Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 6
6 11. maí 2018fréttir Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 SÓFADAGAR 25-60% AFSLÁTTUR Í slenskir feðgar, Stefán Árna- son Egilsson og synir hans, Stefán Árni og Donovan Tómas, sitja nú á bak við lás og slá í Minnesota-fylki í Bandaríkjun- um fyrir ýmis brot. Stefán eldri og Donovan eru vistaðir í sama fang- elsi. Fjölskylda þeirra heima á Ís- landi vonast til þess að vistin verði til þess að þeir nái að snúa lífi sínu við. „Við fáum afskaplega litlar frétt- ir af þeim og ég skil þetta ekki,“ segir Kristín Egilsdóttir, föðursyst- ir Stefáns eldri, sem býr í Hvera- gerði. Hafið þið áhyggjur af þeim? „Nei, alls ekki. Þeir eru áreiðan- lega betur settir þarna inni heldur en úti á götu. Þeir hafa verið í eit- urlyfjum og pluma sig ágætlega þarna inni.“ Framleiddi eiturlyf Stefán Árnason Egilsson er 51 árs gamall, fæddur 6. ágúst árið 1966, sonur hjónanna Árna og Dorette Egilsson. Stefán ólst upp á góðu menningarheimili í Los Angeles en villtist snemma af leið í lífinu og hóf feril glæpa og eiturlyfjaneyslu. Hann býr nú í Minnesota-fylki, í sjö þúsund manna bæ skammt frá Minneapolis sem nefnist New Prague. Kristín segir: „Stefán kom hingað til Íslands þegar hann var ungur maður og dvaldi í nokkurn tíma en hann var í bölvuðu rugli hér líka. Þetta var áður en hann kvæntist. Síðan eignaðist hann þrjú börn, dóttur og tvo syni, og báðir drengirnir hans hafa verið í fangelsi. Þannig að þetta er alveg skelfilegt mál, skelfilega dapurlegt.“ Kristín segir að Stefán eldri hafi margoft verð handtekinn fyrir ýmis leg brot. Flest smávægileg en ekki öll. „Einhvern tímann á þessum brotaferli var hann að búa sjálf- ur til eitthvert eiturefni, pillur eða sýrur, og hann var tekinn fyrir það. Þetta er löng brotasaga.“ New Prague er á mörk- um sýslanna Scott og La Sueur og í dag situr Stefán inni í Scott County Jail fyrir ítrekuð brot. Þann 31. mars var hann tekinn fyrir að gefa út falsaðan tékka, taka við þýfi, keyra án ökuskírteinis og hafa eiturlyf í sínum fórum. Þegar hann hóf afplánun sína þann 3. apríl og var að skipta um föt fannst plast- poki með hvítu dufti í fötunum hans sem reyndist vera metam- fetamín. Mun þetta brot bætast við dóm hans. Síðasti dómur sem Stefán fékk var í maí árið 2017 þegar hann var gómaður með marijúana í fórum sínum. Í október árið 2016 fékk hann dóm fyrir innbrot, þjófnað og fyrir að gefa út falsaðan tékka. „Ég mun kæfa þessa tík“ Börn Stefáns ólust upp á heim- ili sem einkenndist á eiturlyfja- neyslu og sífelldum brotum fjöl- skylduföðurins. Ekki leið á löngu áður en synirnir tveir, Stefán Árni og Donovan Tómas, hófu að feta sömu slóð. Kristín segir að systir þeirra hafi hins vegar náð að koma sér út úr ástandinu og sé í góðum höndum í dag. „Þeir voru komnir á götuna, hreinlega talað, og þetta var al- veg skelfilegt ástand. Stefán gerði foreldrum sínum lífið leitt. Auð- vitað höfðu þau áhyggjur af hon- um með drengina. Þó að þeir séu orðnir fullorðnir í dag þá voru þeir það ekki þegar ruglið byrjaði.“ Glæpaferill Stefáns Árna hófst 13. september árið 2011 þegar hann var aðeins átján ára gam- all. Þá var hann handtekinn fyrir óspektir á almannafæri og hafði sýnt af sér ofbeldisfulla og rudda- lega framkomu. Tvítugur eignaðist hann barn og stundaði við- skiptanám við tækni- háskóla í Rochester. Krist- ín segir að það ár hafi hann einnig heimsótt Ísland með ömmu sinni. En síðan fór allt í sama far neyslu og smábrota, svo sem fyrir ölvunarakstur í maí árið 2014 og að valda bílslysi í júní árið 2015. Þann 16. febrúar árið 2016 fékk hann svo þriggja ára fangelsis- dóm fyrir að hafa í sínum fórum sex grömm af eiturlyfjum, metam- fetamíni, heróíni og kókaíni. Var hann færður í ríkisfangelsið í Fari- bault og síðar Moose Lake. Donovan Tómas fékk sinn fyrsta þunga dóm árið 2016, þá nítján ára gamall, fyrir brot gagn- vart hjúkrunarkonu. Þann 28. janúar það ár kom Donovan á Mayo-sjúkrahúsið í Mankato, Minnesota, til aðhlynningar en veittist þá að hjúkrunarkonunni. „Ég mun kæfa þessa tík“, „Ég vona að hún deyi“ og „Það þarf að brjóta hauskúpuna á henni til að fjarlægja heimskuna“ voru um- mæli sem Donovan lét falla og var hann dæmdur fyrir ógnun og óspektir á almannafæri. Donovan losnaði úr fangelsi og hóf afplánun á áfangaheim- ili í desember árið 2017 og í mars lauk hann fjögurra mánaða eitur- lyfjameðferð. Þann 9. apríl var Íslenskir feðgar sitja saman Í fangelsi n Stefán Egilsson og tveir synir hans í fangelsi n „Þeir eru áreiðanlega betur settir þarna inni“ n Nasistaklíkur n Afi frægur kontrabassaleikari„ Við höfum ekki áhyggjur af þeim í dag og þetta virðist stefna í góða átt Kristinn Haukur Guðnason Auður Ösp Guðmundsdóttir kristinn@dv.is /audur@dv.is Stefán Árnason Egilsson Donovan Tómas Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.