Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 44
44 menning 11. maí 2018 F yrstu helgina í maí var vöru- sýningin Superbooth haldin í Berlín, í stærstu ung- menna- og fjölskyldumið- stöð í Evrópu, FEZ Berlin. Sýn- ingin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu þar sem allt það nýjasta í heimi elektrónískra hljóðfæra er sýnt. Yfir tvö hundruð fyrirtæki taka þátt í sýningunni. Fólk frá öllum heimshornum flykkist til Berlínar ár hvert til að sækja sýninguna heim, en hún hefur skipað háan sess hjá raftón- listarmönnum og áhugafólki um raftónlist úti um allan heim. Þekkt- ir raftónlistarmenn og plötusnúð- ar innan geirans mæta og prófa það nýjasta sem er í boði. Haldn- ir voru 30 tónleikar á dag alla daga sýningarinnar ásamt fjölda nám- skeiða og fyrirlestra. Íslenska raf- tónlistarsveitin GusGus hélt eina tónleika á sýningunni. Guðni Einarsson fór á Super- booth og kynnti sér sýninguna og tók viðtal við forsvarsmenn ís- lenska frumkvöðlafyrirtækisins Genki Instruments. Upphafsmaður sýningarinnar er frumkvöðullinn og athafna- maðurinn Andreas Schneider, en hann rekur eina virtustu hljóð- gervlabúð í heiminum í dag, Schneidersladen. Schneider byrj- aði fyrst á því að kynna vörur frá litlum hljóðgervlaframleiðendum og með tímanum myndaði hann öflugt net fyrirtækja og smásala. Hann hjálpaði litlum fyrirtækjum að koma sér á framfæri með því að kynna þau fyrir stærri viðskipta- vinahópum með því að fara á vörusýningar líkt og NAMM í Kali- forníu. Verslunin sem hann rek- ur, Schneidersladen, gegnir þessu hlutverki enn í dag. Superbooth er hans eigin vörusýning. Stemningin á sýningunni var vægast sagt mögnuð þar sem nör- dismi og tækjafíkn er á háu stigi. Sérstaða Superbooth-sýningar- innar og það sem gerir hana frá- brugðna öðrum sambærilegum sýningum er áhersla á svokallaða einingahljóðgervla (e. modular synthesizer). Við fyrstu sýn lítur eininga- hljóðgervill út eins og gömul sím- stöð þar sem símtöl eru tengd saman með snúrum á skiptiborði. Hljóðgervillinn er settur saman úr mörgum mismunandi eining- um sem hafa mismunandi tilgang og virkni, tengdar saman með „patch“-snúrum. Með þessu móti getur hver og einn sett saman sinn eigin hljóðgervil, og um leið skap- að sinn eigin hljóm. Einingahljóð- gervlar hafa verið til í áratugi, en á síðustu árum hafa vinsældir þeirra vaxið gríðarlega innan raftónlist- arsenunnar. GusGus er ein fyrsta hljómsveitin hér á landi sem not- ar einingahljóðgervla í tónlistar- sköpun sinni og einkennist hljóð- heimur hljómsveitarinnar að hluta til af öflugum hljómi ein- ingahljóðgervlana. Á sýningunni var íslenska frumkvöðlafyrirtækið Genki Instruments. Fyrirtækið varð til þegar stofnendur þess, Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétars- son, voru í námi. Þeir voru að leita að lokaverkefni í rafmagnsverk- fræði og fóru að grufla í vanda- málum á skilum tækni og tónlist- ar. Þeir fóru með hugmyndir sínar í Startup Reykjavík sumarið 2015. Í framhaldinu töluðu þeir við raf- tónlistarfólk og reyndu að komast að því hvað það væri sem mætti fara betur í lifandi flutningi á tón- list þeirra. Flestir vildu losna við fartölvuna. Hvað varð til þess að þið ákváðuð að taka þátt í Super- booth? „Við ákváðum að nýta þann frá- bæra vettvang sem Superbooth er til þess að kynna nýja vöru sem við höfum verið með í smíðum undanfarið. Varan ber nafnið Wa- vefront og gerir Wave aðgengilegt fyrir tónlistarmenn sem kjósa að nota modular-hljóðgervla.“ Segið okkur aðeins frá Wave. „Wave er hringur sem gerir tón- listarfólki kleift að hafa áhrif á tón- listarsköpun og flutning í rauntíma með hreyfingum handarinnar. Wave nemur afstöðu handarinn- ar, snúning og slátt og gerir þannig tónlistarfólki kleift að stjórna hljóði, effektum eða senda skipanir á náttúrulegan og einfaldan máta. Hringurinn tengist með Bluetooth MIDI og getur þannig tengst við flestar tölvur og snjalltæki sem eru á markaðinum í dag.“ Fenguð þið góðar undirtektir á sýningunni? „Við fengum alveg ótrúlega góðar undirtektir frá tónlistar- fólki, fjölmiðlum og áhrifavöld- um innan senunnar, sem margir hverjir höfðu heyrt af okkur áður. Þó nokkrir vildu meira að segja kaupa vöruna á staðnum.“ Hvað fannst ykkur standa upp úr á sýningunni? „Það var alveg hrikalega skemmtilegt að taka þátt í sýn- ingunni og finna fyrir þeirri já- kvæðu athygli og áhuga sem við fengum frá sýningargestum. Persónulega þótti mér líka mjög gaman að hitta japanskt tónlistar- tæknifyrirtæki sem hefur mikinn áhuga á því að dreifa Wave og Wave front í Japan. Orðið Genki er einmitt dregið úr japönsku en ég var skiptinemi þar sem unglingur og sú reynsla hafði mikil mótun- aráhrif á mig,“ segir Ólafur Bjarki. n Nánari upplýsingar um sýninguna má finna á superbooth.com. Suberbooth í Berlín Stærsta tækjahátíð raftónlistarheimsins Guðni Einarsson gudnieinarsson@dv.is Námskeið fyrir börn og unglinga á Superbooth. Biggi Veira (GusGus) og Dieter Döpfer, eigandi Doepfer. Íslensku frumkvöðlarnir hjá Genki Instruments Andreas Schneider Stofnandi Super- booth og eigandi Schneidersladen. Raftónlistarmaðurinn Richard Devine var ánægður með Wave frá Genki Instruments.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.