Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 57
fólk 5711. maí 2018 Píratar – Greyjoy Hin svartklædda og brúna- þunga Greyjoy-ætt byggir völd sín á sjóránum. Sjó- ræningjar frá Járn- eyjunum hafa siglt upp öll fljót á megin- landinu og angrað þá sem þar búa líkt og Píratarnir með sínar rannsóknarnefndir og spurningaflóð. Miðflokkurinn – Clegane Það er öllum ljóst að Miðflokkurinn vill vinna með Sjálfstæðisflokkn- um líkt og Clegane-ættin sem ver Lannister fram í rauðan dauð- ann. Forsprakkar Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, minna óneitanlega á hina öflugu og miskunnarlausu Clegane-bræður, Vigdís á Hundinn og Sveinn á Fjallið. Þegar þau koma ríðandi í hlað er best að forða sér. KrúnuleiKar í reyKjavíK Samfylkingin – Stark Stark-ættin er góða fólkið, svo réttsýnt að áhorfendum verður flökurt. Þetta vamm- leysi og skortur á klókindum get- ur hins vegar orðið til þess að menn missi höfuðið eins og foringi þeirra Eddard fékk að kynnast. Samfylk- ingin verð- ur að læra að bíta frá sér ef hún ætl- ar að lifa af í hörð- um heimi. Spyrjið bara Oddnýju. Sjálfstæðisflokkurinn – Lannister Lannister-ættin er líkt og Sjálfstæðisflokkurinn erkitýpan af illsku þó að þar leynist einstaka grey með samvisku inni á milli. Þetta er ættin sem gerir hvað sem er fyrir völd og á nóg af skildingum til að láta óþægileg mál hverfa. Líkt og systkin- in Jaime og Cersei eru Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir óárennileg sem and- stæðingar en hver veit hvað fer fram bak við tjöldin? Vinstri græn – Martell Dorne, svæði Mart- el-ættarinnar, er himnaríki há- skólamennt- aðra um- hverfissósía- lista. Þar er fólk af öllum kyn- þáttum, konur eru áberandi og valdamiklar og æðsti valdhafinn, Doran prins, er fatlaður. Líkt og margir vinstri leiðtogar lifir Martell-ættin í sérstaklega miklum vellystingum í Vatnagörðunum. Viðreisn – Arryn Arryn er átaka- fælin ætt sem lokar sig af bak við hið Blóðuga hlið á meðan allar aðrar ættir berast á bana- spjótum. Þess í stað hugsar leiðtogi þeirra, Lysa Arryn, einungis um eigin ástamál á meðan hún gefur stálpuð- um syni sínum brjóst. Að loka aug- unum fyrir vandamálum borg- arinnar og ræða aðeins um þægileg málefni er list sem Þórdís Lóa Þórhalls- dótt- ir kann vel. Kvenna- hreyfingin – Targaryen Þegar þrælaborgin Yunkai var frelsuð hóp- uðust allir hinir nýfrelsuðu þrælar að Daenerys Targar- yen og hrópuðu „Mhysa! Mhysa!“ eða „Móðir! Móð- ir!“. Hér var kominn fram nýr leiðtogi sem hafði hin kvenlegu gildi gæskunnar og réttlætis- ins að leiðarljósi, móðir alls mannkyns. Sama gild- ir um Ólöfu Magnús- dóttur hjá Kvenna- hreyfingunni en hún á þó enga dreka til að fleyta henni inn í borgar- stjórn. Sósíalistaflokkurinn – Tully Tully-ættin ríkir á Fljótasvæðinu sem liggur mitt á milli flestra annarra svæða í Westeros. Í hvert skipti sem brjótast út átök lendir þessi hópur því undir. Húsin eru brennd ofan af fólki, öllu fé stolið og þaðan af verra. Líkt og Tully-ætt- in þarf Sósíalistaflokkurinn að berjast fyrir því að fá að vera til. Borgin mín Reykjavík – Bolton Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir vill svipta öll skólabörn snjallsímunum líkt og Ramsay Bolton vill svipta fólk húðinni. Ramsay kom einmitt fram á sjónarsviðið sem eitt mesta illmenni þáttanna um svipað leyti og Sveinbjörg beitti sér gegn moskubyggingu. Þræðir þeirra liggja saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.