Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 28
 11. maí 2018KYNNINGARBLAÐSumarið Söguferð um safnaflóruna, áhugaverð og merk saga Á Eyrarbakka er safnaflóra þar sem boðið er upp á nokkur fróðleg og merk söfn og fræð- ast má um sögu og daglegt líf fólks á fyrri tímum. Söfnin eru opin alla daga frá 1. maí til 30. september og því tilvalið að gera sér ferð á Eyrarbakka og líta á söfnin og kynna sér söguna. Húsið: Þar er sögð saga þessa merka húss sem byggt var árið 1765 og er í hópi elstu húsa á Íslandi. Það var kaupmannssetur frá upphafi til ársins 1927 þegar Eyrarbakki var verslunarstaður Sunnlendinga. Hægt er að skoða þessa merku byggingu hátt og lágt og er sagan við hvert fót- spor. Í borðstofunni eru sérsýningar safnsins haldnar. Í viðbyggingunni, Assistentahúsinu, eru valdir þættir úr sögu héraðsins kynntir gestum og má þar meðal annars sjá nýlega sýningu um Vesturheimsferðir. Fyrir norðan Assistentahúsið er Eggjaskúrinn með áhugaverðri náttúrusýningu. Kirkjubær: Kirkjubær er lítið báru- járnsklætt timburhús sem byggt var 1920 og var upphaflega heimili almúgafólks og sumarhús síðustu áratugina. Kirkjubær er nýjasta við- bótin við safnaflóruna á Eyrarbakka og þar er mjög áhugaverð sýning sem nefnist Draumur aldamótabarnsins og segir frá alþýðufólki á tímabilinu 1920 til 1940. Sjón er sögu ríkari. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka: Þar segir frá sjómennsku, handverksfólki og félagslífi Eyrbekkinga á tímabil- inu 1850 til 1950. Stærsti og merk- asti gripurinn á sjóminjasafninu er áraskipið Farsæll sem smíðað var á Eyrarbakka árið 1915 af Steini Guð- mundssyni, afkastamiklum skipasmið. Í eigu Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka er beitningaskúr sem stendur við að- algötuna og er hann opinn fyrir hópa eftir samkomulagi. Sumarsýningin Marþræðir tileinkuð fullveldisárinu Þann 4. maí síðastliðinn var opnuð sumarsýning Byggðasafns Árnes- inga, Marþræðir, en hún er tileinkuð fullveldisárinu 1918 með nýstárlegu móti. Listamaðurinn Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýnir okkur fullveld- isárið þar sem sjávargróður og önnur náttúra fyllir rýmið og listaverk hennar samtvinnast safneign og sýna okkur söguna á frumlegan hátt. Fjörunytjar eru mikilvægasti þráður sýningarinnar og hráefni eins og sjávargróður ásamt ullinni vísa í bjargræði fólks þegar illa áraði. Sýningin er opin á sama tíma og safnið allt og stendur til 30. september. Opnunartími allra safna er kl. 11–18 alla daga til 3. september næstkom- andi. Á veturna er opnað fyrir hópa eftir samkomulagi. Aðgangseyrir er 1.000 kr., en 800 kr. fyrir hvern í hóp ef 10 og fleiri. Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni husid.com, netfanginu husid@husid.com og í símum 483- 1504, 483-1082 og hjá safnstjóra, Lýði Pálssyni, 891-7766. Skólahópur í Sjóminjasafninu. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Lýður Pálsson safnstjóri. Húsið á sumardegi. EyrArBAKKi: Fyrirtækið Eldhestar rekur meðal annars fallegt og huggulegt sveitahótel á jörðinni Völlum í Ölfusi. Þar er frábær funda- og ráð- stefnuaðstaða, veitingastaður, heitir pottar – auk þess sem hestaleiga er á staðnum sem býður upp á hestaferð- ir. Umhverfið er afar fallegt þar sem fjallahringurinn í Ölfusi gleður augun og sálina. Hér ríkir friðsæld og sveita- kyrrð sem gott er bæði að hvílast í og vinna í hóp að krefjandi verkefnum. Hótelreksturinn hefur þróast út frá hestaleigu en Eldhestar hófu fyrst rekstur sem hestaleiga árið 1986. Síðan hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt en tímamót urðu þegar hún fluttist á jörðina Velli: „Þetta var árið 1996 og upp frá þessu fór- um við að hafa hestaleig- una opna allt árið í stað þess að vera bara með opið yfir sumartímann,“ segir Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Eldhesta. Meðfram hestaleigunni tók uppbygging gistingar að þróast hjá fyrirtækinu en gistingin opnaði á fjöl- breyttari möguleika hvað varðar lengri hestaferðir. Árið 2001 var tekin ákvörðun um að reisa Eldhestar Hótel og það var opnað árið 2002. „Við höfum lagt aukna áherslu á hestaferðir og tengt þannig saman hótelið, veitingarekstur og hestaleigu. Við höfum það síðan fram yfir ýmsa aðra aðila í þessum geira að við höfum yfir mjög mörgum hrossum að ráða sem gerir okkur kleift að þjónusta mjög stóra hópa jafn- framt því sem við sinnum litlum hópum mikið og vel,“ segir Hróðmar. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni eldhestar.is og á Face- book-síðunni www.facebook.com/ Eldhestar/. Einnig er gott að hringja í síma 480-4800 til að fá upplýsingar um gistimöguleika og fleira. Hér er sannarlega um áhugaverðan kost að ræða sem fyrirtæki og aðrir hópar ættu að kynna sér. ELDHEStAr HótEL OG HEStALEiGA: Frábær kostur fyrir ráðstefnur og aðrar fyrirtækjasamkomur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.