Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 4
4 19. október 2018FRÉTTIR
Allir eiga rétt á að vita allt um alla
L
jótt fannst Svarthöfða að
heyra að einhver stutt-
buxnastrumpur úr SÚS vilji
loka netsíðu þar sem hægt
er að fletta upp upplýsingum um
tekjur allra landsmanna. Hefur
hann krafist þess að sýslumað-
ur setji lögbann á herlegheitin og
ef það gengur ekki þá ætlar hann
að fara með málið fyrir dómstóla,
væntan lega upp öll dómstigin og
til Strassborgar ef þurfa þykir.
Þetta þykir Svarthöfða argasta
móðursýki í drengnum og merki
þess að annaðhvort sé hann með
svo há laun að hann vilji ekki að
aðrir öfundist út í hann eða þá að
kaupið sé svo lágt að hann dauð-
skammist sín. Allt tal um „frið-
helgi einkalífsins“ er hjóm í eyrum
Svarthöfða.
Svarthöfði bjó eitt sinn í kaup-
stað úti á landi þar sem þetta hug-
tak komst í deigluna eftir uppá-
komu í framhaldsskólanum. Á
hverjum sunnudegi hittust tve-
ir nemendur á kaffihúsi við höfn-
ina og söfnuðu slúðri helgarinnar.
Aðalumfjöllunarefnið var hverj-
ir hefðu verið að sænga hjá hverj-
um. Þetta rituðu þeir niður í bók
og voru einkunnarorðin „Allir eiga
rétt á að vita allt um alla.“
Nú, þeir létu ekki þar við sitja
heldur fóru með þessa sjóðheitu
bók upp í útvarpsstöðina sem
skólinn rak og þar lásu þeir upp
allt slúðrið í beinni. Frábært fram-
tak og þarft. Bæjarbúar allir höfðu
nú fullkomna heildarsýn yfir ásta-
líf unglinganna.
Þegar aðstoðarskólastjórinn
heyrði þetta kom hann hlaup-
andi inn í útvarpshúsið og slökkti
á útsendingunni. Þetta fannst
Svarthöfða miður enda voru upp-
lýsingarnar þarna bæði fróðlegar
og gagnlegar. Þarna var verið að
skerða rétt Svarthöfða til að vita
hvaða bólfarir hefðu farið fram
þessa helgina. Svarthöfði gekk um
í algeru myrkri. Ófær um að taka
ákvarðanir sem upplýstur þjóðfé-
lagsþegn.
Þessi reynsla kenndi Svarthöfða
að ómengað gegnsæi er lykilatriði
til að samfélög funkeri. Þess vegna
má ekki loka þessari blessuðu
tekjusíðu. Þvert á móti þarf að
opna á fleiri svona síður. Til dæm-
is allar sjúkraskrár til að Svarthöfði
geti sigtað út hverjir séu veikir og
hverjir heilbrigðir. Gagnagrunna í
skólum svo að Svarthöfði geti flett
upp einkunnum. Svo auðvitað
LÖKE gagnagrunn lögreglunnar til
að Svarthöfði geti séð hverjir voru
teknir keyrandi undir áhrifum um
helgina. n
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Orðatiltækið „Skák og mát“ er dregið af
arabíska orðalaginu „Shah Mat“, sem
þýðir „Kóngurinn er dauður“.
Mel Blanc, röddin á bak við teikni-
myndapersónuna Bugs Bunny, var með
ofnæmi fyrir gulrótum.
Japanski þjóðsöngurinn er elsti þjóð-
söngur í heimi.
Allt til ársins 1890 voru kórdrengir
í Vatíkaninu geltir til að koma í veg
fyrir að raddir þeirra dýpkuðu.
Skotheld vesti, brunastigar,
bílþurrkur og laser-prentarar voru
uppgötvaðir af konum.
Gamla útvarpshúsið
Þar sem bæjarbúar voru
upplýstir um bólfarir.
Hver er
hann
n Hann er fæddur
24. nóvember 1955 í
Reykjavík.
n Hann hefur gegnt
mörgum störfum en
mestmegnis unnið sem rithöf-
undur.
n Hann skrifaði þríleik um líf
alþýðufjölskyldu í Reykjavík á
eftirstríðsárunum.
n Hann hefur fjórum sinnum verið
tilnefndur til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs.
n Hann hefur hlotið ýmis verðlaun,
og verið tilnefndur fyrir skrif sín,
meðal annars Íslensku bókmennta-
verðlaunin 2008.
SVAR: EINAR KÁRASON
E
inar Darri Óskarsson, 18
ára drengur í blóma lífsins,
var bráðkvaddur á heim-
ili sínu þann 25. maí vegna
lyfjaeitrunar. Fjölskylda og vin-
ir Einars Darra stofnuðu minn-
ingarsjóð í nafni hans sem ætlað-
ur er fyrir ungmenni í fíknivanda.
Minningarsjóðurinn stendur
fyrir og styrkir þjóðarátakið #ega-
baraeittlif.
Bleiku armböndin með áletr-
uninni Ég á bara eitt líf hafa vak-
ið athygli þjóðarinnar, en minn-
ingarsjóðurinn er með nokkur
yfirstandandi verkefni í gangi og
önnur í undirbúningi. Á meðal
yfirstandandi verkefna má nefna
armböndin og auglýsingar fyrir
þau, auk fræðslu og forvarnar-
myndbanda.
Ný heimasíða
Á sunnudag kl. 12 opnar minn-
ingarsjóðurinn nýja heimasíðu,
egabaraeittlif.is, og vefverslun,
auk þess sem ný fatalína verður
sett í forsölu, en allur ágóði af sölu
fatnaðarins rennur til forvarnar-
fræðslu í grunnskólum. Minn-
ingarsjóðurinn hefur þegar skrifað
undir samning við Hvalfjarðar-
sveit um fræðslu þar.
Fatalínan samanstendur af
hettupeysu, „crew neck“-peysu,
stuttermabol, húfu og tösku. Allar
vörur koma í þremur litum: bleik-
um, svörtum og hvítum. „Crew
neck“-peysurnar fást bæði með
áletrun og ekki, henta þær síðar-
nefndu því vel þeim sem vilja
styrkja átakið og klæðast fatnað-
inum, en geta ekki verið í of áber-
andi fatnaði starfs síns vegna
eða af annarri ástæðu. Á öllum
peysum er ofinn miði neðst með
myllumerkinu á.
„Lógóið er nafn Einars Darra
og kross af því að hann er far-
inn. Bleiki liturinn af því að hann
var uppáhaldslitur hans,“ seg-
ir Una Hlín Kristjánsdóttir, ein
af eigendum Duty, en hún sá um
hönnun fatnaðarins. „Einar Darri
er þarna uppi og vakir yfir okkur,“
segir Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir
hans. „Hann er verndarengillinn
okkar.“
Myndirnar eru teknar af Ástu
Kristjánsdóttur heima hjá Einari
Darra í svefnherberginu hans og
eru fyrirsæturnar ungmenni víðs
vegar að úr samfélaginu.
Allar upplýsingar um Minn-
ingarsjóð Einars Darra, fatalínuna
og önnur verkefni sjóðsins, bæði
yfirstandandi og tilvonandi má
finna á heimasíðu sjóðsins. n
Stöndum saman og styðjum
þjóðarátakið, Ég á bara eitt líf.
Kennitala: 510718-1510
Reikningsnúmer:
552-14-405040
Minningarsjóður Einars
Darra með fatalínu
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
V
erktakinn Sérsmíði
ehf. fékk greiddar
245 þúsund krón-
ur frá Reykjavíkur-
borg vegna smíði í bar inni
í bragganum fræga í Naut-
hólsvík. Verkið kostaði alls
145 þúsund krónur. Ákvað
verktakinn því að skila
Reykjavíkurborg mismunin-
um, 100 þúsund krónum.
DV.is hefur fjallað ítar-
lega um braggamálið í vik-
unni en um er að ræða fram-
kvæmd sem átti samkvæmt
kostnaðarmati að kosta um
150 milljónir en hefur nú
kostað Reykvíkinga yfir 400
milljónir. Málið er mjög um-
deilt og er verkefnið til rann-
sóknar hjá innra eftirliti
borgarinnar. DV.is hefur birt
reikningana sem Reykja-
víkurborg greiddi í tengslum
við verkefnið, þar á meðal
einn reikning þar sem mis-
ræmi er á milli talnanna í
reikningnum og heildar-
tölunni sem Reykjavíkur-
borg greiddi.
Um er að ræða reikning
fyrir glerskerm og uppsetn-
ingu á barborði inni í bragg-
anum. Efnið og vinnan kost-
aði 117.000 krónur og við
það bætist virðisaukaskattur
upp á 28.000. Heildartalan
er því 145.000 krónur, en
neðst í reikningnum stend-
ur „Samtals 245.000“. Sér-
smíði ehf. endurgreiddi
borginni mismuninn.
Bjarmi Sigurðsson hjá
Sérsmíði ehf. var fámáll
þegar hann ræddi við DV
um málið. Sagði hann það
meira en sjálfsagt að endur-
greiða ofgreiddan reikning
frá borginni. „Finnst þér
það ekki sjálfum?“ spurði
Bjarmi.
Skiluðu fé sem þeir fengu fyrir braggavinnuna
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is