Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 46
46 11. maí 2018 40 sjúklinga, eða þar um bil, sendi ungverska hjúkrunarkonan Timea Faludi inn í eilífðina frá maí árið 2000 til febrúar árið 2001. Reyndar voru fórnarlömb Timeu flestöll dauðvona og sagðist hún hafa viljað líkna þeim. Timea fékk níu ára fangelsisdóm í desember árið 2002.Sakamál E inu sinni, fyrir langa, langa löngu, var uppi greifynja í Rússlandi. Greifynjan hét Darya Nikolayevna Sal­ tykova, en var kölluð Saltichikha. Saltichikha, sem tilheyrði rúss­ neska aðlinum, fæddist 3. nóv­ ember árið 1730 en árið 1757 um­ breyttist þessi hefðarfrú svo um munaði og verður það reifað hér síðar. Víkjum fyrst örlítið að for­ sögunni. Ættarnafn Daryu var Ivanova og fjölskylda hennar var vel tengd inn í efstu stéttir Rúss­ lands þess tíma. Ung að aldri gift­ ist Darya Gleb nokkrum Saltykov sem vissi ekki aura sinna tal. Þegar Darya var 26 ára féll Gleb frá og varð hún þá auðugasta ekkjan í Moskvu. Á meðal þess sem féll Daryu í skaut var Troitskoe, ægi­ fagurt óðal ekki langt frá Moskvu, og þar bjó greifynjan ásamt tveim­ ur ungum sonum sínum. Undir hæl hennar voru yfir 600 leigulið­ ar. Um svipað leyti varð þessi auð­ uga greifynja að blóðþyrstum og miskunnarlausum morðingja. Ungur elskhugi Áður en eiginmaður Daryu safn­ aðist til feðra sinna hafði hún í sjálfu sér ekki vakið mikla athygli, en eftir því var tekið að hún virt­ ist niðurdregin flestum stund­ um. Hún var afar trúuð og hafði látið heilmikið fé af hendi rakna til hvort tveggja kirkja og klaustra. Einn góðan veðurdag hitti Dar­ ya ungan og myndarlegan mann, Nikolay Tyutchev, og tóku þau upp samband. Léttist þá brúnin á greifynjunni sem hafði fundið til einmanaleika og að auki fundist sem aldurinn væri að færast yfir hana. En Nikolay var ekki allur þar sem hann var séður því innan skamms komst Darya að því að hann hafði hitt aðra, og yngri, konu og gott betur, því þau höfðu gengið í hjónaband á laun. Reið og smáð ekkja Nú, Darya hreinlega trompaðist og gekk nánast af Nikolay, þeim ótrygga elskhuga, dauðum. Hann slapp með lífstóruna og ungu hjónin flúðu til ættingja sinna í Moskvu. Sennilega fannst þeim þau þó ekki nógu langt frá Daryu því þau biðu ekki boðanna og yfir­ gáfu landshlutann. Ljóst var að Darya gat ekki látið bræði sína bitna á þeim þaðan í frá. Einhvers staðar varð ekkjan smáða að fá útrás og hún leitaði ekki langt yfir skammt. Leigulið­ ar Daryu fóru nú margir hverjir að finna fyrir reiði hennar og sérstak­ lega konur. Því yngri sem konurn­ ar voru þeim mun meira hataði greifynjan þær. Engrar miskunnar var að vænta af hálfu Daryu sem leit á allar kon­ ur sem keppinauta sína. Barsmíðar og beinbrot Jafnvel börn kvennanna fóru ekki varhluta af takmarkalausu hatri Daryu. Hún pyntaði börn og barnshafandi konur til dauða með barsmíðum. Bein voru brotin og konum og börnum hent nöktum út í brunagadd. Darya hellti sjóðandi vatni á fórnarlömb sín og virtist sem hugmyndaauðgi hennar varð­ andi pyntingar engin takmörk sett. Karlmenn virtust hólpnir því Darya, nánast fyrir slysni, varð aðeins þremur að bana. Þeir voru þó einnig útsettir fyrir pyntingum og áttu helst á hættu að missa konur og börn sem þeir elskuðu. Segir sagan að einn GrEifynjan Grimma n Darya nikolayevna Saltykova varð ekkja ung að árum n Leigu- liðar hennar fengu að finna fyrir takmarkalausri grimmd hennar„Síðan færðist vonska Daryu upp á annað stig og hún greip til svipunnar og pyntaði stúlkur og konur til dauða Greifynjan Varð auðugasta ekkja Moskvu 26 ára að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.