Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 23
fólk - viðtal 2311. maí 2018 afa hennar að taka hit­ ann og þungann af um­ önnun barnsins fyrsta árið. Það hafi ekki verið neinn hægðarleikur því afi Natalie var blindur og einhentur eftir alvarlegt slys sem hann lenti í þegar hann var tíu ára gamall. „Amma og afi kynntust í gegnum Blindrafélagið. Móðurbróðir minn var í Blindar­ skólanum og afi vann hjá Blindra­ félaginu. Amma var einstæð móð­ ir með tvö börn, móður mína og bróður hennar, þegar þau kynntu­ st. Þau höfðu verið lengi gift þegar ég kom til sögunnar,“ segir Natalie. Hún segir að mikil sorg hafi ríkt á heimilinu en að lítið barn hafi gert það að verkum að amma hennar og afi hefðu þurft að halda dampi. „Jarðarför Þorvalds Helga og eins árs afmæli mitt voru með mánaðar millibili. Þetta var ótrú­ lega mikil sorg og erfið reynsla en mitt í öllu því ferli þurftu þau að annast mig, hágrátandi ungbarn sem þjáðist af ónotum í maga og sárum eyrnaverkjum. Ég á stund­ um erfitt að ímynda mér hversu erfiður þessi tími hefur verið fyrir ömmu mína og afa. Lífið varð að halda áfram og þau stóðu sig mjög vel,“ segir Natalie. Stráði glimmeri yfir sárin Að sögn Natalie reyndi amma hennar að láta þessar sérstöku að­ stæður vera sem eðlilegastar. Til dæmis reyndi hún að halda ein­ hverjum samskiptum milli barna­ barnsins og dóttur sinnar. „Ég var í mjög sérstöku símasambandi við foreldra mína fyrstu árin. Ég fékk símtöl og á afmælisdögum og há­ tíðardögum með löngu millibili,“ segir hún. Aðspurð hvernig sambandið hafi verið milli móður hennar og ömmu segir Natalie að það hafi aldrei verið rætt. „Ég er ekki með allar upplýsingar um hvernig þetta æxlaðist allt saman. Amma var bara að reyna að gera gott úr þessu og hafa alla ánægða svona eins og týpísk íslensk húsmóðir á þessum tíma. Það var ekkert rætt, bara reynt að strá glimmeri yfir sárin.“ Þegar Natalie varð aðeins eldri þá segist hún hafa upplifað erfið­ ar tilfinningar vegna afskiptaleys­ is foreldra sinna.  „Ég tók þetta mjög nærri mér. Ég upplifði mikla höfnun og þessi fáu skipti sem við hittumst ýfðu upp þau sár,“ seg­ ir Natalie. Þá hafi húðlitur hennar og útlit gert að verkum að krakk­ ar gerðu aðsúg að henni. „Ég varð fyrir miklu áreiti þegar ég var barn. Það var endalaust verið að segja mér að ég ætti ekki heima hér og ég ætti að fara. Fara eitthvert ann­ að, fara heim. Ég skyldi sjálf eigin­ lega ekki af hverju ég væri á Ís­ landi, en hvert átti ég að fara?“ Á Sjöunda dags aðventistum mikið að þakka Natalie, sem verður 38 ára í sumar, hóf nám í Ísaksskóla sem barn og fór svo í Austurbæjarskóla sem var hennar hverfisskóli.  „Ég gat bara verið eitt ár þar af því ég varð fyr­ ir svo miklu einelti. Í kjölfarið var ég send í skóla Sjöunda dags að­ ventista, Suðurhlíðaskóla.   Þá var hann nýstofnaður og þar átti ég yndislega tíma. Ég upplifði þeirra trú ekki sem eitthvað öfgafulla. Hún er ótrúlega kærleiksrík og ég á aðventistum mikið að þakka, þetta er ótrúlega gott fólk. Þeir eru ekki að ganga í hús. Þeir eru bara þarna og eru ekki að þröngva neinu upp á neinn.“ Eftir frábær ár í Suðurhlíða­ skóla þá tók hún tvö síðustu árin í Hagaskóla og fór síðan í Kvenna­ skólann. Á báðum stöðum leið henni vel og eignaðist fjölmarga vini sem hún er enn í sambandi við. Á menntaskólaárunum byrj­ aði hún að þeyta skífum og kom fyrst fram opinberlega um tvítugt. Stofnaði hljómsveit með afa sínum „Tónlist hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu, hún hefur ver­ ið mitt athvarf. Alltaf þegar eitthvað bját­ aði á og aðstæður urðu óbærilegar þá gat ég leitað í tónlistina,“ seg­ ir Natalie. Hún segir að afi hennar hafi leik­ ið stórt hlutverk í að kynna þennan heim fyrir henni. „Hann var flinkur tónlistarmaður og þegar ég var sjö ára þá stofnuðum við saman hljómsveit. Þetta var dúett og við kölluð­ um okkur Dúóbandið. Ég var á trommum en afi spilaði á harmoniku, einhentur og blindur,“ segir hún kímin. Það lá þó ekki fyrir Natalie að slá í gegn með þjóðlagatónlist. „Ég heillaðist af danstónlist og byrjaði að sanka að mér plötum og nauðsyn­ legum tækjabúnaði. Ég hafði mikinn áhuga á því hvernig lög „mixuð­ ust“ saman og ég byrjaði að vinna með ákveðinn hljóðheim mjög snemma,“ segir hún. Hætti að drekka í kjölfar veikinda Natalie varð mjög fljótlega vin­ sæll plötusnúður og hefur æ síðan haft nóg að gera á þeim vettvangi. Einn óhjákvæmilegur fylgifiskur skemmtanalífsins er neysla áfeng­ is og Natalie þurfti að taka slaginn við Bakkus. „Ég var með mikið af beygl­ uðum hugmyndum um líf­ ið og tilveruna eftir æskuárin. Síðan kynnist maður áfengi og þá deyfir það allt kerfið og skap­ ar tímabundna vellíðan. Fyrst um sinn fannst mér áfengið algjör lífs­ björg og tók neysluna föstum tök­ um,“ segir hún. Fljótlega hafi þó áfengið farið að vinna gegn henni en þrátt fyrir það hafi það tekið hana mörg ár að átta sig á því að áfengið myndi ekki leysa neina vandamál. „Ég vildi óska þess að ég hefði fengið þau skilaboð fyrr á lífsleiðinni að það eru til aðrar og betri leiðir til að vinna úr hlutun­ um en með áfengi.“ Í starfi sínu verður Natalie vör við mikla áfengis­ og vímu­ efnaneyslu og hún segir að sárs­ auki sé rauði þráðurinn.  „Ég sé alltaf ótrúlega mikinn sársauka. Þetta er oft í raun og veru afleiðing en ekki orsök af einhverju stórkost­ legu sári og vanlíðan sem er verið að deyfa. Svo er áfengi þannig að ef þú ferð að drekka mikið af því, þá ánetjastu því og þá ertu komin í eitthvert hyldýpi sem er mjög erfitt er að komast upp úr.“ Fyrir ári tók hún þá ákvörðun að nóg væri komið og að hún myndi aldrei aftur drekka. Hún var komin með nóg af þessum lífsstíl en veik­ indi hennar og ömmu hennar hafi opnað augu hennar. „Það gerðist bara eitthvað hjá mér. Ég var búin að vera svo lengi að rekast á sömu veggina að ég hugsaði með mér að þetta væri orðið gott. Núna er kominn tími til að takast á við þessa erfiðleika og gera það heilshugar og vera svo­ lítið fullorðin í því. Það var bara ákvörðun tekin, og ég er sem bet­ ur fer með gott fólk í kringum mig sem hjálpaði mér takast á við þetta.“ Með tvö æxli í maganum  „Ég byrjaði að finna fyrir miklum magaverkjum og fór upp á spítala. Ég var sett í einhverjar rannsókn­ ir sem skiluðu engum árangri og mér var sagt að það amaði ekkert að mér. Á þessum tíma var sárs­ aukinn nánast orðinn óbærileg­ ur. Ég neitaði því að gefast upp og krafðist þess að ég yrði rannsök­ uð betur. Í kjölfarið var ég sett í myndatöku og þá kom í ljós að ég var með tvö æxli í maganum sem höfðu sennilega verið til staðar í mörg ár. Annað var orðið mjög stórt,“ segir Natalie. Hún segir að um mikið áfall hafi verið að ræða en ekki síð­ ur hafi hún orðið fyrir vonbrigð­ um með íslenskt heilbrigðiskerfi. „Eins fáránlega og það hljómar þá var ég svo óheppin að greinast um sumartíma og það þýddi að ég var sett á biðlista til þess að fá frek­ ari greiningu. Megnið af sumrinu vissi ég ekki hverju ég ætti von á, hvort þetta væri góðkynja eða ill­ kynja æxli. Þetta var hrikalega erf­ iður tími,“ segir Natalie. Eftir langa bið og mikla óvissu hafi hún hringt miður sín á spít­ alann og spurt hvort að það væri virkilega eðlilegt að hún gæti ekki fengið svör um veikindi sín. „Skilaboðin voru þau að það væru margir í sömu stöðu og ég, hringj­ andi grátandi í fullkominni óvissu á spítalann,“ segir Natalie. Það var ekki fyrr en Natalie fór til einka­ læknis á eigin vegum að hún komst loks í aðgerð. „Sá skar mig upp og þá kom í ljós að þetta voru tvö æxli í mag­ anum sem voru sem betur fer góð­ kynja,“ segir hún. Hún segir að veikindin breytt sýn hennar á lífið og tilveruna. Sérstaklega hafi þessi slæma reynsla hennar af heil­ brigðiskerfinu gert að verkum að hún hafi viljað hafa áhrif á samfé­ lagið til betri vegar og því farið að gefa stjórnmálum gaum. „Ég upplifði mikla höfnun“ Natalie á barnsaldri Hún kom inn í líf ömmu sinnar og afa á mjög erfiðum tíma. Móður- bróðir hennar lá þá fyrir dauðanum, rétt rúmlega tvítugur að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.