Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 58
58 11. maí 2018fréttir L ýðræði er stórkostlega of- metið fyrirbæri að mati Svarthöfða. Skilvirkast væri að setja öll völd í hendurn- ar á öflugum leiðtoga sem kann að meðhöndla máttinn. Slíkur leiðtogi getur óáreittur lagt fram skýra framtíðarsýn, tekið skjót- ar ákvarðanir og komið hlutun- um í verk. Lýðræði er svo mik- il tímasóun. Spítali við Vífilsstaði væri fyrir löngu risinn, Vatnsmýr- in yrði orðinn leikvöllur hinna ríku og frægu og allir þeir sem vinna í svokölluðu „stjórnkerfi“ yrðu að fara að vinna við eitthvað sem gagn væri að. Við ættum að taka af skarið og útnefna Guðna Th. sem keisara. Mögulega er hann of hjartahreinn fyrir smekk Svarthöfða en það má lengi vona. Erfiðar ákvarðanir krefjast samviskuleysis. Sennilega eru þó Íslendingar of öfundsjúkir smáborgarar til að geta sætt sig við alvöru keisaraætt, jafnvel þó að Guðni væri ættfaðir- inn. Til vara stingur því Svarthöfði upp á að kjörnir fulltrúar verði ákveðnir með hlutkesti. Allt er betra en sá lýðræðis- farsi sem fram undan er í kom- andi sveitarstjórnarkosn- ingum. Það er nánast hver einasti vindbelgur í fram- boði og allt bendir til þess að kosningadagur renni upp án þess að nokkur kjós- andi muni ná að skyggnast almennilega inn í loforða- frumskóginn. Nógu flókið er að reyna að átta sig því hvort borg- arsjóður sé vel eða illa rek- inn þó að Albaníu-Valdi og Gunnar Waage séu ekki gjammandi fram í. Þetta er ótækt bull. Hvernig létum við þetta eiginlega gerast? Lýðræðisfarsi fram undan Svarthöfði Kveikjarinn var fund- inn upp áður en eldspýtur urðu til. Ef lagður væri saman massi allra maura í heiminum myndi hann skáka massa alls fólks á jörðu. Vissir þú að… Helmingur þeirra sem hafa náð 65 ára aldri í allri mannkyns- sögunni er enn á lífi í dag. Fullorðinn mannslíkami hefur á milli eitt til fjögur kíló af bakteríu samanlagt. Einn blýantur í meðalstærð nægir til að skrifa 61 kílómetra langt strik. Konur og karlar mega ekki borða saman á Vogi n Kynjaskipting á Vogi n Bannað að sitja saman á fyrirlestrum G ripið hefur verið til rót- tækra aðgerða á Vogi eftir að DV greindi frá að 16 ára stúlka hefði verið beitt kyn- ferðisofbeldi á sjúkrahúsinu sem sinnir áfengissjúklingum. Þá hef- ur sú breyting einnig verið gerð að konur og karlar mega nú ekki sitja saman til borðs í matsaln- um á Vogi. Sú breyting var gerð fyrir nokkrum mánuðum. Þá hafa ungmenni sérstök borð í matsaln- um. Í kjölfar fréttar DV hefur ver- ið skerpt enn frekar á reglum til að koma í veg fyrir samneyti ung- menna og fullorðinna. Einnig hef- ur konum og körlum verið meinað að sitja hlið við hlið í fyrirlestra- sal sjúkrahússins. Konur sitja nú hægra megin í salnum en karlar vinstra megin. Þá er það ekki rétt að ungmenna- deild hafi verið eða verði lokað eða standi til að taka ekki á móti ungu fólki í framtíðinni. Deildin er stundum uppnefnd Bangsadeildin en forsvarsmenn sjúkrahússins eru ekki hrifnir af nafngiftinni. Greint hefur verið frá í fréttum undanfar- ið að ungmennadeildinni yrði lok- að en hún er starfrækt í óbreyttri mynd. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við DV: „Það er misskilningur að deildinni hafi verið lokað. Heil- brigðisráðherra óskaði eftir því að við hættum að taka við krökkum yngri en 18 ára en deildin starfar óbreytt. Hvert á unglingurinn að fara? Þetta er langbesti staðurinn fyrir þau til þess að koma og vinna úr sínum málum. Vogur er stað- urinn sem tekur á þessum heil- brigðisvanda sem er sjúkdóm- ur fíknarinnar fyrir þennan aldur. Ég er mjög stoltur af ungmenna- deildinni og finnst glatað að það sé verið að uppnefna þessa deild Bangsadeild.“ Konur á lokuðum gangi Arnþór segir að kynjaskiptingin hafi í raun byrjað árið 1995 en kynjaskipting í matsal hafist fyrir nokkrum mánuðum. Telur Arn- þór að það hefði jafnvel mátt gera fyrr enda auðvelt í framkvæmd. Einungis þurfi að prenta út miða og leggja á borðin. Hefur kynja- skipting aukist á sjúkrahúsinu. „Nú eru allir meðferðarhópar kynjaskiptir, einnig svefngangar á neðri hæð þar sem konur eru á lokuðum gangi. Sameiginleg rými í fyrirlestrasal og í matsal eru kynjaskipt,“ segir Arnþór. Ófremdarástand Ófremdarástand hefur ríkt í meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í vikunni. Benti hún á að aðeins væru rek- in tvö meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu fyrir samtals rúmlega tíu einstaklinga. Þá eru á barna- og unglingageðdeild sex rými í neyðarvistun, þrjú stráka- pláss, tvö stúlknapláss og eitt svokallað gæsluvarðhalds- eða sérverkefnispláss og eru plássin hvort tveggja ætluð ungum fíkl- um sem og börnum og ungling- um með annars konar vanda.“ Vefmiðillinn Miðjan vitnaði í Helgu Völu sem sagði: „Á þessu ári einu hefur það gerst í rúm- lega 20 skipti að ekki hefur ver- ið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á neyðarvistun BUGL, þar af 15 sinnum bara í marsmánuði.“ Arnþór er staðráðinn í að halda áfram að taka á móti ungu fólki í meðferð. Neyðarástand sé í samfélaginu og staðan verði áfram óbreytt. Vogur mun taka á móti unglingum á öllum aldri. „Þetta er alveg framúrskarandi góð þjónusta sem er veitt þar. Frá- bært starfsfólk þar og besti að- búnaður. Allt þarna er „state of the art“, myndi ég segja. Annað er fráleitt.“ n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Glatað að það sé verið að uppnefna þessa deild Bangsadeild. Arnþór Jónsson Formaður SÁÁ. Lof & Last – Sanna Magdalena Fólkið úr Hinni Reykjavík sem fyllir framboðslista Sósíalistaflokksins fyrir kosningarnar og allt annað fátækt, valdalaust og kúgað fólk sem rís upp, neitar að beygja sig lengur og berst gegn kúgurum sínum. Eins og þjónustu- fulltrúarnir í Hörpu. Húrra fyrir þeim. Ef við stöndum saman getum við allt #valdiðtilfólksins Auðvaldið og þau sem ganga erinda þess. Hvað er aumara en að þjóna hinum ríku og valdamiklu? Á kostnað allra hinna. Ekkert fallegt við það, ekkert kjarkað og ekkert smart. Bara hallærislegt og ljótt. Ú á ykkur. Burt með auðvaldið! Þið hafið ráðið of lengi. Enginn saknar ykkar. Bless.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.