Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 52
52 11. maí 2018eyjan D onald Trump Bandaríkja- forseti mun funda með Kim Jong-un, einræðis- herra í Norður-Kóreu, á næstunni. Ekki hefur enn verið upplýst hvenær eða hvar en það hlýtur að skýrast á næstunni. Til- efni fundarins er deilur Banda- ríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Kim Jong-un erfði völdin í Norður-Kóreu þegar faðir hans lést og er hann þriðji ættliðurinn til að stýra þessu ein- angraða ríki sem ógnar heimin- um með kjarnorkuvopnum og kúgar sveltandi almúgann. En hvernig verður ríki eins og Norður-Kórea til og af hverju þróaðist stjórnarfarið þar eins og það gerði? Leiðtogar Norður-Kóreu hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á að einangra landið frá umheim- inum. Þeir hafa náð að blinda þjóðina í gegnum tíðina þannig að einræðisstjórnin hefur getað styrkt stöðu sína og alræðisvöld. Að mestu er gert út á þá hugsun að umheimurinn allur sé á móti Norður-Kóreu og að eina leiðin til að tryggja tilvist ríkisins sé að eiga ógnarsterkan her. Út á þetta geng- ur stór hluti þeirrar innrætingar sem á sér stað í landinu. Norður-Kórea er einnig afurð langrar og blóðugrar sögu sem teygir sig langt aftur í tímann. Svo langt að ekki var þá sjáan- legt að Kóreu yrði skipt í tvö ríki. Stórveldin, þar á meðal Banda- ríkin, komu mikið við sögu þegar Norður- Kórea varð til og eiga því hlut að máli. Kóreuskaginn hefur lengi orðið fyrir áhrifum af valda- baráttu stórveldanna. Blóðug fortíð Kóreuskaginn liggur mitt á milli þriggja sögulegra stórvelda og það hefur sett sitt mark á landið. Fortíðin er blóðug og Kórea var oft átakasvæði. Sem dæmi má nefna að 1231 eru Mongólar sagðir hafa ráðist inn í Kóreu og þar með hófst stríð sem stóð í 39 ár og kostaði um 200.000 manns lífið. Á næstu öldum dróst Kórea oft inn í átök og deilur nærliggjandi stórvelda. Þrátt fyrir ótal innrás- ir, sérstaklega Japana og Kínverja, tókst Kóreu að halda velli sem þjóðríki. Öll þessi átök og deilur urðu til þess að Kórea einangraði sig frá umheiminum og frá því á sautjándu öld og fram á þá tuttug- ustu var landið nær einangrað. Í upphafi tuttugustu aldarinn- ar var Japan rísandi stórveldi og hafði mikinn áhuga á Kóreu og náttúruauðlindunum þar. Japanir lögðu Kóreu undir sig fyrir fram- an nefið á Kína og Rússlandi. 1919 gerðu Kóreubúar uppreisn gegn Japönum en sú uppreisn var bæld niður á grimmdarlegan hátt. Landsmenn voru neyddir til að taka upp japönsk nöfn, kóreska var bönnuð í skólum og öll kennsla var á japönsku. Í síðari heimsstyrj- öldinni hélt kúgunin áfram og um hálf millj- ón Kóreubúa var neydd til að vinna í japönsk- um verksmiðjum og taka þátt í bardögum. Allt að 200.000 konur voru neyddar til vændis og voru til reiðu fyrir jap- anska hermenn. Upphafið 1912 fæddist Kim Il-sung, afi Kim Jong-un. Japanir réðu þá lögum og lofum í Kóreu. Kim Il-sung ólst upp við að Japan væri óvinurinn. Hann fékk áhuga á kommúnisma og gekk til liðs við skæruliðahópa sem börðust gegn Japönum, þar á meðal hóp sem var stýrt af kín- verska kommúnistaflokknum. Hann komst til metorða og stýrði skæruhernaði í hernuminni Kóreu. Hann varð þó að flýja til Sovétríkjanna 1940 og varð liðs- foringi í Rauða hernum. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk höfðu Sovétríkin og Banda- ríkin herlið í Kóreu. Sovétríkin í norðurhlutanum og Bandaríkin í suðurhlutanum. Sovétmenn völdu Kim Il-sung sem fyrsta leið- toga norðurhlutans en Banda- ríkjamenn völdu and-komm- únistann Syngman Rhee sem forseta í suðurhlut- anum. 1950 braust Kóreu- stríðið út en 1953 var samið um vopnahlé sem enn stendur því aldrei hefur ver- ið samið um frið. Samið var um að landamæri ríkjanna yrðu þau sömu og þau voru fyrir stríð. En stríðið hafði kynnt vel undir fjandskap á milli suður- og norðurhlutans. Að stríði loknu byrjaði Kim Il- sung að byggja Norður-Kóreu upp eftir eigin höfði og lagði grunninn að einræðisríkinu eins og við þekkjum það í dag. Hægt og ör- ugglega losaði hann sig undan sovéskum og kínverskum áhrif- um og náði að viðhaldi jafnvægi í samskiptum við þessi tvö stór- veldi. Þannig náði hann að tryggja sjálfstæði Norður-Kóreu. Hann byggði upp eins flokks kerfið og kom á öfgakenndri persónudýrk- un. Til að forðast of mikil áhrif frá Sovétríkjunum og Kína var Juche- hugmyndafræðin þróuð en hún á rætur í kínverskum konfúsíus- isma og sovéskum stalínisma. Með þessu komst Kim Il- sung hjá því að halla sér of mikið að öðru hvoru stór- veldanna. Hann stýrði landinu með harðri hendi. Gagn- rýnendur voru teknir af lífi, herinn var byggður upp og persónudýrkunin var algjör. Kim Il Sung var næstum því guð í aug- um landsmanna. Þetta á enn við í dag um Kim Jong-un þar sem vægðarlaus áróður er rekinn þar sem hann er hafinn upp til skýjanna og nánast settur í guða- tölu. Treysti engum Kim Il-sung ákvað að koma sér upp kjarna- vopnum þar sem hann óttaðist Bandaríkin og treysti ekki Kínverjum eða Rússum. Hann vildi eingöngu treysta á sjálf- an sig. Allt snerist um að tryggja tilvist landsins og það gera kjarnorku- vopn. Þau senda einnig þau skilaboð til Kína og Rússlands að þau ráði ekki málum í Norður-Kóreu. Hvorki Kína né Sovétríkin vildu aðstoða við framleiðslu kjarnorkuvopna svo málin gengu hægt fyrir sig en bæði ríkin vildu aðstoða við þróun kjarnorku til friðsamlegra nota. 1952 var kjarn- orkustofnun Norður-Kóreu opn- uð. Þegar Kim Il-sung lést 1994 tók sonur hans, Kim Jong-il, við stjórnartaumum. Enn hafði ekki tekist að þróa kjarnorkuvopn. Hann hélt óbreyttri stefnu um að herinn gengi fyrir í öllu og viðhélt algjörri einangrun landsins frá umheiminum. Ekki var hvikað frá þessari stefnu þrátt fyrir miklar náttúruhamfarir og hungursneyð. Einræðisstjórnin telur að „að- eins“ nokkur hundruð þúsund landsmenn hafi soltið í hel en aðrar heimildir segja að um millj- ónir hafi verið að ræða. Í kringum aldamótin var stað- an í landinu alvarleg og Kim-fjöl- skyldan hafði áhyggjur af eigin til- vist sem og Norður-Kóreu. Kim Jong-il vissi að kjarnorkuvopn eru nauðsynleg til að hræða óvini og halda þeim fjarri. Nú var allt lagt undir til að þróa kjarnorkuvopn og almenningur var látinn svelta heilu hungri. 2006 tilkynntu stjórnvöld í Norður-Kóreu að þeim hefði tek- ist að sprengja kjarnorkusprengju og nú var landið orðið áttunda kjarnorkuveldi heims. Sérfræðingar telja að nú eigi Norður-Kórea nokkrar kjarn- orkusprengjur en óljóst er hvort langdrægar eldflaugar þeirra geti borið kjarnaodda. Það að eiga kjarnorkusprengjur hefur tryggt Norður-Kóreu viðræðum við um- heiminn sem getur ekki látið eins og ekkert sé. Kim Jong-un er með bestu spil- in eins og málin standa nú. Hann hefur engan áhuga á að til átaka komi og hvað þá til kjarnorku- stríðs því hann veit að það jafn- gildir sjáfsvígi. Hann vill tryggja stöðu sína við samninga- borðin hjá al- þjóðasam- félaginu og tryggja til- vist sína og Norður- Kóreu þar sem hann get- ur áfram farið sínu fram og níðst á þjóð sinni til að halda völdum um leið og rödd Norður- Kóreu heyr- ist á alþjóða- vettvangi. n n Af hverju þróaðist stjórnarfarið á þennan hátt? n Blóðug fortíð n Treystir engum Svona varð norður- Kórea KjarnorKuveldi Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Frá því á sautj- ándu öld og fram á þá tuttugustu var landið nær einangr- að. Þegar Kim Il Sung lést 1994 tók sonur hans, Kim Jong Il, við stjórnartaumum. Enn hafði ekki tekist að þróa kjarnorkuvopn. 1912 fæddist Kim Il Sung, afi Kim Jong-un. Japanir réðu þá lögum og lofum í Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.