Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 54
54 bleikt - ferðalög 11. maí 2018 Ú tvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er best þekktur, tók af- drifaríka ákvörðun í fyrra ásamt konu sinni og börnum, seldi allt sitt og flutti búferlum til Tener- ife. Þar unir fjölskyldan sér vel við leik, skóla og skyldustörf. „Ég flutti til Tenerife, Los Crist- ianos, vegna þess að ég ætlaði að stækka við mig heima á klakanum og sá þá að ef ég myndi gera það þá væru litlar líkur á að ég myndi nokkurn tímann prófa eitthvað svona. Næði kannski að klára lánið þegar ég væri 84 ára. Langaði ekki í þannig steypufangelsi. Þannig að við ákváðum að fara hingað til Tenerife, hér er opið allt árið og nóg að gera fyrir þá sem vilja vinna og njóta,“ segir Svali sem deilir sínum uppáhaldsstöðum í Los Christia- nos með lesendum DV. Svali segir einkenna íbúa eyjunn- ar hvað þeir eru lífsglaðir og afslapp- aðir. „Los Cristianos er upprunalega gamalt fiskiþorp, en í dag er minna um fiskerí og meira um túrista. Hér er þó angi af gamla bænum og þar er verulega gott að vera. Stutt í alla þjónustu og auðvitað á ströndina og fleira í þeim dúr. Það er einkennandi fyrir Kanaríbúann að hann er ekkert að stressa sig á hlutunum, lífsglaður og heldur fast utan um fjölskylduna og maður finnur mikið af því hér í Los Cristianos.“ Langar ekkert að flytja í bráð, hvorki á Tenerife né aftur heim Fjölskyldan býr ekki á ferðamann- stað og langar ekkert að flytja í bráð. „Ég bý þannig séð eins langt frá túrismanum og hægt er í Los Cristia- nos og það er frábær kostur. Gallinn gæti verið sá að það er dá- lítil traffík þar sem ég bý. Enn sem kom- ið er þá er ég ofsa- lega sáttur við þann stað sem við búum á. Langar ekkert sér- staklega að flytja neitt í augnablikinu. Gæti þó verið spennandi að búa í höfuð- borginni Santa Cruz, hver veit nema að maður endi þar ein- hvern tímann.“ Svala langar heldur ekkert að flytja heim aftur. „Ég er búinn að eiga góð 43 ár á klakanum og tími til að gera eitthvað annað. Langar ekkert að koma heim ef ég á að segja eins og er. En maður veit auðvitað ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Aðspurður hvert fjölskyldan fari út að borða, bæði hversdags og til hátíðabrigða svarar Svali að það fari bara eftir stuðinu í þeim. „En það er fjöldinn allur af veitinga- stöðum hér í kringum okkur og við erum enn að kynnast þeim öllum. En við förum kannski einu sinni til tvisvar í viku út að borða.“ Skiptin sem farið er fínt út að borða eru færri og ástæðan er einföld og eitt- hvað sem margir ættu að kann- ast við: „Sko, við erum með þrjú börn og ég viðurkenni það fús- lega að ég bara nenni ekki fínt út að borða með þeim ennþá. En ef við förum tvö þá höldum við mik- ið upp á Habibi sem er geggjaður líbanskur staður.“ Það er eitthvað heillandi við kaffihús og heimsókn á þau í Los Christianos er engin undantekn- ing: „Það er kaffihús í gamla bæn- um sem mér finnst frábært að setj- ast niður á og hlusta á karlana og konurnar spjalla á spænsku. Það er eitthvað svo heillandi. Tala hátt, hlægja mikið og virðast vera sátt við lífið og tilveruna.“ Næstum einn bíl per íbúa Á Tenerife eru bílarnir margir og umferðin mikil, enda geng- ur fjölskyldan mikið, auk þess að notast við einkabílinn. „Það er reyndar ekkert sérstakt að vera á bíl hér, lítið um bíla- stæði og mikil traffík. Við göng- um mikið en svo erum við með bíl sem við notum líka. Hér býr um ein miljón íbúa, á eyjunni, og mér skilst að hér séu um sjö hundruð þúsund bílar í umferð.“ Allar árstíðir hafa sinn sjarma Sumarið dettur inn í apríl á Tenerife, sem er eitthvað sem við Frónbúar, sem enn erum að bíða eftir vori, getum öfundað Svala af. „Hér er mjög gaman í febrúar, karnival af öllum gerð- um og svaka stuð. En svo er svo merkilegt að allar árstíðir hafa sinn sjarma. Hér er vetur frá des- ember og út febrúar. Þá er held- ur svalara á kvöldin, dettur í 15 til 16 gráður en dagurinn er fínn, um 22 gráður. Það snjóar uppi í fjöllum og maður hefur lent í því að fá ekki að komast leiðar sinn- ar uppi í fjöllum vegna snjóa. Sem er athyglisvert þegar maður keyr- ir úr 22 gráðum í -6 gráður uppi á Teide-sléttunni. Svo fer að vora í mars og möndlutrén að blómstra, gríðarlega falleg og maður finnur að það er farið að hitna á kvöldin. Svo dettur sumarið inn í apríl, sól og hiti alla daga. Hef bara vanist þessu býsna vel.“ Svali var ekki búinn að vera lengi á Tenerife þegar hann var far- inn að vinna fyrir VITA -ferðaskrif- stofu og fer hann með einstaklinga í alls kyns hreyfiferðir um alla eyj- una og segir hann hana stórkost- lega. „Hana þurfa allir að skoða sem koma hingað. Masca, Garachico, La Laguna, Santa Cruz, Píramídarnir í Guimar og margt fleira. Ég fer með fólk út um allt,“ segir Svali, sem segir Los Crist- ianos lítinn bæ og því sennilega mest gaman fyrir þá sem heim- sækja hann í fyrsta sinn að upplifa bara gamla bæinn. n Borgin mín: Los Christianos „Kanaríbúinn er lífsglaður og heldur utan um fjölskylduna Einn af þeim fjölmörgu íslensku hópum sem Svali hefur farið með í hjólaferðir um Tenerife. Svali og synirnir. Gleðilega páska Svali og frúin, Jóhanna Katrín Guðnadóttir, á páskadag. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is „Tala hátt, hlægja mikið og sátt við lífið og tilveruna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.