Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Qupperneq 64
64 19. október 2018 25 ára enskur landslagsarkitekt, Joanna Clare Yates, hvarf þann 17. desember 2010 í Bristol. Átta dögum síðar fannst líkið af henni í Failand í Norður-Somerset. Joanna hafði verið kyrkt. Þann 20. janúar 2011 var Vincent Tabak, 32 ára hollenskur verkfræðingur og nágranni Joönnu, handtekinn. Síðar kom í ljós að Vincent, sem hafði orðið heltekinn af ofbeldisfullu kynlífi og klámi, hafði ráðist á Joönnu í hennar íbúð og reynt að draga hana yfir í sína, en íbúðir þeirra voru samliggjandi. Vincent fékk lífstíðardóm 28. október 2011. EIGINKONAN MEÐ ROFNA PERSÓNULEIKANN Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Terrie Sramek sagði slæmu persónurnar standa að baki glæpum hennar „Það sem fór fyrir brjóstið á Billy var að hún hafði ekki deilt hinu illa fengna fé með honum. H jónin Terrie og Billy Sramek fóru í göngutúr saman, 31. júlí 1991, skammt frá heimili þeirra í Middleburg Heights í Utah í Bandaríkjunum. Það var í síðasta skipti sem Billy sást á lífi. Daginn eftir fór Terrie til lög­ reglunnar og sagði að eiginmaður hennar væri horfinn og það hefði gerst á meðan hún var í kirkju. Terrie samþykkti að koma fram ásamt lögreglu í sjónvarps­ útsendingu og höfða þannig til þeirra sem báru ábyrgð á hvarfi Billys. Snöktandi, með fjögurra mánaða dóttur þeirra í fanginu, sagði hún: „Hann hefði aldrei horfið nema einhver hefði neytt hann til þess.“ Seldi smámuni og fatnað Eitthvað var þó eins og það átti ekki að vera. Á meðal þeirra sem horfðu á útsendinguna var myntsafnar­ inn Jim Belaszy. Honum fannst skjóta skökku við að á þeim tíma sem liðið hafði frá hvarfi Billys og að sjónvarpsútsendingunni hafði Terrie komið í verslun hans. Hann hafði keypt af henni mynt­ safn eigin manns hennar, sem hún sagði hafa dáið úr hjartaslagi. Einhverjum dögum síðar birt­ ist auglýsing í grenndarblaðinu þar sem auglýst var til sölu ýmis­ legt til heimilishalds og notuð karlmannsföt. Símanúmerið sem fylgdi tilheyrði Terrie. Einkaspæjari ráðinn Lík Billys fannst 21. ágúst í há­ vöxnu grasi skammt frá Isaac­vatni í tæplega tveggja kílómetra fjar­ lægð frá heimili hjónanna. Rotnun var komin vel á veg en þó var hægt að úrskurða að hann hafði verið skotinn í hvort tveggja andlitið og hnakkann. MORÐIÐ Í MIÐASÖLUNNI n James fór ekki leynt með áhuga sinn á Ash Vale-járnbrautarstöðinni n Hagaði sér engan veginn eins og bíræfinn þjófur Æ tla mætti að þeir sem hyggja á rán láti lítið fyrir sér fara á meðan þeir kanna aðstæður. Járn­ brautaslökkviliðsmaðurinn James John Alcott hafði þveröfugan hátt á þegar hann skoðaði Ash Vale­ ­járnbrautastöðina skammt frá Aldershot á Englandi þar sem sem hann hafði ákveðið að láta til skar­ ar skríða í ágúst 1952. Þann 20. ágúst fór James í miðasöluna og spurðist fyrir um ferðir til Dover. Síðan hékk hann á stöðinni og var eftir því tekið hve mikinn áhuga hann virtist hafa á því sem þar fór fram. Hinn rólegasti Næsta dag var hann mættur í morgunsárið og tyllti sér niður í vistarverum burðarmannanna, sem þá var auð. Einn burðarmað­ ur sem átti þangað erindi kom að James þar sem hann sat hinn ró­ legasti og skóf undan nöglum sín­ um með dálki. Dálkinn sagðist James hafa keypt handa frænda sínum. Um kvöldið var James mættur enn eina ferðina. Þá masaði hann við starfsfólk í tvo tíma. Hann framvísaði skilríkjum Bresku járnbrautanna, gaf upp nafn sitt og sagðist vera slökkvi­ liðsmaður þeirra. Fékk far heim James bað um leyfi til að nota símann í miðasölunni; hann vildi athuga með líðan kollega síns, sem hafði slasast. Það var auðsótt mál og að símtali loknu sagði hann við gjaldkera á járnbrautarstöðinni að hann væri í fríi, á leið til Frakk­ lands með eiginkonu sinni. Gjaldkerinn var önnum kafinn við að ganga frá kvittunum og þvíumlíku og fylgdist James grannt með. Að vakt sinni lokinni bauð hann James far á mótorhjóli sínu til Aldershot, sem hann þáði. Ljós síðla kvölds Þann 22. ágúst kom James á stöð­ ina og til hans sást þar sem hann var í símanum í miðasölunni. Stundarfjórðung í átta sagði Geof­ frey Dean miðasali við kollega sinn að hann væri að fara að loka, en hann færi þó ekki alveg strax: „Ég þarf að koma skikk á bók­ haldið.“ Um klukkustund síðar sá undir­ liðþjálfi í hernum að, þrátt fyrir að hlerar væru fyrir glugga, enn var ljós í miðasölunni. Hann bankaði í glerið en fékk engin viðbrögð þrátt fyrir að hann heyrði mannamál berast út af henni en hugsaði ekki frekar um það og hvarf á braut. Margar stungur og mikið blóð Um klukkustund síðar vakti sama ljós athygli ungs burðarmanns og ákvað hann að segja Geoffrey að kominn væri tími til að fara heim. Mikil var undrun hans þegar hann komst að því að dyrnar að miðasölunni voru læstar innan frá og ekki nokkur leið að sjá þar inn. Fyrir ofan dyrnar var lítill hálf­ mánalagaður gluggi og með því að hífa sig upp gat burðarmaðurinn kíkt inn um hann. Sá hann þá hvar Geoffrey lá á gólfinu í blóðpolli. Lögreglan var kölluð til og eftir að hafa brotist inn á skrifstofuna var liðsmönnum hennar ljóst að Geoffrey yrði ekki bjargað. Hann Líkið í miðasölunni Miðasalinn Geoffrey Dean varðist ræningjanum, en allt kom fyrir ekki. „Það var ljóst að þið mynduð ná mér. Við tókumst harka- lega á og þið finnið fingraför mín úti um allt. SAKAMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.