Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 33
11. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is Mæðradagurinn Sumarblað Mi Iceland er viðurkenndur endursöluaðili á Íslandi fyrir kínverska snjalltækja- framleiðandann Xiaomi, Mi. Þó að merkið sé ekki ýkja þekkt eru tækin gífurlega vinsæl. „Mi hafa verið að rokka frá 3. upp í 5. sæti sem stærstu farsímaframleiðendur í heiminum síðustu ár. Þeir hafa átt Asíumarkaðinn nokkurn veginn frá byrjun en í seinni tíð eru þeir einnig að verða mjög stórir í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mi Iceland. Mi framleiðir miklar gæðavörur en þar sem merkið er ekki jafnþekkt og til dæmis Samsung eða Apple þá eru þessar vörur yfirleitt mun ódýrari en þekktari merki í sama gæðaflokki: „Þú ert liggur við að fá þrefalt meiri gæði miðað við annað tæki í sama verðflokki,“ segir Örvar. Mi-snjallsímarnir nota Android- stýrikerfið eins og flestir aðrir snjallsímar í dag. Mi framleiðir margar mismun- andi vörur og er óhætt að segja að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Snjallsímarnir eru í nokkrum verðflokkum og hægt er að fá mjög góðan snjallsíma fyrir aðeins 25.000 krónur. Með slíkum síma er hægt að gera allt sem maður notar hefðbundinn snjallsíma í, rafhlaðan er endingargóð og myndavélin er sérlega góð, sem er mjög eftir- sóttur kostur í snjallsímum í dag. Má þar nefna snjallsímann Redmi 5 Plus sem fæst í fjórum litum: svörtum, bláum, bleikum og gullituðum. Hönnunin á Redmi 5 Plus er afar nútímaleg, þar sem skjárinn þekur stóran hluta símans. Redmi 5 Plus hefur mjög stóra rafhlöðu sem endist auðveldlega út daginn í mikilli notkun. Hann býður upp á tvö símkort og er mjög þægilegt fyrir þá sem eru með vinnu- og persónu- legan síma að geta sam- einað þá síma í einn síma. Redmi 5 Plus kostar frá 27.990 krónum. Önnur frábær vara frá Mi er heilsuúrið Mi Band 2, sem er með nákvæman skrefa- og hjartsláttarmæli og fylgist þannig með skrefum og hjartslætti. Mi Band 2 er vatns- og rykvarið og hefur rafhlöðu sem endist í allt að 30 daga á einni hleðslu. Mi Band 2 getur sent notanda tilkynningar þegar síminn hringir, fær sms, tölvu- póst, Facebook-skilaboð o.s.frv. Mi Band 2 kostar 6.990 krónur. Ein skemmtilegasta nýjungin hjá þeim er ryksugu-róbótinn Mi Robot Vacuum 2. Þetta ryksuguvélmenni hefur töluvert meiri sogkraft og stærri rafhlöðu en iRobot Roomba sem kostar allt að tvöfalt meira. Það má svo ekki gleyma því að ryksugan moppar einnig gólfið sem er sjaldséð hjá slíkum vélmennum. Mi Iceland er vefverslun sem sendir hvert á land sem er og er enginn sendingarkostnaður. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.mii.is. „Þrefalt meiri gæði miðað við tæki í sama verðflokki“ MI-IcElAnd:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.