-
menningunum sem þá höfðu setið 15 ár
í fangelsi.
2003 – Móðir Teresa kemst í samfélag
hinna blessuðu með úrskurði Jóhannes-
ar Páls páfa II.
Síðustu orðin
„Gat nú verið. Gat nú verið.
Fæddist á hótelherbergi –
og fjandinn hafi það – dó á
hótelherbergi.“
– Bandaríski rithöfundurinn
Eugene O’Neill (1888–1953)
Kristinn Haukur ráð-
inn fréttastjóri hjá DV
K
ristinn Haukur Guðnason
hefur verið ráðinn
fréttastjóri hjá DV. Mun
hann hafa umsjón með
helgarblaðinu ásamt Birni Þor-
finnssyni.
„Ég er þakklátur fyrir það traust
sem mér er sýnt. Hér er samrýmd-
ur, hugmyndaríkur og öflugur
hópur starfsfólks sem hefur gert
það að verkum að miðillinn er á
mikilli uppleið. Það er spennandi
að fá að taka þátt í að móta DV á
komandi misserum enda erum
við sífellt að auka fjölbreytni efn-
isins fyrir lesendur,“ segir Kristinn.
„Það er ákaflega gefandi að finna
fyrir þessum mikla meðbyr og við
ætlum að halda sókninni áfram.“
Kristinn hóf störf sem blaða-
maður hjá DV í júní árið 2017.
Áður hafði hann meðal annars
starfað fyrir Kjarnann frá árinu
2013.
Kristinn er fæddur í Uppsölum
í Svíþjóð árið 1980. Hann
er með MA-gráðu í sagn-
fræði og hefur numið við
Háskóla Íslands og
Edinborgarháskóla.
eftir blaðamanni
DV
auglýsir eftir blaðamanni í fullt starf. Miðlar Frjálsrar
fjölmiðlunar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið,
lesturinn aukist og tekið eftir því starfi sem unnið er.
Undir hatti Frjálsrar fjölmiðlunar eru meðal annars
DV, DV.is, Pressan, Eyjan, Bleikt og 433.
Ef þú hefur það sem til þarf, hugmyndaauðgi, gott vald á tungu-
málinu, innsýn inn í þjóðfélagsmál og dugnað skalt þú endilega
sækja um.
Umsóknir berist á netfangið kristjon@dv.is. Umsóknarfrestur
er til og með 26. október.
auglýsir
2007 2012 hækkun
í %
2018 breyting
frá 2012
Pilsner 49 81 65% 95 17%
Stella rúgbrauð 78 159 104% 279 75%
Appelsín dós 49 95 94% 83 -13%
Heinz bakaðar baunir 4 dósir 196 479 144% 356 -26%
Homeblest kex 138 239 73% 149 -38%
Agúrka íslensk 57 134 135% 167 25%
Siríus Konsum 300 g 256 398 55% 515 29%
Tómatar íslenskir 367 575 57% 498 -13%
Stjörnuegg 296 545 84% 559 3%
MS skyr 500 g 99 197 99% 240 22%
Epli rauð 98 379 287% 395 4%
ES steiktur laukur 69 95 38% 98 3%
Libby’s tómatsósa 102 168 298 77% 372 25%
MS Léttmjólk 1 l 72 115 60% 152 32%
Ritz kex 200 g 49 158 222% 167 6%
OS Smjörvi 147 282 92% 539 91%
Vínber rauð 269 895 233% 798 -11%
Pepsi Max 2 l 97 212 119% 215 1%
Bananar Chiquita 129 239 85% 215 -10%
MS Matreiðslurjómi 155 267 72% 339 27%
OS Smurostur beikon 241 363 51% 549 51%
Mjúkís Pekanhnetur 2 l 405 795 96% 827 4%
OS Mozzarella 160 g 138 252 83% 412 63%
Myllu Heimilisbrauð 770 g 165 322 95% 387 20%
MS Pylsubrauð 69 147 113% 179 22%
Rófur íslenskar 129 229 78% 298 30%
Kötlu vanilludropar 59 159 169% 169 6%
Bónus rúsínur 500 g 119 339 185% 295 13%
Kornax hveiti 2 kg 98 298 204% 229 -23%
MH Smjörlíki 500 g 89 189 112% 295 56%
ES Sykur 1 kg 89 205 130% 98 -52%
Gunnars Majónes 250 g 71 195 175% 235 21%
Nóa rúsínur 259 427 65% 529 24%
Ömmu flatkökur 59 129 119% 139 8%
ORA gulrætur og grænar 56 162 189% 205 27%
Perur 134 295 120% 259 -12%
OS Feti í kryddi 275 429 56% 545 27%
MS Súrmjólk 111 179 61% 256 43%
Paprika rauð 232 375 62% 459 22%
Iceberg 174 579 233% 395 -32%
Samtals 7817 13922 15009
Bensín jún 2007/ des 2012/
okt 2018
124 248,9 101% 223,6 -10%
Launavísitala jún 2007/
nóv 2012/ ágúst 2018
319 437,7 37% 662,8 51%
Evra sept 2007/ des 2012/
okt 2018
87,8 165,46 88% 139,54 -16%
Dollari sept 2007/des 2012/
okt 2018
61,88 127,05 105% 121,01 -5%
Þ
ann 19. janúar 2013 fór
mynd á fleygiferð um sam-
félagsmiðla, en hún sýndi
verðmismun á matarkörf-
unni hjá Bónus árin 2007 og 2012.
Samkvæmt textanum sem fylgdi
myndinni fann kona fimm ára
gamla nótu frá Bónus og fór og
keypti sömu vörur og bar saman
verðið. „Mismunurinn er sláandi.
Svo sláandi að réttast er að boða
til allsherjar verkfalls þangað til að
laun í landinu verða leiðrétt sam-
kvæmt svakalegri hækkun á mat-
vörum. Augljóst að ríkisstjórn lýg-
ur þegar hún segir að verðlag sé
að lagast. Verðmismuninn má sjá í
viðhenginu,“ sagði í textanum sem
fylgdi myndinni.
Það var því kjörið að fara í Bón-
us og kaupa sömu vörur og keypt-
ar voru árin 2007 og 2012. Inn-
kaupaferðin var farin föstudaginn
12. október milli kl.ukkan 18 og 19
í Bónus Kringlunni. Kílóverð var
tekið niður á grænmetinu.
Líkt og sjá má á myndinni var
verðmunurinn gríðarlegur á milli
áranna 2007 og 2012, þannig að
karfan hækkar í verði um 6.105
krónur eða 78,1% á fimm árum.
Verðmunur er hins vegar ekki mik-
ill á milli áranna 2012 og 2018,
þannig að karfan hefur hækkað í
verði um 820 krónur eða 5,89 % á
sex árum.
Um er að ræða 40 vörutegundir
og hafa 10 þeirra lækkað frá 2012,
sú sem mest lækkar, lækkar um
38% Mesta hækkunin er á mjólkur-
vörum, Smjörva sem hefur hækk-
að um 91% og léttmjólk um 32%,
vörur sem eru nauðsyn á flestum
heimilum. Til samanburðar hef-
ur hins vegar til dæmis Pepsi Max
hækkað í verði um 1%.
Brauð hækkar um 20–75%, í
grænmetisdeildinni er bæði um að
ræða hækkun, allt að 30%, og lækk-
un, allt að 32%. n
SJÁÐU VERÐ 2007, 2012 OG Í DAG
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is