Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 27
 11. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Sumarið Golfklúbburinn Leynir á Akranesi á sér langa og merka sögu en klúbburinn var stofnaður árið 1965 og hélt upp á fimmtugsafmæli sitt árið 2015 með glæsilegu Íslands- móti. Árið 2013 hófst nýtt og farsælt tímabil í starfi klúbbsins er hann tók að nýju yfir rekstur og umsjón golf- vallarins Garðavallar á Akranesi eftir fimm ára samstarf við Golfklúbb Reykjavíkur árin 2008–2012. Guð- mundur Sigvaldason hefur verið framkvæmdastjóri klúbbsins síðan 2013: „Þessi síðustu fimm ár hafa verið farsæl og eitt af því sem mikil áhersla hefur verið lögð á er endurnýjun tækjakosts. Góður golfvöllur þarf góðan tækjakost og höfum við endur- nýjað sláttuvélar og annan búnað sem þarf til að halda vellinum við. Í þetta hefur verið lögð mikil vinna og mikið fé en ómissandi þáttur í viðhaldi vallarins er hins vegar framlag fé- lagsmanna sem hafa lagt fram mikla sjálfboðavinnu með einum eða öðr- um hætti. Hér hefur verið lögð mikil áhersla á að efla félagsandann og án hans og sjálfboðavinnunnar værum við ekki á þeim stað sem við erum í dag,“ segir Guðmundur. Margir afreksmenn í golfi hafa vaxið upp á Akranesi og óhikað má segja að bærinn sé ekki síður golfbær en knattspyrnubær eins og hann er rómaður fyrir. Leynir hefur nú ráðið atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórs- son til starfa en hann er uppalinn Skagamaður þó að hann keppi fyrir annan klúbb í dag, GKG. „Birgir Leifur verður íþróttastjóri hjá okkur og yfirþjálfari en hann fær með sér í lið öfluga heimamenn til golfkennslu og nýtir sér þekkingu þeirra og reynslu,“ segir Guðmundur. Meðal margra þekktra kylfinga sem Leynir hefur alið af sér er Val- dís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur sem er ein af fremstu íslenskum kvenkylfingum í dag, og Birgir Leifur atvinnukylfingur. Þeir eru fjölmargir kylfingarnir sem hafa vaxið upp innan Leynis og er við hæfi að Garðavöllur er núna einn af betri keppnisvöllum landsins og fer klárlega í hóp þeirra fyrirbæra sem flokkast undir stolt Akraness. Félagar í Golfklúbbnum Leyni eru nú 450 en að sögn Guðmundar eru allir velkomnir í klúbbinn. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni leynir.is. Einnig eru góð- fúslega veittar upplýsingar í síma 431 2711. Sláðu í gegn á Skaganum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.