Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2018, Blaðsíða 50
50 Tímavélin 11. maí 2018 Gamla auglýsingin Vísir 15. nóvember 1967 Vildu verða eins og CNN eða Sky N ýja fréttastofan, NFS, er áreiðanlega eitt bjart- sýnasta verkefni sem ís- lenskir fjölmiðlamenn hafa farið út í. NFS tók við af fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj- unnar í nóvember árið 2005 og miðlaði fréttaefni næstum allan sólarhringinn líkt og risa- stöðvar úti í heimi, á borð við CNN og Sky News, gera. Þarna voru líka þungvigtar fréttaskýr- inga- og umræðuþættir á borð við Kompás og Silfur Egils. En fljótlega fór að halla und- an fæti vegna þess að Ísland er einfaldlega of lítið mengi fyrir slíka stöð. Sömu fréttirnar voru því síendurteknar allan sólar- hringinn í sömu sviðsmynd og dagskráin varð fyrir vikið hund- leiðinleg. Í september árið 2006 skrifaði Róbert Marshall, for- stöðumaður NFS, opið bréf til eigandans, Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, titlað „Kæri Jón“ þar sem hann bað um að fá að halda stöðinni gangandi áfram. Þann 22. september sama ár var NFS lokað. Fengu enga myndlykla F yrstu hugmyndir að Stöð 3 komu fram árið 1988 þegar fyrirtækið Ísfilm vildi koma henni á legg. Í nóvember varð stöðin loks að veruleika en þá á vegum Ís- lenska sjónvarpsins hf. í eigu Árvakurs, Japis, Sambíóanna og fleiri. Illa gekk að finna nothæfa myndlykla fyrir starfsemina sem þýddi að stöðin fékk engar áskriftartekjur. Dagskrá Stöðv- ar 3 byggði á erlendu, aðallega bandarísku, skemmtiefni, en auk þess sendi hún út erlendar stöðvar á borð við CNN, MTV, Discovery Channel og Euro- sport. Í október árið 1996 óskaði Íslenska sjónvarpið eftir nauða- samningum og Íslensk marg- miðlun hf. tók yfir reksturinn. Í janúar árið 1997 virtust málin vera að leysast. Réttu myndlykl- arnir fundust í Sviss og fimm starfsmenn Stöðvar 2 voru ráðnir, sem reyndar voru sak- aðir um að hafa stolið trúnað- argögnum. Mánuði síðar rann Stöð 3 inn í Stöð 2 og hættu þá útsendingarnar. Skjáreinn var rekinn með stolnu fé úr Landssímanum S töðin Skjáreinn var stofn- uð árið 1999 og var í opinni dagskrá allt til ársins 2009 þegar hún varð að áskrift- arsjónvarpi og árið 2016 rann hún loks inn í Sjónvarp Símans. Skjáreinn var ein umtalaðasta og vinsælasta stöð landsins í upphafi aldarinnar en maðkur reyndist í mysunni því að hún var rekin fyrir stolið fé úr Landssímanum. Partístöðin Upprunalegir eigendur voru Hólmgeir Baldursson og Róbert Árni Hreiðarsson (nú Robert Downey) en eftir aðeins nokkra mánuði var hún seld til Eyþórs Arnalds og fyrirtækisins Alvöru lífsins sem stofnað var í kringum sýningu Bjarna Hauks Þórssonar á Hellisbúanum. Forsvarsmenn Alvöru lífsins voru þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Krist- jánsson, æskufélagar úr Verzl- unarskólanum sem höfðu meðal annars sett upp sýninguna Cats við góðan orðstýr. Gullöld Skjáseins var á fyrstu árum aldarinnar þegar vinsælir íslenskir þætti á borð við Djúpu laugina, Allt í drasli og Popppunkt voru sýndir. Þá skapaði Erpur Eyvindarson hinn ódauðlega Johnny Naz í þáttunum Íslenskri kjötsúpu sem margir muna eftir. Skjáreinn var partístöð og margir af þeim sem störfuðu þar hafa lýst því að þeir hafi eytt nánast öllum sínum launum á Prikinu, skemmtistað sem var þá einnig í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ra. Landssímamálið En reksturinn stóð ekki undir sér og fljótlega fór Skattrannsóknar- stjóra að gruna að ekki væri allt með felldu í bókhaldi fyrirtæk- isins. Höfðu þá stórar upphæðir runnið inn á reikninga félagsins frá Landssímanum og varð það upphafið að hinu þekkta Lands- símamáli. Aðalféhirðir Landssímans var Sveinbjörn Kristjánsson, bróðir Kristjáns Ra, og játaði hann sam- stundis að hafa tekið 261 milljón króna út úr fyrirtækinu og lánað Kristjáni og Árna Þór. Sveinbjörn sagðist einn hafa borið ábyrgðina og að þeir hefðu verið grunlausir um að féð væri illa fengið en engu að síður voru þeir allir kærðir, auk tveggja annarra einstaklinga sem K anasjónvarpið er það sem Íslendingar kölluðu sjón- varpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflug- velli. ARFTS Keflavik, eða Armed Forces Radio and Television Service Keflavik, hét hún fullu nafni og var starfrækt í rúma hálfa öld. Sumir tóku því fagnandi að fá ókeypis útsendingar á góðu bandarísku efni en aðrir töldu stöðina ógna menningu og þjóð- erni Íslendinga. Fréttir og skemmtun fyrir dátana Árið 1941 var samið um að Banda- ríkjamenn tækju við vörnum Ís- lands af breska hernámsliðinu og tugþúsundir amerískra dáta streymdu til landsins. Árið 1943 var Keflavíkurflugvöllur byggð- ur og undir lok stríðsins var hann gerður að aðalbækistöð hersins. Í stríðinu kom herinn upp tímabundinni útvarpsstöð til að miðla fréttum, áróðri og skemmti- efni. Þegar Íslendingar sömdu um áframhaldandi varnir Bandaríkja- hers árið 1951 var hafist handa við að koma á fót varanlegum ljós- vakamiðlum fyrir dátana. Útvarpið kom fyrst, í nóvem- ber sama ár og varnarsamningur- inn var undirritaður, en styrkur útsendingarinnar var lítill. Hálfu ári síðar fékkst leyfi frá íslensk- um stjórnvöldum fyrir tíföldun út- sendingarstyrksins og náðist þá útsending um allt land. Jafn framt fékkst leyfi fyrir því að útvarpa allan sólarhringinn. Stefna hersins var að koma upp sjónvarpsstöð í Keflavík líkt og í öðrum herstöðvum en það reyndist mun viðkvæmara. Leyfi frá íslenskum stjórnvöldum fékkst árið 1954 með skilyrðum um tak- markaða útbreiðslu og fyrsta sjónvarpsstöðin á Íslandi hóf út- sendingar 4. mars árið 1955. Bonanza, Perry Mason og Roy Rogers Þó að leyfi stjórnvalda hafi verið bundið því að reynt yrði að beina útsendingum aðeins að Keflavíkurstöðinni þá náðust út- sendingarnar á öllum Suðurnesj- um og á höfuðborgarsvæðinu. Á sumum heimilum var keypt inn sjónvarp og varð þá yfirleitt mjög gestkvæmt því allir vildu sjá dagskrána. Tækin voru dýr en þó nokkuð blómlegur endur- sölumarkaður ef marka má þann fjölda sem var auglýstur í smáaug- lýsingum dagblaðanna. Til að byrja með skildu ekki all- ir Íslendingar hvað fór fram enda var enskukunnátta á sjötta ára- tugnum ekki jafn útbreidd og í dag. En Íslendingar vöndust þessu efni í síauknum mæli og „Kana- sjónvarpið“ eða „Kaninn“ festi sig í sessi. Árið 1962 fóru íslensk dag- blöð meira að segja að birta dag- skrána. Dagskráin hófst klukkan 17 virka daga og stóð fram að mið- nætti. Þarna voru sýndir margir af þekktustu sjónvarpsþáttum þess tíma eins og Bonanza, Ozzie and Harriet, Perry Mason, The Real McCoys, Peter Gunn og spjall- þáttur Bobs Hope. Á laugardög- um hófst dagskráin klukkan 10 um morgun með barnaefni á borð við Kiddie’s Corner og Roy Rogers. Á sunnudögum hófst dagskráin um hádegi með messu. Auk þess var stöðin með sína eigin fréttatíma og fréttaskýringarþætti sem oft og tíðum báru keim þess að vera áróður. Tveir forsetar mótmæltu En ekki voru allir sáttir við innreið bandarísks frétta- og menningar- efnis á íslensk heimili. Dagblaðið Frjáls þjóð var stofnað til höfuðs þessum áhrifum og Sósíalistar, og síðar Alþýðubandalagsmenn, börðust hart gegn því. Talað var um ómenningu sem myndi tor- tíma íslenskri tungu og menningu. Það var heldur alls ekki eldra fólk- ið sem lét í sér heyra því stúdent- ar við Háskóla Íslands voru senni- lega einn háværasti hópurinn og fremst í flokki fór Helga Kress, síð- ar prófessor. Í Stúdentablaðinu árið 1966 skrifaði hún: „Það má telja eðlilegt, að bandarískir hermenn vilji hafa sitt sjónvarp. En það er ekki eðlilegt, að íslenzkir ráðamenn leyfi ótil- kvaddir, að áhugi þjóðarinnar á andlegum verðmætum sé slævð- ur með smekklausri hermanna- skemmtun.“ Með greininni fylgdi áskorun Brutust inn í Kanasjónvarpið og spreyjuðu á veggi þess n Ekki voru allir sáttir við stofnun stöðvarinnar Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Helga Kress Stúdentablaðið mars 1966 „Mér finnst það vera hrein og bein skömm, að við skulum ekki sjálf fá að ráða hvaða sjónvarpsefni við horfum á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.