Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 4
4 fólk 11. maí 2018 Bjarney er sólin í lífi MánaÍ sumarbyrjun hefur ástin bankað upp á hjá nokkrum pörum, sum sem eru að hefja kynni og önnur sem eru að festa heitin fyrir hvort öðru, vinum og vandamönnum. Þessir einstaklingar eru þar á meðal. DV óskar pörunum innilega til hamingju með ástina og hvort annað. ragna@dv.is Útvarpsmaðurinn beinskeytti Máni Pétursson, annar Harmageddon- bræðra, og Bjarney Björnsdóttir giftu sig með pomp og prakt síðast- liðinn miðvikudag. Davíð Þór Jóns- son gifti parið með gleði og glans í Hlégarði og á eftir var dansað fram á rauða nótt. Parið notaði skemmti- legt myllumerki sem gestir gátu merkt myndir sínar undir: #bjani. Rétt er þó að taka fram að orðið á alls ekki við um parið, enda bæði ríkum kostum gædd. Sölvi Tryggva genginn út?: Kósíkvöld með Guðrúnu Fátt vakti meiri athygli í vikunni sem leið en áhrifaríkt viðtal Sölva Tryggvasonar við Guð- rúnu Dögg Rúnarsdóttur. Viðtalið, sem birtist í Frétta- blaðinu, fjallaði um alvarlegt of- beldi sem fegurðardrottningin varð fyrir af hálfu kærasta síns sem leiddi til þess að hún þurfti að flýja land um tíma. Það tók Guðrúnu Dögg sex ár að vinna sig úr afleiðingum ofbeldisins og meðal annars átti hún erfitt með að fara út úr húsi í heima- bæ sínum Akranesi. Guðrún Dögg hefur unnið vel úr sinni reynslu og ekki skemmir fyr- ir að vinnsla viðtalsins virðist hafa tendrað ástarbál hjá henni og Sölva. Skömmu eftir að við- talið birtist birti Guðrún Dögg meðfylgjandi mynd af fjölmiðla- manninum og sagði að „kósý- kvöld“ væri framundan. Marín Manda flýgur á vængjum ástarinnar Marín Manda Magnúsdóttir, flugfreyja hjá WOW air, er virk og vinsæl á sam- félagsmiðlinum Instagram. Á dögun- um brá hún sér til Pittsburg, eins af áfanga- stöðum WOW air í Banda- ríkjunum, og frumsýndi nýj- an kærasta í leiðinni. Sá heppni heitir Hannes Frímann Hrólfsson og hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann starfar í dag sem fram- kvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka. Fjölnir Þorgeirsson undirbýr sumarbrúðkaup Hestamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson er nú staddur ásamt kærustu sinni, Mar- gréti Magnúsdóttur, skrif- stofustjóra RÚV, og vinafólki í slökunarferð á La Marina. Tíminn í sólarlöndum er notaður í kjólamátun þar sem Fjölnir og Margrét undirbúa nú brúðkaup sitt. Ekki er vitað hvenær stóri dagurinn er, en parið hefur verið saman í rúmt ár. Þau opinberuðu samband sitt á árshátíð RÚV í febrúar í fyrra. Kærastan fylgdi Ara til Lissabon Ari Ólafsson var okkar fulltrúi í Eurovision þetta árið og þó að margir hafi haft skoðun á ágæti lagsins og hvort það ætti erindi í keppn- ina eða ekki, þá geta flestir verið sammála um að Ari var glæsileg- ur fulltrúi þjóðarinnar og skilaði sínu framlagi með glæsibrag. Á meðal þeirra sem fylgdu Ara í þetta stærsta ævintýri lífs hans til þessa, var kærastan. Hin heppna heit- ir Sigurbjörg María Kristjáns- dóttir og verður hún tvítug á árinu. Í Facebook- færslu eft- ir undanúrslitakvöldið síðast- liðinn þriðjudag, þar sem ljóst var að Ísland kæmist ekki upp úr undankeppni þetta árið, skrifar Sigurbjörg: „Hann Ari minn hefur stað- ið sig svo ótrúlega vel síðustu mánuði. Allt sem hann hefur tekið sér fyrir hendur hefur hann gert frábærlega og ég er alltaf jafn stolt af honum. Í gær sat ég í höllinni og hlustaði á hann flytja lagið og það eina sem ég gat hugsað var: „Vá, hann gjörsamlega negldi þetta.“ Það hefur verið algjört ævintýri að fylgjast með Eurovision-ferl- inu hans og sjá hvað hann hefur þroskast sem söngvari. Hann stóð sig svo vel í gær og ég gæti ekki verið stoltari af honum Ara mínum. Ari ég elska þig.Takk kæru vinir fyrir allan stuðn- inginn.“ Fræga Fólkið og örvar amors Ari og Sigurbjörg María hittu leikarann Will Ferrell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.