Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 52
52 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018 K ristinn Rúnar Kristins- son hefur barist við geð- hvörf í tæpan áratug og lent í ýmsum skrautleg- um uppákomum í því alsæluá- standi sem því fylgir. Hann komst í fréttirnar þegar hann berháttaði sig á Austur velli, reyndi að tengj- ast Cristiano Ronaldo í gegnum Herba life og stýrði umferð á sund- skýlunni einni fata. Þetta skráset- ur hann í bókinni Maníuraun- ir: Reynslusaga strípalingsins á Austur velli sem kemur út 25. október. DV ræddi við Kristin um þessa baráttu. Árekstrar við fjölskyldu og vini Kristinn er nú að leggja lokahönd á bók þar sem hann lýsir baráttu sinni við geðhvörf, en einnig fjallar hann um æskuna og drauminn um atvinnumennsku í íþróttum. Hann segir að almenningur viti lítið um geðhvörf og hann hafi viljað varpa ljósi á hvernig sjúkdómurinn virkar, hvernig maníurnar gerast. „Ég hef haldið fyrirlestra fyrir unglinga og alltaf spurt hvort þeir viti hvað geðhvörf séu. Að- eins um fimm prósent segjast vita það, sem er sláandi. Ég get fullyrt að um níutíu prósent full- orðinna vita það ekki. Þegar ég fór í mína fyrstu maníu, tvítugur, hélt fólk í kringum mig að ég væri í einhverju „flipp-tímabili“ af því að ég var örari og hagaði mér undarlega. Ég vissi ekki sjálfur hvað þetta var. Þegar ég var búinn að vera í þessu ástandi í sex vik- ur heyrði ég orðið manía í fyrsta skipti frá geðlækni.“ Kristinn greindist með geð- hvörf árið 2009 og hefur skrifað um sína reynslu, bæði í pistlum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðl- um. Hann segir að fordómarnir gagnvart fólki með andlegar áskoranir séu að minnka, sér- staklega eftir baráttu eins og „Ég er ekki tabú“ og „Út með það.“ En mestu fordómarnir séu alltaf hjá þeim sem þurfa að kljást við þetta. „Fólk um fimmtugt og eldra á erfiðast með að tala um þetta. Svona mál voru ekki rædd áður fyrr.“ Hefur fólk í kringum þig sýnt ástandi þínu skilning? „Nei, ég tala um það í bókinni að mér hefur fundist sem fjöl- skylda mín hafi ekki skilið geð- hvörfin í gegnum tíðina. Maður þarf að hafa upplifað þetta sjálf- ur til að skilja þetta til fullnustu. Ég hef lent í mörgum árekstrum við fjölskyldu mína, sérstaklega í maníunum sjálfum. Maður verð- ur að passa hvað maður segir við manneskju í þessu ástandi og það getur verið eins og að skvetta olíu á eld að ætla að grípa inn í. Einn félagi minn spurði mig á rúntinum á Hringbrautinni hvort ég vildi hitta geðlækni. Þá sagði ég honum að snarstoppa bíl- inn, lamdi í plássið fyrir ofan hanskahólfið, rauk út og gekk úr Reykjavík heim í Kópavog. Ég bjó hjá foreldrum mínum og systkin- um á þessum tíma og það voru daglegir árekstrar. Nú bý ég einn og það er miklu betra.“ Kristinn hefur lært að vera sem mest einn þegar hann er í þessu ástandi. Hann lætur samfélags- miðla að mestu leyti vera og svar- ar oftast ekki í símann. Þá er hann í sínum eigin heimi að sinna verk- efnum. Missti bróður í flugslysi Kristinn er Kópavogsbúi í húð og hár, alinn upp í sex systkina hópi. Eldri bróðir hans Guðni lést í flugslysi í Kanada sumarið 2007 aðeins 22 ára að aldri. „Við vorum nánir og mér finnst ég alltaf finna fyrir honum, sér- staklega þegar ég er í maníu. Hann ýtir á mig að skapa og skrifa. Mér finnst hann eiga þátt í þessari bók sem ég er að gefa út núna.“ Guðni, sem var einn fremsti hjólabrettamaður landsins, var í flugnámi í Kanada. Hann var að taka síðustu tímana áður en hann hefði fengið atvinnuflugmanns- réttindi þegar vélin fórst í nauð- lendingu í skógi. Mælirinn bilaði og Guðni þurfti að hækka flugið vegna óveðursskýs. „Hann lenti vélinni þannig að hann sjálfur tæki mesta höggið því hann vissi að hann bæri ábyrgð á þessu. Davíð Jónsson, besti vinur hans, var með og tveir aðrir. Davíð fór illa út úr þessu en er í góðu ásigkomulagi í dag og meira að segja enn þá að skeita.“ Kristinn var staddur á Benidorm þegar vinkona móður hans sem var í nágrenninu kom til hans og sagði honum fréttirn- ar. Hann segist hafa fengið ein- hverja ónotatilfinningu áður en hún kom til hans, einhvern fyrir- boða um hvað var í vændum. „Ég fór í eitthvert ástand strax, grét, svaf ekkert, ráfaði um og meðtók ekkert sem var sagt við mig. Það var erfitt að upplifa þetta fjarri fjölskyldunni og samferða- fólk mitt þurfti að vakta mig. Ég tók flug heim tveimur dögum síð- ar og það var sérstaklega erfitt eft- ir að hafa misst bróður sinn í flug- slysi.“ Íhugaði sjálfsvíg hjá ömmu Kristinn segist hafa verið mjög sérstakur krakki. Hann las minn- ingargreinar í Morgunblaðinu til að sjá hvort hann hefði einhver tengsl við fólkið. Hann var gömul sál og átti auðvelt með að tengjast eldra fólki. Hann átti við námsörðugleika að stríða og var mikill einfari en gekk vel í íþróttum, bæði knattspyrnu og körfuknattleik. Fram að áttunda bekk var hann með fremstu keppendum á landinu í báðum greinum. En þá kom skellurinn mikli. „Ég fór úr 50 kílóum í 62 á einu sumri. Getan og sjálfstraustið hvarf og ég var á endanum settur í markið. Það helltist yfir mig svart þunglyndi og ég hélt að mér myndi aldrei líða vel aftur.“ Það var á þessum tíma sem Kristinn íhugaði sjálfsvíg, aðeins þrettán ára gamall. „Ég fór í heimsókn til ömmu minnar, sem bjó á tíundu hæð í Gullsmáranum, eftir fótboltaæf- ingu og átti innihaldslaust spjall við hana. Svo fór ég út á svalir og hugsaði um að fleygja mér fram af. En ég hætti við af því að mér fannst ég ekki geta gert fjölskyldu minni þetta. Tveimur dögum seinna brotnaði ég saman fyrir framan foreldra mína sem voru búin að reyna að hressa mig við.“ Eftir þetta komu þunglyndis- hrinurnar, tíu eða tólf dagar í senn, og botninn yfirleitt á sjötta eða sjöunda degi. „Krakkarnir vissu ekkert hvað var að gerast hjá mér og skóla- yfirvöld sýndu mér skilning en það var engin alvöru hjálp til stað- ar. Þetta er enn þá svona í grunn- skólunum. Kennararnir sem ég hef rætt við eftir fyrirlestra hafa sagt að þeir ræði ekki um geð- sjúkdóma við krakkana.“ Reyndir þú að fela þetta? „Já. Ég var í feluleik frá 2002 til 2014. Þá svipti leikarinn Robin Williams sig lífi eftir baráttu við þunglyndi. Vinkona mín sagði mér að vitundarvakning væri að fara af stað og allir sem hefðu sögu að segja ættu að opna sig og ég gerði það.“ Alsæluástand Hvernig líður þér þegar þú ert í maníu? „Þetta er vellíðunarástand. Það er sagt að þetta sé eins og að vera á kókaíni, amfetamíni og sýru öllu í einu, en ég hef ekki prófað Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Allsber í maníu á Austurvelli „Þú verður miðpunkt- ur alheimsins og heldur að þú getir meira en þú getur Maníuraunir Ítarlegar lýsingar á baráttu við geðhvörf. MYND /HANNA n Skrifar bók um geðhvörf sín n Missti bróður í flugslysi nStýrði umferð á sundskýlunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.