Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 14
14 11. maí 2018bleikt - kynlíf Húsgagnaval - Höfn í Hornafirði I Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Rúmföt & lök mikið úrval Sloppar fyrir bæði kyn Handklæði Mikið úrval Gerið gæða- og verðsamanburð Logi heldur framhjá með karlmönnum n Er Guðfinna of venjuleg í kynlífinu? n Hvað á Logi að gera? Hæ Ragga Það tók langan tíma að safna kjarki til að skrifa þetta bréf til þín. Erindið varðar mál sem fyllir mig skömm og kvíða. Ég er kannski tvíkynhneigð- ur en get ekki hugsað mér að horfast í augu við það. Síð- ustu fimmtán ár hef ég leyft mér af og til að hitta karlmenn og stunda með þeim kynlíf. Þegar það er afstaðið líður mér hræðilega illa – ég fer heim, reyni að haga mér eðlilega og gleyma þangað til þörfin kviknar aftur. Ég er í sambúð með konu, sem hefur varað í 20 ár. Hún veit ekkert. Ragga mér líður ógeðslega illa yfir þessu – hvað á ég að gera? Með kveðju, Logi Hæ Logi Málið snýst um að þú ert búinn að vera haldandi fram- hjá konunni þinni í einn og hálfan áratug. Þess vegna líð- ur þér illa. Kynhneigðin kemur málinu ekki við. Jú, ókei, það er örugglega glatað að vera heltekinn af skömm yfir kyn- hneigð öll þessi ár – en hættu fyrst að halda framhjá eða endaðu sambandið með kon- unni svo þú getir stungið getn- aðarlim þínum á þá staði sem þig langar. Margir lifa þannig lífi! Meira að segja innan sam- banda, því opin sambönd eru líka til! Eitt að lokum – ég ræð þér frá því að hrynja á hnén og játa allar syndir þínar fyrir konunni – það kann sjaldnast góðri lukku að stýra. Skömm- in er þín og úrvinnslan er þín, ekki dömpa þessu yfir á kon- una. Gangi þér vel, kæri vinur, Ragga Hæ Ragga Ég fylgist mikið með umræðu um kynlíf og sambönd í samfé- laginu, meðal annars með þínum skrifum. Mér finnst merkilegt og heillandi að uppgötva hvað fólk er að pæla og gera varðandi kynlíf, en á sama tíma hef ég orðið hugsi varðandi mitt eigið kynlíf. Ég er svo rosalega venjuleg. Ég er í sam- bandi, 49 ára gömul, stunda kynlíf að meðaltali tvisvar í viku án allra tækja, leikja eða hlutverka – í raun bara inni í rúmi og fíla það í botn. Sjálfsfróun stunda ég af og til, og ef ég kíki á klámefni er það yfirleitt kynlíf konu og karls í trúboðastell- ingu. Ég hef aldrei haldið framhjá, ekki maðurinn minn heldur (svo ég viti), og mig hefur aldrei lang- að í annan mann þessi 9 ár sem við höfum verið saman. Nú spyr ég – getur verið að ég sé of venjuleg? Er ég óvenjulega venjuleg? Er ég að missa af alls konar? Bestu kveðjur, Guðfinna Elsku venjulega Guðfinna Mælikvarðinn á gott kynlíf er að viðkomandi fái þarfir sínar upp- fylltar og upplifi ánægju. Mér sýnist á öllu að þú sért einmitt svo heppin að vera í þeirri stöðu. Kynlíf er svo magnað fyrirbæri. Öll (vel flest að minnsta kosti) höfum við grunnþörf fyrir kynlíf og nánd við aðrar manneskjur, en svo er fjölbreytnin í smekk, tján- ingu og virkni hér um bil óendan- leg. Samkvæmt tölfræði frá Kins- ey-kynlífsrannsóknastofnuninni frægu stunda aðeins 28% fólks yfir 45 ára kynlíf einu sinni í viku eða oftar – mörgum ætti því að finnast þú ansi virk og meirihátt- ar flippuð því þú horfir á klám af og til. Kinsey vitnar á heimasíðu stofnunarinnar í rannsókn frá 2006 þar sem aðeins 4% kvenna viðurkenna að hafa horft á klám- efni síðasta mánuðinn. Í nýrri rannsóknum eru tölurnar hærri – en konur eru þó mun líklegri en karlar til að halda klámnotkun sinni leyndri. Þannig að þín upplifun á því að vera voðalega venjuleg er algjör- lega út frá sjálfri þér. Það er ná- kvæmlega ekkert að því að njóta kynlífs í þeim mæli og á þann hátt sem þú segir frá í bréfinu. Ef þú hins vegar finnur fyrir forvitni eða löngun til að prófa eitthvað nýtt, hvet ég þig eindregið til að ræða það við manninn þinn og kanna hvort grundvöllur sé fyrir smá kynferðisflippi í sambandinu. Bestu kveðjur, Ragga Kynlífsorðabankinn Um nokkra hríð hefur ykkar einlæg safnað nýyrðum og orðskýringum sem tengjast kynlífi. Íslenska tungan er vissulega göfug og ljóma sveipuð, en á sama tíma ansi fátæk þegar kemur að orðum og hugtökum um kynlíf, kyn- hneigð sambönd og svoleiðis nokkuð. n Handrið – sjálfsfróun, óháð kyni. n Að fara suður – að veita munngælur. n Að fara afsíðis – að stunda sjálfs- fróun. n Tindermyndablinda – þegar einstaklingur skráir sig á Tinder og birtir óviðeigandi myndir – er ekki dómbær á eigin myndir. n Bróner – holdris karlmanns af völd- um karlkyns vinar. n Brómantík (e. bromance) – djúp vinátta eða ást milli tveggja gagnkyn- hneigðra karlmanna. n Kynlífsþynnka – tómleikatilfinning eftir ríkulega ástundun kynlífs. Oft hægt að koma í veg fyrir með samtölum og knúsi. n Skeggblinda – þegar skeggsækni einstaklings er á það háu stigi að annað í fari þess skeggjaða, svo sem persónuleiki, hættir að skipta máli. n Bjullur – brjóst á karlmanni. Hjá sumum karlmönnum safnast fita undir geirvörtur á bringunni svo úr verða brjóst. Fræðiheitið er „gynecomastia“. Stundum er orsökin truflun á horm- ónastarfsemi en í öðrum tilfellum er fitudreifingu líkamans um að kenna. n Rimma – sögnin að rimma vísar til þess þegar tunga er notuð í þeim tilgangi að örva endaþarmsop. n Tvípoka – þegar tveir smokkar eru settir á lim fyrir samfarir. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki talin fela í sér aukna vörn gegn þungun eða smiti sjúkdóma. n Loðtaco – píka. Tveir barmar, safa- ríkt innihald – og hár! n Kvensmokkur – sérstakur smokkur úr pólýúretan-plastefni sem notaður er til að klæða leggöng fyrir samfarir. Á báðum endum er stinnur hringur sem heldur smokknum á sínum stað. n Reðurteppa (e. cockblock) – prýðileg ís- lenskun á þessari sögn. Hér er átt við þegar einstaklingur kemur í veg fyrir möguleika á kynlífi þar sem karlmaður tekur þátt. n Skonsa – nýyrði yfir kynfæri kvenna. Komst fyrst í hámæli eftir fyrirsögn í frétt Morgunblaðsins. n Slölli – sleikur eða tungukoss. n Dráttarvél – titrari, kynlífsleikfang. n Búðingur – vottur af holdrisi hjá karlmanni. n Gæluvarðhald – kynlífsleikur þar sem aðili er bundinn og þiggur gælur í því ástandi. n Líkþrá (e. necrophilia) – þráin eftir því að hafa samræði við lík. n Samlóka – vísar til kvenna sem hafa átt sömu ástmennina, samanber kviðmágar sem lengi hefur verið notað um karlmenn sem hafa sængað með sömu konunni. n Argur – að vera argur þýddi áður fyrr að vera samkynhneigður karlmaður. n Handavinna – að nota hendurnar til örvunar kynfæra. n Mótorbátur – þegar andlit er sett milli brjósta, blásið og höfuð hrist á sama tíma. n Þjókall (e. booty call) – símtal, gjarnan seint um kvöld, þar sem boðið er til kynlífsstundar. n B-blettur – vísar til blöðruhálskirtils karlmanna. Hægt er að örva blöðruháls- kirtilinn gegnum endaþarm og magna þannig upp tilfinningu við fullnægingu. n Kynsæl/l – einhver sem stundar mikið kynlíf og nýtur kynferðislegra vinsælda. n Hnefaleikar (e. fisting) – það athæfi þegar hnefi er settur inn í líkamsop til kynferðislegrar örvunar. n Andlitsseta (e. face sitting) – þegar kona situr klofvega á andliti annarrar manneskju til dæmis þannig að snípur nemi við nef og leggöng við munn. n Saflát (e. female ejaculation/ squirting) – losun á vökva við full- nægingu hjá konu. Vökvinn kemur úr kirtilvef sem umlykur þvagrásina og er svipaður að samsetningu og vökvinn sem blöðruhálskirtill karlmanna framleiðir. Áhugasömum um málþróun, nýyrði og skilgreiningar má benda á vefinn Kynsegin frá ö til a – www.otila.is Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, Hamraborg 11. raggaeiriks@gmail.com www.raggaeiriks.com Logi minn, karlagirndin er ekki málið! Er Guðfinna of venjuleg í kynlífinu?„Er ég óvenjulega venjuleg? Er ég að missa af alls konar? „Ég er í sambúð með konu, sem hefur varað í 20 ár. Hún veit ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.