Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Page 70
70 FÓLK 19. október 2018 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Fræg á lausu Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir lifir sannkölluðu stjörnulífi, fyrr á þessu ári var hún bara að hanga með Jenni- fer Lopez. Það er ótrúlegt að hugsa til þess þegar horft er í augun á Rúrik að hann sé á lausu. Hann sló rækilega í gegn á samfélagsmiðl- um á HM í sumar og er nú með 1,2 milljónir fylgjendur. Geri aðrir betur. Ólöf er ritstjóri Fréttablaðsins og er þekkt fyrir að skrifa beitta pistla um málefni líðandi stund- ar. Ólöf er þrítug og má fullyrða að hún sé mjög eftirsótt. Stefnumótamenning á Íslandi hefur aldeilis breyst á síðustu árum með tilkomu samfélagsmiðla og smáforrita. Það hefur einnig gert almúganum auð- veldara að kynnast frægum sem eru á lausu. DV tók saman lista yfir nokkra fræga sem kannski ekki allir vita að eru á lausu. Sunna Elvira Þorkels- dóttir lenti í hræði- legu atviki á Spáni snemma á þessu ári, stuttu síðar var eiginmaður hennar hand- tekinn fyrir fíkniefnasmygl. Sunna er nú á lausu, í vikunni þakkaði hún góðlátum strætisvagna- bílstjóra sem hjálpaði henni inn og út úr vagninum óum- beðinn. Pétur Örn Guðmundsson er virkilega hress og skemmti- legur. Pétur er tónlistarmaður í húð og hár og kannast líklega flestir Íslendingar við hann. Viðurnefnið, Jesús, hlaut Pétur eftir leik sinn í söngleiknum Jesus Christ Superstar og hefur það loðað við hann allar götur síðan. Sigurður Þorri er einn hressasti útvarpsmaður landsins og stjórnar þáttunum Í beinni með Sigga Gunnars á K100. Akureyringur- inn er virkilega skemmtilegur karakter og nýtur mikilla vinsæla sem spinningþjálfari í World Class. Slæmar fréttir fyrir stelpur en góðar fréttir fyrir stráka, Siggi er hinsegin. Sunneva Einars Rúrik Gíslason Ólöf Skaftadóttir Pétur Jesús Sunna Elvira Sigurður Þorri Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.