Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 57
TÍMAVÉLIN 5719. október 2018 ÚTBURÐI ELÍNÁR JÓNSDÓTTUR BJARGAÐ ÚR SKAFLI B ók sem nefndist Félagi Jesús olli miklum úlfaþyt þegar hún kom út árið 1978. Klerkar Þjóðkirkjunnar sögðu hana guðlast og þingmað- ur kallaði eftir því að útgefandinn yrði dreginn fyrir dómstóla fyrir að brjóta hegningarlög. DV ræddi við rithöfundinn, Þórarin Eldjárn, sem þýddi bókina. Biskup sagði bókina ólyfjan Félagi Jesús er sænsk bók skrifuð af Sven Wernström árið 1971. Wern- ström, sem lést 6. september síð- astliðinn, var mikill sósíalisti og skrifaði bókina um líf Jesú út frá þeirri heimsmynd. Wernström fylgdi ekki hinni hefðbundnu frá- sögn heldur var Jesús túlkaður sem byltingarleiðtogi. Hugmyndin að bókinni var ekki ný af nálinni að sögn Þórarins Eld- járns þýðanda. Bendir hann á að séra Gunnar Benediktsson hefði árið 1930 skrifað bók þar sem Kristur er túlkaður sem uppreisn- arforingi. „Félagi Jesús var skáldsaga fyrir unglinga. Sagan var túlkuð þannig að Jesús væri róttækur byltingar- leiðtogi að berjast gegn kúgun og erlendum yfirráðum valdastéttar- innar.“ Af hverju fór þessi bók fyrir brjóstið á sumum? „Það var vegna þess að ein- hverjir hjá Þjóðkirkjunni gerðu þau mistök að vekja athygli á henni. Ef enginn hefði sagt neitt, þá hefði hún verið eins og hver önnur bók. En einhverra hluta vegna kusu þeir og alþingismenn að ræða þetta fram og til baka, hvort þetta væri guðlast eða ekki.“ Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands, gaf út yfirlýsingu ásamt leiðtogum aðventista og Fíladelf- íusafnaðarins um að bókin væri „afskræming á heimildum.“ Þar segir: „Vér viljum eindregið vara grandalaust fólk við þeirri óhollustu, sem þessi bók hef- ur að geyma, og hvetja alla heil- brigða menn, einkum foreldra og kennara, til samstöðu um að verja börnin fyrir þessari og annarri ólyfjan, sem bókaútgefendur láta sér sæma að bjóða heim.“ Þingmaður vildi draga Mál og menningu fyrir dómstóla Á Alþingi beitti Ragnhildur Helga- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og síðar menntamála- ráðherra, sér hvað harðast gegn bókinni. Sagði hún að þessi barna- bók væri óþolandi fyrir alla sem vildu kenna börnum sínum kristi- leg viðhorf. Einnig að sennilega bryti útgáfan bæði gegn stjórnar- skrárákvæði um vernd Þjóðkirkj- unnar og grein almennra hegn- ingarlaga um guðlast. Ætti því að draga útgefandann, Mál og menn- ingu, fyrir dómstóla. Annar verðandi menntamála- ráðherra, Vilmundur Gylfason hjá Alþýðuflokknum, sagði aftur á móti að umræðan ætti ekki heima á Alþingi þar sem útgefandinn gæti ekki varið sig. Þórarinn segir að þetta mikla umtal um bókina hefði ekki gert neitt annað en að auglýsa hana. Sjálfur var hann búsettur erlendis og fann ekki fyrir neinum ónotum vegna bókarinnar. „Fólk sem aldrei hafði heyrt minnst á þessa bók sá allt logandi í deilum út af henni í blöðunum. Að sjálfsögðu fer fólk þá að kynna sér um hvað bókin fjallar.“ Olli bókin viðlíka deilum í Sví- þjóð? „Nei. Þetta var ekki frumleg hugmynd, sams konar sögur um Jesú hafa verið skrifaðar margoft í gegnum tíðina í mismunandi löndum. Það var ekkert guðlast í henni og verið að segja eitthvað ljótt um persónur og hugmynd- ir sem mörgum eru heilagar. Það var frekar verið að draga fram boð- skapinn á annan hátt en venjan er. Þegar það er gert var hægt að velta því fyrir sér hvort maðurinn hafi ekki verið sósíalisti. Einhverjum kynni að finnast það vera guðlast.“ Þá fólk sem stendur fyrir borg- araleg gildi? „Já. Þá mætti einnig spyrja á móti hvort einhverjum kynni að þykja það guðlast þegar jólin eru orðin að einni kaupmennskuhá- tíð.“n BARNABÓK SÖGÐ VERA GUÐLAST „Þá mætti einnig spyrja á móti hvort ein- hverjum kynni að þykja það guðl- ast þegar jólin eru orðin að einni kaup- mennskuhátíð“ nJesús Kristur túlkaður sem sósíalískur byltingarleiðtogi STRÍÐSÁSTAND Á GAMLÁRSKVÖLD Í slendingum er tamt að sletta ærlega úr klaufunum á gamlárskvöld en á þeim degi árið 1947 var eins konar stríðsástand í Reykjavík. Lögregla hafði í nógu að snú- ast þetta kvöld en eitt alvarleg- asta atvikið var þegar sprengju var kastað að skúr við olíuport Shell þar sem sprengiefni og olía var geymd. Eldur kom upp í skúrnum en slökkvilið kom á staðinn og náði að kæfa eldinn fljótt. Þá var sprengju varpað að inngangi Hótel Borgar þar sem dansleikur var og sprungu margar rúður í veitingasalnum. Var neglt fyrir gluggana og ball- inu haldið áfram. Skríll truflaði guðþjónustu í Dómkirkjunni og sprengdi eina rúðuna þar. Ófremdarástand var á göt- um borgarinnar þar sem tunn- um og rusli var komið fyrir. Þá var nokkrum bílum velt á hliðina. Þá kviknaði í einum bíl eftir að sprengja var sprengd undir honum. Gerendurnir voru flestir pilt- ar innan við tvítugt og þrír lög- regluþjónar særðust í hama- ganginum. Lögreglan taldi sig hafa stjórn á ástandinu og ákvað að beita ekki táragasi. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri sagð- ist þó ætla að gera ráðstafan- ir svo skrílslæti af þessum toga myndu ekki endurtaka sig á gamlárskvöld.n „ Yfirleitt er um að ræða „shortara“ og þær taka 5000 krónur fyrir..“ Dómkirkjan Fálkinn 25. mars 1949. Elíná var kærð fyrir útburðinn og dæmd til fimm ára þrælkunar í héraði þann 2. febrúar árið 1846. Hæstiréttur þyngdi refsinguna í dauðadóm í desember það ár og sagt var að henni hefði ekki brugð- ið. Hún var hins vegar send út til Danmerkur vorið 1847 og náðuð aðeins einu ári síðar. Aftur sneri hún til Sveinsstaða og aftur varð hún þunguð af Vig- fúsi. Hann gekkst hins vegar við því barni, dreng sem skírður var Jósef. Elíná giftist öðrum manni og átti fjögur börn til viðbótar. Hún lést í sárri fátækt árið 1899. Salómon ólst upp hjá Vigfúsi föð- ur sínum, giftist síðar og eignað- ist börn. Hann lést fimmtugur úr holdsveiki. n Dulsmál Algeng örlög íslenskra kvenna um aldir. Þórarinn Eldjárn Þýddi unglingabók sem olli úlfaþyt. nætur.“ Maðurinn var pollrólegur við yf- irheyrslur og neitaði sök í málinu. Hann sagðist einungis hafa ver- ið að stunda „hjúskaparmiðlun.“ Hann viðurkenndi þó að hafa leigt út herbergi þar sem fólk gat farið á stefnumót. Sá framburður kom ekki heim og saman við nein önnur gögn í málinu og ekki heldur fram- burð stúlknanna sjálfra. Tók 2.000 krónur Um haustið var málið tekið fyr- ir í Sakadómi Reykjavíkur og föstu- daginn 13. október var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft milli- göngu um samræði fólks gegn greiðslu. Þennan dóm staðfesti Hæstiréttur. Fyrir hórmangið fékk hann sex mánaða fangelsisdóm, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna til þriggja ára. Hann hafði aldrei hlotið dóm áður. Talið var sannað að hann hefði hagnast á vændisstarfsemi fimm stúlkna, á aldrinum 20 til 35 ára. Í sumum tilfellum hafði hann frum- kvæðið en í öðrum báðu þær sjálf- ar um að hann útvegaði stefnumót. Þær fengu frá fimm hundruð krón- um upp í tíu þúsund krónur fyrir hvert skipti. Hann tók aftur á móti tvö þúsund krónur fyrir skiptið og leigði út herbergi fyrir þúsund krón- ur á sólarhring ef þurfti. Því ákvæði hegningarlaga sem mangarinn var sakfelldur fyrir hafði áður verið beitt. Til dæmis þrisvar sinnum á sjötta áratugnum þar sem einstaklingar höfðu leigt út herbergi til vændisstarfsemi. Þeir dómar voru hins vegar allir skilorðsbundn- ir. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.