Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 60
60 fólk 11. maí 2018 G uðrúnu Vilmundardóttur, bókaútgefanda og eiganda Benedikt bókaútgáfu var komið skemmtilega á óvart nýlega þegar Jón Kalman rithöf- undur bauð henni á Snaps. Lokkaði hann hana á staðinn með loforði um glimrandi hug- mynd, sem kallaði að hans sögn á „dinner“ og vín. „Eiríkur Guðmunds- son má koma með, hann er annar hug- mynda- smiðurinn, annars er þetta við- kvæmt mál og má alls ekki bæta í selskapinn,“ hefur Guðrún eftir honum á Facebook-síðu sinni. Guðrún var að eigin sögn spennt, en þegar þau mættu á svæðið kom leynimakkið í ljós. Jón hafði kallað saman alla höfunda Benedikt, nema Friðgeir Einars- son, sem staddur var í Grikklandi. Líklegt er að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir öflugir rithöfund- ar setið að kvöldverði á sama stað. Adolf Smári, Þórdís Gísladótt- ir, Auður Ava, Jón Kalman, Sigga Hagalín, Guðrún Vilmundardóttir, Ingunn Snædal, Óskar Árni, Berg- þóra Snæbjörnsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Forsetafrúin fyrrverandi á Met Gala F yrr ver andi for setafrú Íslands og athafnakonan, Dor rit Moussai eff, lét sig ekki vanta á Met Gala-kvöldinu nú á dögunum, eins sjá má í mynda- safni tímaritsins Vogue. Kvöldið áður hafði Dorrit verið gestgjafi í veislu í New York á vegum húð- vörumerkisins Bioeffect og var því stutt á milli herlegheita. Fyrsta mánudaginn í maí, ár hvert, mæta stærstu stjörnur og færustu hönnuðir heims við Metropolitan Museum of Modern Art-safnið í New York. Netmið- ill Vogue birti fjörutíu myndir frá kvöldinu í albúmi merktu ljós- myndaranum Daniel Arnold og smellti hann af einni góðri mynd af fyrrverandi forsetafrúnni þar sem blasir við snjallsími á lofti, kátur svipur og þessa grínmynd. J úlíus Sigurjónsson, sem jafnan er kenndur við Júlladiskóin sem hann hefur haldið síðustu ár, hætti nýlega í dagvinnunni, en hann hafði starfað hjá Wurth síðastliðin níu ár. Í sumar mun hann starfa sem flugþjónn hjá Icelandair og að öllum líkindum skella í nokkur Júlladiskó milli þess sem hann hefur sig til flugs. Önnur lönd eru þó ekki einu ævintýrin sem Júlli mun lenda í í sumar, því hann á von á barni með sambýliskonu sinni, Sigurbjörgu Hjálmarsdóttur tónlistarkennara. Júlli á fyrir dótturina Júlíu Hrönn sem er átta ára. Fjölgun hjá fremsta grínista landsins A ri Eldjárn er orðinn einn af okkar fremstu uppi- stöndurum og grínist- um. Það er hins vegar ekkert grín að hann og kona hans, Linda Guðrún Karlsdótt- ir, eiga von á sínu öðru barni, en fyrir eiga þau dótturina Arneyju Díu sem er fjögurra ára. Gríngenin renna greinilega í beinan legg því Linda hefur eft- ir dóttur þeirra: „Mamma þú ert orðin eins og stór kjötbolla.“ „Mér fannst það ágætis merki um að það væri orðið tímabært að tilkynna komu litlu systur hennar í ágúst,“ segir Linda á Facebook-síðu sinni. Dorrit Moussaieff náðist á mynd hjá Vogue Júlíus Sigurjónsson fer úr diskógallanum í háloftin Mynd: Brynja Guðrúnu boðið í óvænt Benedikts-boð Stuð á Snaps: Jóna og Úlfur leita að Evrópusinnuðum hugmyndum Hvað á sonurinn að heita?: J óna Sólveig Elínardóttir, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, og maður hennar, Úlfur Sturluson al- þjóðastjórnmálafræðingur, eiga von á sínu fjórða barni í september. Var þetta opinberað á Facebook-síðu Jónu þann 9. maí. Jóna og Úlfur eiga fyrir þrjár dætur og voru því fastlega búin að gera ráð fyrir að stúlku- barn yrði raunin nú. Þau höfðu komið sér saman um nafnið Evrópa Von (Evrópa Ósk eða Evrópa Merkel til vara) enda eru þau bæði miklir Evrópusambandssinnar. En þá fékk fjöl- skyldan þær fregnir að drengur væri á leiðinni og vandaðist þá málið. Konráð Adam, í höf- uðið á Conrad Adenauer Þýskalandskanslara, kem- ur til greina en Jóna og Úlfur leita nú eftir fleiri Evrópusinnuðum hug- myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.