Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 37
11. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ
Sumir fá sér súkkulaði bara til að finna sætt bragð í munninum en þeim fer sífellt fjölgandi sem
vilja fá ríkulegri upplifun af súkkulað-
ismakki en það. Súkkulaðiframleiðsla
er í metnaðarfullri þróun hér á landi,
ekki síst hjá handverks-súkkulaði-
smiðjunni Omnom sem hefur unnið til
fjölda alþjóðlegra gæðaverðlauna.
Omnom hefur verið framarlega
í þróun á hvítu súkkulaði, sem vel
að merkja er ekki endilega hvítt í
útliti: „Hvítt súkkulaði er sérstakur
flokkur innan súkkulaðigeirans þar
sem yfirleitt er notast við kakósmjör,
mjólkurduft og sykur, oftar en ekki
bragðbætt með með vanillu. Hvíta
súkkulaðið sem við höfum verið að
gera í gegnum tíðina er frábrugðið
hefðbundnu súkkulaði að því leyti að
við notum kakósmjörið sjálft en ekki
nibburnar eða massann, og því kem-
ur ekki þetta hefðbundna súkkulaði-
bragð heldur fremur súkkulaði-
áferðin,“ segir Kjartan Gíslason, einn
stofnenda Omnom.
Af hvítu súkkulaði frá Omnom
hingað til eru frægustu tegundirnar
líklega lakkríssúkkulaði þar sem not-
ast er við lakkrísrót, og kaffisúkkulað-
ið sem er með kaffibaun. Núna er
Omnom búið að setja á markaðinn
afar óvenjulega afurð sem veitir mjög
sérstæða og eftirminnilega upplifun:
Black N’ Burnt Barley.
„Þetta varð til upp úr tilraunum
okkar með hvítt súkkulaði sem átti að
hafa maltkeim og þess vegna notuð-
um við ristað maltduft. Bruggverk-
smiðjan Ölvisholt hefur oft verið með
súkkulaði-pörunarkvöld með okkur
og þeir eru með brennt maltað bygg.
Sú hugmynd varð til að prófa að setja
það saman við þessa blöndu sem var
langt komin hjá okkur.“
Brennda maltbyggið fór með
bragðblönduna á alveg nýjar slóðir,
bragðið er svo óvenjulegt að Om-
nom gaf sér lengri tíma en ella til að
prófa vöruna áður en hún var sett
á markað. Viðbrögðin hjá þeim sem
hafa smakkað hafa hins vegar verið
á þann veg að það er ekki lengur
eftir neinu að bíða og núna er Black
N’ Burnt Barley komið í verslanir. „Ég
hef aldrei bragðað neitt þessu líkt,“
hefur verið algengt viðkvæði hjá þeim
sem hafa gætt sér á vörunni. Hvað er
það sem gerir þetta súkkulaði svona
sérstakt?
„Fyrir utan brennda maltbyggið
og annað áðurnefnt sem komið var
í blönduna hjá okkur þá notum við
salt frá Saltverki. Þeir eru að fram-
leiða hraunsalt með viðarkolasvertu,
sem er náttúrulegt litarefni og er
mikið notað í matvælaframleiðslu,
en hún gefur léttan svartan lit – ýkir
svertuna. Við notum síðan bygg frá
Móður Jörð í Vallarnesi. Við poppum
Stjörnupopp og stráum yfir súkkulað-
ið. Þannig verður til skemmtileg, stökk
áferð,“ segir Kjartan.
Black N’ Burnt Barley er selt í
verslunum Hagkaupa, Melabúðinni,
Vínberinu við Laugaveg og ýmsum
öðrum verslunum – að ógleymdri
súkkulaðiverslun Omnom að Hólma-
slóð 4.
Sjá nánar á
omnomchocolate.com.
Mæðradagurinn
„Ég hef aldrei
bragðað neitt þessu líkt“
NýJA SúKKuLAðið Frá OMNOM er MÖGNuð uppLiFuN: