Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Síða 57
fólk 5711. maí 2018 Píratar – Greyjoy Hin svartklædda og brúna- þunga Greyjoy-ætt byggir völd sín á sjóránum. Sjó- ræningjar frá Járn- eyjunum hafa siglt upp öll fljót á megin- landinu og angrað þá sem þar búa líkt og Píratarnir með sínar rannsóknarnefndir og spurningaflóð. Miðflokkurinn – Clegane Það er öllum ljóst að Miðflokkurinn vill vinna með Sjálfstæðisflokkn- um líkt og Clegane-ættin sem ver Lannister fram í rauðan dauð- ann. Forsprakkar Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, minna óneitanlega á hina öflugu og miskunnarlausu Clegane-bræður, Vigdís á Hundinn og Sveinn á Fjallið. Þegar þau koma ríðandi í hlað er best að forða sér. KrúnuleiKar í reyKjavíK Samfylkingin – Stark Stark-ættin er góða fólkið, svo réttsýnt að áhorfendum verður flökurt. Þetta vamm- leysi og skortur á klókindum get- ur hins vegar orðið til þess að menn missi höfuðið eins og foringi þeirra Eddard fékk að kynnast. Samfylk- ingin verð- ur að læra að bíta frá sér ef hún ætl- ar að lifa af í hörð- um heimi. Spyrjið bara Oddnýju. Sjálfstæðisflokkurinn – Lannister Lannister-ættin er líkt og Sjálfstæðisflokkurinn erkitýpan af illsku þó að þar leynist einstaka grey með samvisku inni á milli. Þetta er ættin sem gerir hvað sem er fyrir völd og á nóg af skildingum til að láta óþægileg mál hverfa. Líkt og systkin- in Jaime og Cersei eru Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir óárennileg sem and- stæðingar en hver veit hvað fer fram bak við tjöldin? Vinstri græn – Martell Dorne, svæði Mart- el-ættarinnar, er himnaríki há- skólamennt- aðra um- hverfissósía- lista. Þar er fólk af öllum kyn- þáttum, konur eru áberandi og valdamiklar og æðsti valdhafinn, Doran prins, er fatlaður. Líkt og margir vinstri leiðtogar lifir Martell-ættin í sérstaklega miklum vellystingum í Vatnagörðunum. Viðreisn – Arryn Arryn er átaka- fælin ætt sem lokar sig af bak við hið Blóðuga hlið á meðan allar aðrar ættir berast á bana- spjótum. Þess í stað hugsar leiðtogi þeirra, Lysa Arryn, einungis um eigin ástamál á meðan hún gefur stálpuð- um syni sínum brjóst. Að loka aug- unum fyrir vandamálum borg- arinnar og ræða aðeins um þægileg málefni er list sem Þórdís Lóa Þórhalls- dótt- ir kann vel. Kvenna- hreyfingin – Targaryen Þegar þrælaborgin Yunkai var frelsuð hóp- uðust allir hinir nýfrelsuðu þrælar að Daenerys Targar- yen og hrópuðu „Mhysa! Mhysa!“ eða „Móðir! Móð- ir!“. Hér var kominn fram nýr leiðtogi sem hafði hin kvenlegu gildi gæskunnar og réttlætis- ins að leiðarljósi, móðir alls mannkyns. Sama gild- ir um Ólöfu Magnús- dóttur hjá Kvenna- hreyfingunni en hún á þó enga dreka til að fleyta henni inn í borgar- stjórn. Sósíalistaflokkurinn – Tully Tully-ættin ríkir á Fljótasvæðinu sem liggur mitt á milli flestra annarra svæða í Westeros. Í hvert skipti sem brjótast út átök lendir þessi hópur því undir. Húsin eru brennd ofan af fólki, öllu fé stolið og þaðan af verra. Líkt og Tully-ætt- in þarf Sósíalistaflokkurinn að berjast fyrir því að fá að vera til. Borgin mín Reykjavík – Bolton Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir vill svipta öll skólabörn snjallsímunum líkt og Ramsay Bolton vill svipta fólk húðinni. Ramsay kom einmitt fram á sjónarsviðið sem eitt mesta illmenni þáttanna um svipað leyti og Sveinbjörg beitti sér gegn moskubyggingu. Þræðir þeirra liggja saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.