Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Side 9
FÓLK - VIÐTAL 919. október 2018 dreginn verði lærdómur af sögu hennar. Katrín vill réttlæti. Hún vill einnig að stofnunin læri af mistök- um sínum og lagfæri þau en líkt og komið hefur fram frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins eru ráð- leggingar þeirra algjörlega hunds- aðar af yfirmönnum Katrínar. Happy-hour varð að martröð Þann 24. mars 2017 ákvað hópur starfsmanna Fjársýslunnar að gera sér glaðan dag á happy-hour á bar nærri vinnustaðnum. Katrín fór sjálfviljug heim með samstarfs- manni sínum. „Við höfðum hist nokkrum sinnum áður, fyrir þetta kvöld. Á þeim tíma hafði ég ekki hug- mynd um að hann væri að sofa hjá annarri samstarfskonu minni en frétti nokkru áður að hann ætti kærustu úti á landi. Hann faldi það fyrir öllum vinnufélögum og á samfélagsmiðlum var ekki annað að sjá en að hann væri einhleypur,“ segir Katrín. Eitt leiddi af öðru þegar heim var komið og Katrín og samstarfs- maður hennar hófu að stunda kynlíf með fullu samþykki Katrín- ar. Skyndilega breyttist viðmót mannsins, hann gerðist harð- hentur og fór út fyrir þau mörk sem Katrín gat hugsað sér. Hún ber enn þá líkamlega merki eftir eftir þessa nótt. „Ég var gjörsamlega niðurbrot- in. Það sem var verst var að ég skammaðist mín svo hrikalega. Að ég skyldi hafa hleypt þessum manni nálægt mér og hunsað við- vörunarbjöllurnar,“ segir Katrín. Hún er því miður vön því að takast á við stór áföll í lífi sínu. Hún missti ung föður sinn og þegar hillti und- ir lok grunnskólagöngunnar lenti hún í alvarlegu umferðarslysi og var vart hugað líf. Í 10. bekk var henni ekið um í hjólastól og þurfti síðan að læra að ganga upp á nýtt. Fyrir nokkrum árum missti hún síðan bróður sinn úr ofneyslu fíkniefna. „Ég hef alltaf verið sterk og sjálfstæð. Þegar ég hef lent í áföllum þá hef ég í raun sett á mig grímu, látið sem ekkert væri og komist í gegnum hlutina á hnef- anum. Í gegnum tíðina hef ég því sett upp margar grímur og ég ætl- aði að tækla þetta eins. Láta sem ekkert væri, ekki sýna nein veik- leikamerki og aldrei sýna ofbeldis- manninum að hann hefði náð að særa mig. Ég ætlaði að fara þetta á reiðinni,“ segir Katrín. Reyndi að koma henni úr jafnvægi Næsta mánudag mætti hún í vinnuna eins og ekkert hefði í skorist. Það kom henni í opna skjöldu að meintur ofbeldismaður nýtti hvert tækifæri til þess að tala við hana þegar aðrir voru nærri en leit ekki í áttina til hennar ef hún var ein. Henni fannst eins og hann væri að reyna að koma henni úr jafnvægi. „Í kaffitímanum þennan dag settist hann niður við hliðina á mér og fór að spyrja út í kap- alinn sem ég var að leggja. Ef það var starfsmannafundur þá passaði hann sig á að setjast við hliðina á mér. Hann nýtti hvert tækifæri til þess að ögra mér og reyna að stuða mig,“ segir Katrín. Hún tórði út vikuna en á föstu- deginum brotnaði hún niður. Þá sagði hún náinni samstarfskonu frá því hvað hefði gerst. Daginn eftir fór hún upp á Neyðarmót- töku nauðgana í viðtal og skoðun. Það hefur DV fengið staðfest frá lögfræðingi Katrínar. „Ég var enn með áverka. Ég var í raun viss um að hann hefði eyði- lagt eitthvað,“ segir Katrín. Tek- in voru sýni og myndir. Að lokum fékk Katrín áverkavottorð. Hún hefur þó ekki enn treyst sér til að kæra manninn. Hittust í hljóðeinangruðu herbergi Í samráði við sálfræðing Neyðar- móttökunnar ákvað hún að til- kynna um málið til Péturs Ó. Einarssonar, starfsmannastjóra Fjársýslunnar. „Við hittumst í hljóðeinangr- uðu fundarherbergi og þar brotn- aði ég niður tvisvar sinnum áður en ég gat byrjað að lýsa atburða- rásinni,“ segir Katrín. „Þegar ég var búin að létta þessu af mér spurði Pétur hvort ég vildi afsök- unarbeiðni frá geranda. Ég hváði, eðlilega, og sagði honum þá skoðun mína að manninum væri ekki stætt lengur á vinnustaðn- um. Benti ég á hótanir hans í garð samstarfskonu minnar sem og kvartanir yfirmanna um að hann væri ekki að sinna vinnunni sinni sem skyldi. Það væri annaðhvort hann eða ég,“ segir Katrín. Kvaðst starfsmannastjórinn ætla að skoða málið og láta hana vita ef til aðgerða yrði gripið. Tveir valkostir Daginn eftir var meintur gerandi kallaður inn á fund til starfs- mannastjórans. Þar var hon- um tjáð að nafnlaus kvörtun um hátterni hans hefði borist. Fékk hann tvo valkosti. Að sættast á uppsögn eða að farið yrði í hart við hann. Hann valdi þegar fyrri kostinn og síðan gekk hann út sigri hrósandi. Tilkynnti hann samstarfsmönnum sínum að hann hefði sagt upp sjálfviljugur og að hann ætti einungis eftir að vinna næstu þrjá daga. „Ég fór að hágráta þegar sam- starfskona mín tilkynnti mér hvað hefði gengið á,“ segir Katrín. „Þetta var léttir en að sama skapi varð ég hrædd. Ég vildi ekki vera á staðnum á meðan hann ynni uppsagnarfrestinn og þar sem páskarnir gengu í garð þá sneri ég ekki til vinnu fyrr en um tveimur vikum síðar,“ segir Katrín. „No hard feelings hérna megin“ Þegar Katrín mætti til vinnu eftir páskana beið eftir henni tölvu- póstur frá meintum geranda. Katrínu var brugðið þegar hún opnaði hann og fannst óhugnan- legt að lesa skilaboðin. „Hann hafði sent póstinn bara nokkrum mínútum eftir upp- sögnina. Titillinn var „No hard feelings hérna megin“ og í megin- málinu skrifaði hann eingöngu: „Með þökkum fyrir samstarfið og vináttuna,“ segir Katrín og viður- kennir að henni hafi verið brugð- ið. Á þessum tímapunkti var hún þakklát yfirmönnum sínum fyrir að taka fast á málunum. „Metoo- byltingin var ekki hafin og mér fannst ekki sjálfsagt að þetta yrði niðurstaðan. Ég gerði jafnvel ráð fyrir því að ég þyrfti sjálf að hætta,“ segir Katrín. Hún hafi farið nokkru síðar inn á skrifstofu Ingþórs Karls Eiríkssonar fjársýslustjóra til þess að þakka honum fyrir úrvinnsl- una en segist hafa fengið yfir sig reiðilestur um að hún þyrfti að gæta að hegðun sinni í vinnunni, hvað hún segði og gerði. Í kjöl- farið hafi þessi æðsti yfirmaður hennar orðið kuldalegur og fjar- rænn í samskiptum við hana og gætt þess að þau yrðu eins tak- mörkuð og hægt væri. Í dagbók sinni um upplifun sína segir Katrín: „Ingþór horfði á mig og sagði með vanþóknunarsvip „af hverju ætti ég að vilja hafa mann í vinnu sem gerir eitthvað sem að ég fyrir- lít!“ Hann hélt svo ræðu yfir mér um það að ég þyrfti að fara að passa mína hegðun. Hvað ég segði og gerði. Ég varð svo kjaftstopp að ég sat bara þarna með tárin í aug- un og gat ekkert sagt. Sífellt á sýklalyfjakúrum Um miðjan maí fór Katrín að finna fyrir ýmsum líkamlegum óþægindum. Þrýstingsverk í and- liti og höfði auk langvarandi sýk- inga í augum, nefi og kinnhol- um. Í fyrstu var talið að hún væri að glíma við einhvers konar of- næmi. Nú eru læknar á annarri skoðun. Talið er að um afleiðingar áfallastreitu sé að ræða. Eins og hefur komið fram hefur DV rætt við fólk sem tengist Katrínu í gegnum vinnuna. Þau efast ekki um að hvert orð í frásögn henn- ar sé rétt. Það fólk er slegið vegna frásagnarinnar. Einn starfsmað- ur kvaðst hafa áttað sig á, eftir að maðurinn var farinn, að hann var á eftir fleiri konum. „Ég man ekki hversu marga sýklalyfjakúra ég fór á,“ segir Katrín. „Ég var á sterakúr í um sex vikur og var á alls konar lyfjum. Ég var með hitavellu í marga mánuði og svaf nánast ekkert. Sumarfrí- inu eyddi ég uppi í sófa sárkvalin.“ Þennan tíma var hún aðframkom- in í vinnunni og upplifði mikla vanlíðan. Varð það til þess að hún endurupplifði það sem hafði átt sér stað þegar hún sá nafn manns- ins á hinum ýmsu skjölum og tölvupósti sem hún neyddist til að meðhöndla vinnu sinnar vegna. Í dagbók sinni segir Katrín: „Ég mætti í vinnuna veik. Enginn af næstu þremur yfirmönn- um mínum, Vilhjálmur, Pétur eða Ingþór pældu í því þó að það sæist langar leiðir að ég var fárveik.“ Upplifði ekki stuðning yfir- manna Í lok nóvember fór Katrín í leyfi vegna langtímaveikinda eftir að vinkona hennar hafði í raun sett henni stólinn fyrir dyrnar. „Þegar að ég ætla svo að fara inn í FJS þá var búið að aftengja að- gangskortið mitt Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Katrín Ingibjörg Sagt upp í kjölfar nauðgunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.