Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 42
42 fólk - viðtal 11. maí 2018 Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. Sjálflímandi hnífaparaskorður Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Sendum í póSt- kröfu S njólfur Gunnlaugsson er 73 ára gamall fyrrverandi sjómaður og leigubílstjóri sem búsettur er á Blöndu­ ósi. Snjólfur byrjaði að reykja síga­ rettur þegar hann var einungis þrettán ára og gerði hann það daglega eftir það í 56 ár. „Þegar ég hætti að reykja var ég búinn að reykja í 56 ár og búinn að reyna allt. Ég keyrði leigubíl bæði í Reykja­ vík og Keflavík og til þess að geta hætt að reykja í vinnunni keypti ég mér neftóbak. Það varð til þess að á meðan ég var að keyra þá reykti ég ekkert en um leið og ég kom heim sat ég og keðjureykti til þess að vinna upp glataðan tíma,“ segir Snjólfur í viðtali við DV. Kyngdi munntóbakinu niður með svörtu kaffi Þegar Snjólfur flutti á Blönduós tók hann þá ákvörðun að leggja frá sér sígaretturnar. „Það varð til þess að ég jók munntóbakið um helm­ ing. Ég var farinn að moka tveimur dósum upp í kjaftinn á mér á viku og kyngdi þessu svo niður með svörtu kaffi. Þá var mér öllum lok­ ið og áttaði mig á því hvað ég var að gera mér. En ég gat ekki hætt, ef ég skildi dósina eftir heima þegar ég fór út þá keyrði ég strax í næstu sjoppu og keypti mér nýja.“ Dag einn var Snjólfur staddur á Akureyri hjá tannlækni þegar hann rakst á skilti sem vakti áhuga hans. „Ég rakst á lítið merki sem á stóð Djákninn og ég var forvitinn af því að bíllinn minn hét Höfð­ ingi. Ég fór þarna inn og gekk svo­ leiðis inn í gufuský. Ég ákvað að leggja allt í hendurnar á þeim sem afgreiddi mig og valdi hann fyrir mig græju og vökva. Ég gekk út úr þessum kofa algjörlega frelsaður maður,“ segir Snjólfur sem í dag, þremur árum seinna á enn sömu tóbaksdolluna uppi í hillu. „Ég hef ekki tekið reyk inn fyrir mínar var­ ir síðan og ekki tóbakskorn upp í kjaftinn á mér. Mér líður miklu betur og fann svo mikinn mun á mér strax.“ Sannfærður um skaðleysi veipsins Blaðamaður hafði samband við Gunnar Viðar Þórarinsson sem ásamt Adolfi Braga Austfjörð stofnaði og rekur veipverslunina Djáknann. Hver veipbúðin hef­ ur sprottið upp á fætur annarri en á annan tug verslana er að finna á höfuðborgarsvæðinu. DV hef­ ur áður greint frá því að á Face­ book sé að finna þráð þar sem íslenskir veiparar sem reyktu áður tilkynna hversu mikið þeir spara á mánuði eftir að þeir byrj­ uðu að veipa. Flestir þar segja að kostnaðurinn nú sé um þriðjung­ ur eða fjórðungur af því sem þeir eyddu áður. Stærstu verslanirnar á höfuð borgarsvæðinu eru Fair­ wape, Póló, Drekinn og svo Djákn­ inn. Í vetur var rapparinn Garðar Eyfjörð í viðtali við DV en hann var þá í samstarfi við Djáknann. Þá sagði rapparinn: „Veip er tísku­ bóla fyrir fólk sem hefur ekki reykt, en þetta bjargar mannslífum. Án gríns. Þetta er 95 prósent minna skaðlegt en sígarettutóbak og reykingar hafa minnkað heilmikið á landinu vegna þess. Þetta er ekki alveg skaðlaust en þú þarft ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að sjá að þetta er mun betra en að reykja tóbak.“ Gunnar Viðar, annar stofnanda Djáknans, kveðst aldrei hafa reykt en hann er einn af þeim sem veip­ ar. Gunnar segir að algengustu viðskiptavinir þeirra sé fólk sem er að hætta að reykja. Hann bæt­ ir við að nikótínið sem notað er í vökvana sé unnið úr tómatplönt­ um en ekki tóbaksplöntum. „Það er auðveldara að líkja saman sígarettum og kaffi en síga­ rettum og veipi út af innihaldsefn­ inu. Við gerð tómatsósu til dæmis er nikótínið tekið frá af því að það er vont bragð af því. Það nikótín er notað bæði fyrir nikótíntyggjó og vökva fyrir veip. Nikótíntyggjó­ ið virkar auðvitað að einhverju leyti en málið er að nikótínið hjá allflestum hefur átt upptök sín í gegnum lungun og þar af leið­ andi virkar það miklu hraðar með veipi en með því að fá það í gegn­ um meltingarveginn. Það er þess vegna sem veipið er að virka svona vel fyrir fólk sem er að hætta að reykja, af því að nikótínið er að koma inn á sama stað.“ Halda utan um þá sem hætta að reykja „Örugglega yfir 90% af viðskipta­ vinum okkar er fólk sem hef­ ur ánetjast tóbaki áður fyrr. Það hleypur á hundruðum ef ekki þús­ undum einstaklinga sem hafa leit­ að til okkar til þess að geta hætt að reykja og við höldum utan um það fólk.“ Gunnar segir að þegar hann sjái fólk í dag sem enn reykir þá vorkenni hann því. „Það er loksins búið að finna góða afgerandi lausn á þessu stærsta heilsufarsvandamáli síð­ ustu áratuga. Veip er lausn gegn sígarettuvandamálinu og að líkja þessu saman er algjörlega út í hött.“ Gunnar segir að því miður komi helstu fordómarnir í samfé­ laginu frá Krabbameinsfélaginu. „Þau hafa verið að tala niður til veipa án þess að hafa fulla þekk­ ingu á því hvað þau eru að tala um. Þeirra umræða hefur skað­ leg áhrif á alla hér á landi, þetta er mjög alvarlegt mál þar sem þeir eru vísvitandi að veita rangar upp­ lýsingar. Í einni rannsókn voru upplýsingar teknar algjörlega úr samhengi við raunverulega niður­ stöðu. Þessi rannsókn var fram­ kvæmd í Bretlandi og þá var tek­ in veipgræja og hún látin ganga á fullum hita í heilar tvær mín­ útur. Þá fóru þeir að finna krabba­ meinsvaldandi efni þar sem jú auðvitað allt innvols græjunar var byrjað að brenna. Það er auðvitað engin sem sýgur í sig gufu í tvær mínútur, þetta eru í mesta lagi um tvær sekúndur. En til gamans, ef við tökum samt þetta efni sem þeir fundu eftir tvær mínútur af bruna í veipi, þá var það samt 800 sinnum minna magn af því þar heldur en er nú þegar í sígarettum. Þú getur farið upp á Vatnajökul og fundið krabbameinsvaldandi efni þar. En þetta er allt spurning um magn. En það hefur þó enginn orðið veikur af þessu efni sem þeir fundu af því að hin efnin sem eru í sígarettun­ um eru svo miklu skaðlegri.“ Gunnar telur að rafretturnar séu hjálparhönd sem muni gera Ísland reyklaust. „Þegar við stofnuðum Djákn­ ann þá var það fyrst og fremst til þess að hjálpa fólki til þess að hætta að reykja, við vildum að viðskiptavinurinn fengi besta möguleikann á að bjarga lífi sínu. Þetta er leið út úr tóbakinu. Þetta virkar fyrir alla. Fólk þarf bara að koma í næstu veipverslun og fá hjálp við að velja græju, því sumt virkar fyrir einn en ekki annan. Það er mismunandi hvernig veip virkar fyrir hvern. Ef þetta yrði leyft með öllu, þá gætum við gert Ísland reyklaust.“ n Adolf Bragi Hermannson (t.v) og Gunnar Viðar Þórarinsson (t.h) eigendur Djáknans Kyngdi munntóbaKinu niður með svörtu Kaffi n Reykti í 56 ár n Hægt að gera Ísland reyklaust n Villandi niðurstöður Krabbameinsfélagsins Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Snjólfur Gunnlaugsson Byrjaði að reykja 13 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.