Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 2
2 11. maí 2018fréttir frambjóðendur sem verða ekki borgarstjóri Tveir menn eru langlík- legastir til að verða borgarstjóri eftir sveit- arstjórnarkosningarnar 26. maí, Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arn- alds. Í flóknu pólitísku landslagi gæti þó komið upp sú staða að aðrir oddvitar hreppi hnossið eða að borgarstjóri verði ráðinn inn. DV tók saman þá fimm einstaklinga sem eiga enga möguleika. Þorvaldur Þorvaldsson Alþýðufylkingin hefur boðið fram fjórum sinnum áður. Mest hef- ur hún fengið 0,4 pró- sent og tíföldun þess fylgis myndi ekki duga fyrir einum borgar- fulltrúa. Það er ágætt því Valdi er smiður og það er skortur á þeim í Reykjavík. Gunnlaugur Ingvarsson Að líta út eins og afkvæmi Heiðars snyrtis og Benito Mussolini er ekki nóg. Þegar Gunn- laugur beitti fyrir sig gjallarhorni, drullusokki, handfrjálsum búnaði og kassa af Lays-kart- öfluflögum, náði hann að trekkja handfylli af áhorfendum á framboðsfund sinn við Ráðhús Reykjavíkur. Sanna Magdalena Mörtudóttir Fari svo að Sósíal- istaflokkurinn nái inn manni mun Sanna, oddviti hans, ekki verða borgarstjóri. Hún mun sennilega ekki einu sinni mæta á fundi. Eins og Gunnar Smári, guðfaðir framboðsins, sagði þá munu fulltrúar flokksins starfa eins og dólgar utan hefðbundins borgarstjórnarstarfs. Björg Kristín Sigþórsdóttir Þótt hún titli sig „borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans“ í hverri grein sem hún skrifar getur Björg gleymt þeim draumi. Framboðið hefur aðeins einu sinni mælst með mann inni, í könnun sem var gerð fyrir framboðið sjálft. Ingvar Mar Jónsson Ingvar er flugmaður og flugvallarvinur númer eitt. Verst fyrir hann þá er flestum kjósendum slétt sama um þennan blessaða flugvöll. Í örvæntingu sinni hefur Ingvar dælt út loforðum eins og „frítt í strætó“ og „20 þúsund kjell til stúdenta“ en fylgið fikrast ekkert upp. Ætli hann verði ekki að nota moskutrompið eins og forveri hans? Á þessum degi, 11. maí 1310 – 54 musterisriddarar eru brennd- ir á báli fyrir trúvillu í Frakklandi. 1867 – Luxemborg öðlast sjálfstæði. 1949 – Siam breytir opinberlega nafni sínu í Taíland, í annað skipti. Taíland hafði verið heiti landsins frá 1939, en breytt í Siam árið 1945. 1985 – 56 áhorfendur missa lífið og yfir 200 slasast í eldsvoða á Valley Parade- knattspyrnuvellinum í Bradford þar sem heimamenn öttu kappi við Lincoln City. 1996 – Á einum degi farast átta manns í tilraun til að komast á topp Everest-fjalls. Hinstu orðin „Ekki deyja eins og ég.“ – Knattspyrnukappinn George Best skrifaði þessi orð á bréfmiða þar sem hann lá á banabeðinum á spítala, 25. nóvember 2005. Tvífarar vikunnar Tvífarar vikunnar eru Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, varaþingmað- ur og oddviti Pírata í Kópavogi, og sjónvarpskonan geðþekka Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Matthías veðjar á Vestmannaeyjar: Kaupir tíu íbúðir á 126,5 milljónir Króna F járfestirinn Matthías Ims- land, fyrrverandi forstjóri og aðstoðarmaður ráðherra, hefur á undanförnu ári fjár- fest í tíu íbúðum í Vestmanna- eyjum í gegnum félag sitt, MPI ehf. Heildarkaupverð eignanna er tæplega 130 milljónir króna. Matthías hefur fjármagnað kaupin með hagstæðum lánum frá Íbúða- lánasjóði og er lánstíminn í öllum tilvikum 50 ár. Skilyrði fyrir slíkum lánveitingu er að félagið leigi íbúð- irnar út til langs tíma og sé ekki rekið í hagnaðarskyni. Kom með 25 milljónir í eigið fé Matthías keypti fyrstu eignina í mars 2017. Flestar eignirnar voru keyptar á tímabilinu apríl til maí 2017 en sú síðasta var keypt í byrj- un janúar á þessu ári. Tvær íbúð- irnar eru í fjölbýlishúsi að Áshamri 59, ein í Áshamri 61 og önnur í Ás- hamri 75. Þá keypti Matthías heila húseign við Kirkjuveg 28 sem skiptist í þrjár íbúðir. Að auki fjár- festi hann í einni íbúð í Folda- hrauni 40 og tveimur í Folda- hrauni 42. Fasteignaverð í Vestmanna- eyjum er fjarri því eins hátt og tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Dýrasta íbúðin sem Matthías fjár- festi í kostaði 16,5 milljónir, sem er tæplega 90 fermetra íbúð í Áshamri 75. Heildarkaupverð eignanna er 126,5 milljón- ir króna. Matthías fékk mjög hagstæð lán frá Íbúðalána- sjóði á hverja eign. Alls 80% af kaupverði hverrar eign- ar á 4,2% vöxtum. Það þýð- ir að Matthías fékk alls 101,5 milljónir króna að láni frá ríkisstofnuninni. Félag hans þurfti aðeins að leggja um 25 milljónir króna út í eigið fé til þess að eignast íbúð- irnar tíu. Arðgreiðslur bannaðar Verulega athygli vekur að lánstími lánanna frá Íbúðalánasjóði er 50 ár. Til að njóta slíkra kjara þurfa félög að upp- fylla margvísleg skilyrði. Meðal annars verður félagið að hafa það sem langtímamark- mið að byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæð- is. Þá má félagið ekki vera rekið í hagnað- arskyni. Arðgreiðsl- ur eru bannaðar og aðeins er heimilt að nota þá fjármuni til vaxtar eða viðhalds félagsins eða til niðurgreiðslu lána. Ljóst er að félag Matthíasar, MPI ehf., uppfyllir þessi skilyrði fullkom- lega. Í stofngögnum félagsins kemur fram að tilgangur félagsins sé „að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis til lengri tíma. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni og að eðlilegur rekstrarafgang- ur verði notaður til vaxtar eða viðhalds félagsins eða til niðurgreiðslu lána.“ Um tíma innsti koppur í búri hjá Íbúðalánasjóði Ólíklegt verður þó að teljast að einstök samfélagsleg umhyggja ráði för hjá Matthíasi. Ef veðmálið gengur upp og fasteignamarkað- urinn í Eyjum tekur við sér, eins og ýmislegt bendir þegar til, þá getur hann alltaf selt fé- lagið til annarra fjárfesta eða leigufélaga. Matthías þekkir vel til hjá lánardrottni sínum, Íbúðalánasjóði. Hann var þar innsti koppur í búri þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður Eygló- ar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráð- herra, frá því í maí 2013 fram í janúar 2016 þegar hann færði sig um set til þess að aðstoða Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þá- verandi forsætisráðherra. Í störfum sínum kom hann að ýmiss konar endurskipulagn- ingu hjá stofnuninni. Til að mynda skrifaði Eygló und- ir reglugerðina, vegna lána til byggingar eða kaupa leiguíbúða, í nóvemberlok 2013. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.