Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Page 27
11. maí 2018 KYNNINGARBLAÐ Sumarið
Golfklúbburinn Leynir á Akranesi á sér langa og merka sögu en klúbburinn var stofnaður árið
1965 og hélt upp á fimmtugsafmæli
sitt árið 2015 með glæsilegu Íslands-
móti. Árið 2013 hófst nýtt og farsælt
tímabil í starfi klúbbsins er hann tók
að nýju yfir rekstur og umsjón golf-
vallarins Garðavallar á Akranesi eftir
fimm ára samstarf við Golfklúbb
Reykjavíkur árin 2008–2012. Guð-
mundur Sigvaldason hefur verið
framkvæmdastjóri klúbbsins síðan
2013:
„Þessi síðustu fimm ár hafa verið
farsæl og eitt af því sem mikil áhersla
hefur verið lögð á er endurnýjun
tækjakosts. Góður golfvöllur þarf
góðan tækjakost og höfum við endur-
nýjað sláttuvélar og annan búnað
sem þarf til að halda vellinum við. Í
þetta hefur verið lögð mikil vinna og
mikið fé en ómissandi þáttur í viðhaldi
vallarins er hins vegar framlag fé-
lagsmanna sem hafa lagt fram mikla
sjálfboðavinnu með einum eða öðr-
um hætti. Hér hefur verið lögð mikil
áhersla á að efla félagsandann og án
hans og sjálfboðavinnunnar værum
við ekki á þeim stað sem við erum í
dag,“ segir Guðmundur.
Margir afreksmenn í golfi hafa
vaxið upp á Akranesi og óhikað má
segja að bærinn sé ekki síður golfbær
en knattspyrnubær eins og hann er
rómaður fyrir. Leynir hefur nú ráðið
atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórs-
son til starfa en hann er uppalinn
Skagamaður þó að hann keppi fyrir
annan klúbb í dag, GKG. „Birgir Leifur
verður íþróttastjóri hjá okkur og
yfirþjálfari en hann fær með sér í lið
öfluga heimamenn til golfkennslu og
nýtir sér þekkingu þeirra og reynslu,“
segir Guðmundur.
Meðal margra þekktra kylfinga
sem Leynir hefur alið af sér er Val-
dís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur
sem er ein af fremstu íslenskum
kvenkylfingum í dag, og Birgir Leifur
atvinnukylfingur. Þeir eru fjölmargir
kylfingarnir sem hafa vaxið upp innan
Leynis og er við hæfi að Garðavöllur
er núna einn af betri keppnisvöllum
landsins og fer klárlega í hóp þeirra
fyrirbæra sem flokkast undir stolt
Akraness.
Félagar í Golfklúbbnum Leyni eru
nú 450 en að sögn Guðmundar eru
allir velkomnir í klúbbinn.
Nánari upplýsingar er að finna á
vefsíðunni leynir.is. Einnig eru góð-
fúslega veittar upplýsingar í síma 431
2711.
Sláðu í gegn
á Skaganum