Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 22
22 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018 Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is SKILTAGERÐ BÍLAMERKINGAR BANNER-UP SÓLARFILMUR Ráðgjöf Hönnun Framleiðsla Uppsetning fannst það meira að segja örlítið óþægilegt. En þessi plata er svo- lítið merki um það. Hún er rólegri og fylgir annarri stefnu en því sem ég hef verið að sinna, en það er líka vegna þess að ástandið á mér hefur verið öðruvísi en áður. Ég vil líka hvetja fólk til þess að vera ekki feimið við að gagnrýna plötuna mína. Mér finnst alltaf gaman að fá uppbyggilega gagn- rýni og mér finnst eiga að vera meira af henni í samfélaginu. Ég á mér nokkra beinskeytta vini sem ég leita alltaf til þegar ég gef út efni. Mér finnst auðvitað gam- an að fá hrósið en ég vil endilega vita hvað þeim fannst mega fara betur. Þetta snýst ekki um að vera dónalegur og ég er mögulega að kasta steinum úr glerhúsi, því ég hef sjálfur tekið fólk fyrir í fjöl- miðlum og drullað yfir það.“ Er eitthvað sem fólk veit ekki um þig? „Það er eitt sem mér finnst frekar nett. Þegar ég var í skát- unum á unga aldri var ég í frí- merkjaklúbb, að æfa skák og var í fimleikum. Allt þetta á svipuð- um tíma, en það skemmtilega var að ég kynntist fyrst íslensku rappi í gegnum skátana. Ég var í skátaúti- legu og þá voru spilaðar Skytturn- ar, það var gott móment.“ Færðu einhvern tímann á til­ finninguna að hipphopp­senan sé búin að ná hámarki? „Ég hélt að hún hefði náð há- marki fyrir fjórum árum, en hvað var rokk og ról lengi á toppnum? Þetta er náttúrlega sena sem tal- ar til ungs fólks og út frá því smit- ar það yfir í aðra aldurshópa líka. Það er ekki hægt að skilgreina rapp sem bara rapp, því þetta er svo fá- ránlega vítt hugtak. Mér finnst vera jákvæð þróun varðandi að það er auðveldara fyrir ungt fólk að koma sér á framfæri í dag en það var þegar ég byrjaði. Samfélagsmiðlar eru eflaust stærsti þátturinn í því. Tónlist hljómar líka almennt bet- ur í dag en áður. Það má segja að versta tónlistin í dag hljómi eins og besta tónlistin sem við vorum að gera, því við vorum ekki með upptökugræjur.“ Drakk fullmikið af jólaglögginu Trúir þú á Guð? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég get heldur ekki sagt að það sé ekki neitt til. Það er jafnvitlaust að segja að það sé ekki til neinn Guð. Við höfum ekki hugmynd, en ég er ekki trúaður.“ Í fyrra seldist upp á sjö sýn­ ingar á Julevenner, en þeir tónleik­ ar hófust sem brandari. Hvernig verður nálgunin í ár? „Við tókum fljótt þá ákvörðun um að festa okkur ekki í sömu hjólför og síðast. Þú ferð ekki og segir sama brandarann aftur, sama hversu ógeðslega fyndinn hann er. Það er í eðli sínu fárán- legt að ég skuli halda jólatónleika og þetta var ógeðslega fyndið í fyrra. En allir listamennirnir sem koma fram eru fólk sem ég virði rosalega, en þetta er ótrúlega sér- stök blanda. Emmsjé Gauti og Sigga Beinteins hljómar ekki alveg eins og dót sem þú myndir flokka saman í samstæðuspili og það eru allir meðvitaðir um það. Þetta er ákveðin jólakómík og meiri sýn- ing en hefðbundnir jólatónleikar. Þetta eru í raun meira venjulegir tónleikar heldur en jólatónleikar. Þú getur gert allt jólalegt bara með því að setja skraut á sviðið.“ Og það er jólaglögg í boði og svona? „Já, að sjálfsögðu. Það er allur pakkinn þarna. Í fyrra vorum við með lúðrasveit sem tók á móti gestum, og mandarínur, konfekt og fullan jólasvein. Strákurinn sem lék jólasveininn í fyrra drakk aðeins of mikið af jólaglögginu. Rauði þráðurinn í gegnum þetta var að gera eitthvað sem okkur fannst fyndið. Þetta má samt ekki heldur vera of mikið glens, en aldrei of alvarlegt. Glætan að ég nenni að sitja sjálfur á jólatónleik- um þar sem eru eingöngu spiluð jólalög.“ n „Föðurhlut- verkið hvet- ur mig meira til þess að horfa inn á við Rapparinn kann betur við að halda tónleika en að spila á djammi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.