Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 8
8 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018 K atrín segir að henni hafi ver- ið nauðgað af samstarfs- manni hjá Fjársýslu ríkis- ins í mars í fyrra. Maðurinn sem hún sakar um ofbeldi neitar al- farið sök. Katrín er einstæð tveggja barna móðir og menntaður við- skiptafræðingur. Hún hafði starf- að hjá Fjársýslunni í rúmt ár þegar lífi hennar var umturnað. Í kjöl- far þess að hún upplýsti yfirmenn sína um hvað hefði gerst var sam- starfsmanni hennar gefinn kostur á að segja upp störfum. Í upphafi taldi Katrín að stutt yrði við bakið á henni til að vinna úr áfallinu. En annað átti eftir að koma á daginn. Núna, rúmu einu og hálfu ári síð- ar, er búið að segja henni upp störf- um vegna heilsubrests. Henni er boðinn starfslokasamningur sem inniheldur ákvæði um lausnarlaun; ákvæði úr kjarasamningum sem aðeins er beitt þegar starfsfólk á við alvarleg veikindi að stríða og á vart endurkvæmt í vinnu. Ólögleg uppsögn og samstarfs- menn staðfesta frásögn Í uppsagnarbréfi Katrínar er ákvörðun Fjársýslu ríkisins meðal annars rökstudd með því að ekki hafi borist andmæli frá Katrínu. Það er rangt. Lögfræðingur FHSS, Félags háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðsins, sem er aðildarfélag í Bandalagi háskóla- manna hjá BHM, stéttarfélagi há- skólamenntaðra á vinnumarkaði, fundaði með Kjara- og mannauðs- sýslu ríkisins og á þeim fundi var ákveðið að Kjara- og mannauðs- sýsla ríkisins myndi beina þeim tilmælum til Fjársýslunnar að semja við Katrínu. Fjársýsla ríkis- ins kaus hins vegar að fara ekki eft- ir þessum ráðleggingum og heldur uppsögninni til streitu. DV hefur undir höndum upp- sagnarbréf Katrínar, sem er dag- sett 10. október, þar sem seg- ir orðrétt: „26. september var þér tilkynnt um fyrirhugaða lausn frá störfum vegna langvarandi veik- inda og þér veittur andmæla- réttur við fyrirhugaða ákvörðun. Þar sem andmæli bárust ekki má af því ráða að þú sért enn óvinnu- fær vegna veikinda og fyrirséð að svo verði um óákveðinn tíma. Af þeirri ástæðu leysir Fjársýsla ríkis- ins þig frá störfum frá og með dag- setningu þessa bréfs.“ Katrín hafði sjö daga til að mót- mæla þessari ákvörðun og var þeim komið á framfæri í byrjun mánaðarins. Ekki er tekið tillit til þess. DV hefur einnig rætt við samstarfsmenn og fólk sem stend- ur Katrínu nærri sem hefur stað- fest frásögn hennar. Katrínu er lýst sem hörkuduglegri, hún sé afar samviskusöm og metnaðar- full kona sem hafi fyrst mátt þola ofbeldi af samstarfsmanni og svo í kjölfarið hafi yfirmenn brugðist henni. Á þessu eina og hálfa ári hélt Katrín dagbók og skráði sam- viskusamlega það sem átti sér stað frá því að hún tilkynnti samstarfs- mann sinn til yfirmanna og þang- að til hún fékk uppsagnarbréfið. Maðurinn sem Katrín sakar um ofbeldi er nú fluttur út á land og gegnir þar ábyrgðarstöðum í litlu bæjarfélagi. Leiðin til baka fyrir Katrínu hefur verið löng og ströng. Nú segir hún sögu sína í þeirri von að aðrar konur lendi ekki í sömu martröð. Er það von Katrínar að „Ég var búin að gefast upp og ætlaði að skrifa undir starfslokasamninginn. Samning sem mér fannst óréttlátur og í raun meiðandi. Ég gat ekki meira. Þá kom skyndilega upp málið í Orkuveitu Reykjavík- ur. Í kjölfar þess ákvað ég að berjast, sama hverjar afleiðingarnar yrðu. Ég settist niður með þrettán ára dóttur minni og fór yfir málið með henni. Ég vil að hlutirnir verði breyttir þegar dóttir mín fer út á vinnumarkað,“ segir Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir í samtali við DV. Katrín Ingibjörg sagði frá kynferðisobeldi og missti vinnuna n Samstarfsmaðurinn látinn fara n Hélt að hún fengi stuðning frá yfirmönnum Fjársýslunnar n Fárveik í langan tíma „Ég var búin að gefast upp MYNDIR/HANNA Björn Þorfinnsson Kristjón Kormákur Guðjónsson bjornth@dv.is / kristjon@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.