Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Page 60
60 fólk 11. maí 2018 G uðrúnu Vilmundardóttur, bókaútgefanda og eiganda Benedikt bókaútgáfu var komið skemmtilega á óvart nýlega þegar Jón Kalman rithöf- undur bauð henni á Snaps. Lokkaði hann hana á staðinn með loforði um glimrandi hug- mynd, sem kallaði að hans sögn á „dinner“ og vín. „Eiríkur Guðmunds- son má koma með, hann er annar hug- mynda- smiðurinn, annars er þetta við- kvæmt mál og má alls ekki bæta í selskapinn,“ hefur Guðrún eftir honum á Facebook-síðu sinni. Guðrún var að eigin sögn spennt, en þegar þau mættu á svæðið kom leynimakkið í ljós. Jón hafði kallað saman alla höfunda Benedikt, nema Friðgeir Einars- son, sem staddur var í Grikklandi. Líklegt er að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir öflugir rithöfund- ar setið að kvöldverði á sama stað. Adolf Smári, Þórdís Gísladótt- ir, Auður Ava, Jón Kalman, Sigga Hagalín, Guðrún Vilmundardóttir, Ingunn Snædal, Óskar Árni, Berg- þóra Snæbjörnsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Forsetafrúin fyrrverandi á Met Gala F yrr ver andi for setafrú Íslands og athafnakonan, Dor rit Moussai eff, lét sig ekki vanta á Met Gala-kvöldinu nú á dögunum, eins sjá má í mynda- safni tímaritsins Vogue. Kvöldið áður hafði Dorrit verið gestgjafi í veislu í New York á vegum húð- vörumerkisins Bioeffect og var því stutt á milli herlegheita. Fyrsta mánudaginn í maí, ár hvert, mæta stærstu stjörnur og færustu hönnuðir heims við Metropolitan Museum of Modern Art-safnið í New York. Netmið- ill Vogue birti fjörutíu myndir frá kvöldinu í albúmi merktu ljós- myndaranum Daniel Arnold og smellti hann af einni góðri mynd af fyrrverandi forsetafrúnni þar sem blasir við snjallsími á lofti, kátur svipur og þessa grínmynd. J úlíus Sigurjónsson, sem jafnan er kenndur við Júlladiskóin sem hann hefur haldið síðustu ár, hætti nýlega í dagvinnunni, en hann hafði starfað hjá Wurth síðastliðin níu ár. Í sumar mun hann starfa sem flugþjónn hjá Icelandair og að öllum líkindum skella í nokkur Júlladiskó milli þess sem hann hefur sig til flugs. Önnur lönd eru þó ekki einu ævintýrin sem Júlli mun lenda í í sumar, því hann á von á barni með sambýliskonu sinni, Sigurbjörgu Hjálmarsdóttur tónlistarkennara. Júlli á fyrir dótturina Júlíu Hrönn sem er átta ára. Fjölgun hjá fremsta grínista landsins A ri Eldjárn er orðinn einn af okkar fremstu uppi- stöndurum og grínist- um. Það er hins vegar ekkert grín að hann og kona hans, Linda Guðrún Karlsdótt- ir, eiga von á sínu öðru barni, en fyrir eiga þau dótturina Arneyju Díu sem er fjögurra ára. Gríngenin renna greinilega í beinan legg því Linda hefur eft- ir dóttur þeirra: „Mamma þú ert orðin eins og stór kjötbolla.“ „Mér fannst það ágætis merki um að það væri orðið tímabært að tilkynna komu litlu systur hennar í ágúst,“ segir Linda á Facebook-síðu sinni. Dorrit Moussaieff náðist á mynd hjá Vogue Júlíus Sigurjónsson fer úr diskógallanum í háloftin Mynd: Brynja Guðrúnu boðið í óvænt Benedikts-boð Stuð á Snaps: Jóna og Úlfur leita að Evrópusinnuðum hugmyndum Hvað á sonurinn að heita?: J óna Sólveig Elínardóttir, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, og maður hennar, Úlfur Sturluson al- þjóðastjórnmálafræðingur, eiga von á sínu fjórða barni í september. Var þetta opinberað á Facebook-síðu Jónu þann 9. maí. Jóna og Úlfur eiga fyrir þrjár dætur og voru því fastlega búin að gera ráð fyrir að stúlku- barn yrði raunin nú. Þau höfðu komið sér saman um nafnið Evrópa Von (Evrópa Ósk eða Evrópa Merkel til vara) enda eru þau bæði miklir Evrópusambandssinnar. En þá fékk fjöl- skyldan þær fregnir að drengur væri á leiðinni og vandaðist þá málið. Konráð Adam, í höf- uðið á Conrad Adenauer Þýskalandskanslara, kem- ur til greina en Jóna og Úlfur leita nú eftir fleiri Evrópusinnuðum hug- myndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.