Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 56
56 fólk 11. maí 2018
Alþýðufylkingin
– Baelish
Baelish-ætt-
in er svo lítil
að hún virðist
aðeins vera
einn mað-
ur, Litli fing-
ur. Eða Albaníu
Valdi. Þetta er klók-
asti maðurinn í landinu og allir
vita að hann spilar langan leik. Að
lokum mun hann enda á
hásætinu en
hvernig
hann ger-
ir það er
okkur
ráðgáta.
Ekki líta
af Albaníu
Valda í
eina sek-
úndu.
KrúnuleiKar í reyKjavíK
Framsóknarflokkurinn – Tyrell
Tyrell-ættin stýrir víðáttumiklu
landbúnaðarhéraði og á glás
af peningum. Líkt og Fram-
sóknarmenn hafa Tyrell-lið-
ar ávallt reynt að koma sér
í mjúkinn hjá þeim sem
situr á krúnunni. Fram-
sókn tókst með klókind-
um að komast í borgar-
stjórn árið 2014 líkt og
þegar Olenna kom barna-
barni sínu í konungsdyngj-
una. En Ingvar Mar virðist
jafn ráðalaus og sonur hennar
Mace.
Björt framtíð –
Baratheon
Baratheon var eitt sinn
ein mesta valdaætt
Westeros og hinn brún-
skeggjaði leiðtogi þeirra
Robert sat í hásætinu.
Það sama mætti segja
um Bjarta framtíð sem var
í ríkis stjórn og í meirihluta í
þremur stærstu sveitarfélögunum.
En nú eru Robert og allir bræður
hans dauðir, og allir afkomendur
þeirra líka.
Karlalistinn – Næturvaktin
„Ég skal engri konu giftast og vera engu barni faðir. Ég er sverðið í
myrkrinu,“ segir í eiðstaf Næturvaktarinnar. Á Veggnum mikla hírast
aðeins karlar, einangraðir í myrkri og kulda, bitrir yfir þeim litla
stuðningi sem þeir fá.
Íslenska
þjóðfylk-
ingin –
Hvítgenglarnir
Það er kannski ofsögum sagt
að það stafi jafn mikil hætta af
Íslensku þjóðfylkingunni og
Hvítgenglunum. En ef flokk-
urinn nær að sanka að sér
jafn miklum fjölda af
heila- og tilfinninga-
lausum uppvakning-
um og Hvítgenglarnir
gera, þá getur hann
lagt heilu byggðar-
lögin í rúst.
Frelsis-
flokkurinn
– Frey
Framboðsfund-
ur Frelsisflokks-
ins við Ráðhús
Reykjavíkur var vendipunktur í kosningabaráttunni líkt og
Brúðkaupið rauða var í Krúnuleikum. Þar mundaði Gunn-
laugur Ingvarsson drullusokk fyrir framan hátt í tíu manns
með sigurbros á vör. Minnti þetta óneitanlega á glott Wald-
ers Frey þegar hann hafði látið slátra allri fylkingu Stark-ætt-
arinnar og drottningin sjálf lá kviðrist á gólfinu.
Höfuðborgarlistinn – Spörvarnir
Það veit enginn hvernig Spörvarnir urðu til.
Enginn bað um þá en allt í einu voru þeir
mættir og farnir að skipta sér af öllu. Trúar-
regla sem virtist nærast á því að vera erfið við
alla og rífa kjaft. Hinar ættirnir lærðu að það
þýðir ekki að tipla á tánum í kringum
Spörvana, ítrustu meðala var þörf.
Flokkur fólksins –
Fylgjendur R´hllor
Flokkur fólksins boðar trú líkt og fylgjend-
ur R´hllor, guðs ljóssins. Mantra flokks-
ins snýst um fátæk börn og öryrkja og
allir sem gagnrýna eru
haldnir „illsku“
sem þarf að upp-
ræta. Vonandi
tekur hvíta
konan Kolbrún
Baldursdóttir
ekki upp á því
að brenna fólk á
báli líkt og rauða
konan Melisandre.
Sextán flokkar bjóða fram krafta sína til að sitja í
borgarstjórn Reykjavíkur í vor fyrir kosningarnar sem
fram fara 26. maí. Kosningabaráttan er þegar orðin hörð
og á aðeins eftir að harðna þegar nær dregur enda eygja
margir þá von að ná fjögurra prósenta þröskuldinum til
þess að fá mann kjörinn. DV reiknar með að ástandið
verði líkt og í Krúnuleikum Georges R.R. Martin og fann
samsvörun í helstu valdaættunum þar.
n Hver mun standa uppi
sem sigurvegari?