Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 2
2 8. júní 2018FRÉTTIR Fjölmargir Íslendingar eru á leiðinni til Rússlands til að fylgjast með sínum mönnum keppa á HM í fyrsta sinn. Er þetta einnig fyrir marga fyrsta skiptið sem leið þeirra liggur til Rússlands enda hefur landið til þessa ekki verið ofarlega á listanum yfir vinsæl- ustu ferðamannastaði okkar. Af því tilefni tók DV saman lista yfir fimm hluti sem þú átt ekki að taka með þér. Vuvuzela-ið þitt Plasthljóðfærið sem gerði HM 2010 gjörsamlega óþolandi. Nokkrir sáust með svoleiðis á HM 2014. Skulum ekki láta það endur- taka sig. Regnboga- fánann þinn Það er æðislegt að vera stolt/ur. En ekki í Rússlandi. Rússar eiga það til að lemja hinsegin fólk. Líka löggan. Nasista- búninginn þinn Nasistar réðust inn í Rússland og rúmlega 20 milljónir létust í kjölfarið. Skildu nasistabúninginn þinn eftir heima, í guðanna bænum. Millistykki Praktískt atriði. Rússar nota eins innstungur og við. Þú þarft ekki að leita að millistykki í fríhöfninni. Messi- bolinn þinn Við erum þarna til að styðja okkar menn. Messi getur verið þinn maður í spænsku deildinni en ekki á HM 2018. Mátt líka skilja eftir Maradona-, Modrić- og John Obi Mikel-bolina þína. hlutir sem þú átt ekki að taka með þér á HM Á þessum degi, 8. júní 632 – Spámaðurinn Muhammad deyr í Medina. 1783– Skaftáreldar hófust í Lakagíg- um. Gosið stóð í átta mánuði og markaði upphafið að sjö ára hungursneyð og annarri eymd. Talið er að gosið hafi kostað hátt í 10.000 manns lífið. 1949 – Skáldsagan 1984, eftir George Orwell, er gefin út. 1984 – Samkynhneigð er lýst lögleg í Nýju Suður-Wales í Ástralíu. 2009 – Tveir bandarískir blaðamenn eru sakfelldir fyrir að koma inn í Norður- Kóreu með ólöglegum hætti. Þeir eru dæmdir til 12 ára betrunarvinnu. George Orwell Síðustu orðin „Hvað í helvítinu ertu að syngja fyrir mig, klerkur? Þú heldur ekki lagi.“ – Franska tónskáldið Jean-Philippe Rameau (25. sept. 1683–12. sept. 1764) S íðastliðið mánudagskvöld átti sér stað skelfilegt bílslys á Vesturlandsvegi á Kjalar­ nesi skammt frá Enni, þar sem fólksbifreið og sendibifreið lentu saman. Einn lést í slysinu og níu einstaklingar, allir úr sömu fjölskyldu, voru fluttir á slysa­ deild, þar af fjórir á gjörgæslu. Ökumaður sendibifreiðar­ innar var Sigrún Elísabet Einars­ dóttir, 39 ára gömul. Ásamt henni voru í bílnum sjö börn hennar, á aldrinum 3 til 16 ára og eitt systurbarn hennar. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri, erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, lést í slysinu og hefur nafn hans ekki verið gef­ ið upp. Vakti þjóðarathygli vegna barnafjölda Sigrún og fjölskylda hennar vöktu athygli þjóðarinnar þegar fjallað var um fjölskylduna í Eyjanesi í Ísþjóðin, þáttum Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur á RÚV, árið 2015. Sigrún er yngsta núlif­ andi íslenska konan sem hefur eignast tíu börn. Sigrún var 17 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og 35 ára þegar það tíunda kom í heiminn, börnin eru í dag á aldrinum 3–21 árs. Sambýlismað­ ur hennar, Albert Jónsson, á þrjú börn úr fyrra sambandi. Sigrún var útskrifuð í gær, seinnipart fimmtudags, en eitt barna hennar er enn á gjörgæslu, næstyngsta barn Sigrúnar, Mirra sem er fjögurra ára. Hin börnin sem lentu í bílslysinu eru öll kom­ in heim, sex börn Sigrúnar og systurbarn hennar. Þann 1. júní síðastliðinn eign­ aðist Sigrún fyrsta barnabarn sitt, þegar dóttir hennar, Fanney Sand­ ra, eignaðist son. Það er því ljóst að stutt er á milli gleði og sorgar hjá Sigrúnu. Þegar slysið varð var Sigrún á leið frá Akranesi heim til Reykjavíkur eftir heimsókn hjá dóttur sinni og barnabarni. Sigrún býr á Stúdentagörðun­ um ásamt börnunum meðan hún stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands, á meðan sinnir Albert faðir barnanna bústörf­ um í Eyjanesi í Hrútafirði. Atvinnulaus og bíllaus eftir bílslysið Sigrún var búin að ráða sig í vinnu í Reykjavík í sumar og hugðist keyra á milli til að sinna vinnunni. Vegna að­ stæðna, en hún dvelur enn á almennri deild á spítala, mun hún ekki geta sinnt þeirri vinnu. Bíllinn er einnig gjörónýtur eftir slysið, auk þess sem fatnaður og annað skemmd­ ist. Það er því ljóst að tekjurnar hjá stórfjölskyldunni verða minni en vanalega, auk þess sem verald­ legar eigur, líkt og bíllinn, fást ekki bættar í bráð. María hefur fengið fjölda símtala og heimsókna þar sem vinir og ættingjar hafa boð­ ið fram aðstoð sína og var því ákveðið að opna söfnunarreikn­ ing fyrir Sigrúnu og börn hennar. „Bræður mínir stofnuðu söfn­ unarreikning á nafni mágkonu minnar,“ segir María móðir Sig­ rúnar. „Bíllinn hennar er gamall og því fæst aðeins brot af and­ virði hans úr tryggingunum, hún hafði því áhyggjur af að komast ekki lengur um með börnin. Það væri líka gott ef þannig safnaðist að Sig­ rún gæti verið áhyggjulaus heima með börnin sín í sum­ ar og þyrfti ekki að vinna. Elstu þrjár dæturnar eru flutt­ ar að heiman, þannig að átta manna bíll dugar. Það eru allir að hringja og spyrja hvað þeir geti gert, ég kann ekki að þiggja hjálp,“ segir María. Hún hefur bent fólki á að það sé verið að opna söfn­ unarreikning og þeir sem vilji og geti, geti aðstoðað þar.“ n Við hvetjum þá sem geta lagt söfnuninni lið að gera það. Söfnunarreikningurinn er á nafni mágkonu Maríu, Önnu Bergsteinsdóttur, kennitala 100754-3129 og reikningur 545-14-408963. 10 barna móðirin Sigrún lenti í alvarlegu bílslysi á Kjalarnesi n Með átta börn í bílnum n Yngsta dóttirin enn á gjörgæslu Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is „Hún er ofurkona. Krónprinsinn Nökkvi Fjalar á meðal þeirra áhrifamestu Á nýjum lista Nordic Business Forum yfir áhrifamestu einstak­ linga í viðskiptalífinu í Norður­ Evrópu, 25 ára og yngri, er Nökkvi Fjalar Orrason, fram­ kvæmdastjóri Áttunnar og eig­ andi CAI­Social Media í 13. sæti. Nökkvi er sonur Orra Páls Ormarssonar, stjörnublaða­ manns Morgunblaðsins og rit­ höfundar, sem skrifaði með­ al annars ævisögu Gunnars Birgis sonar. Á heimasíðu Nordic Business Forum er farið yfir fer­ il Nökkva frá því að hann hóf að birta myndbönd á Facebook og YouTube þar til hann stofn­ aði Áttuna árið 2014, aðeins tvítugur. Árið 2016 færði hann starfsemina alfarið á netið og er hann sagður krónprinsinn þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.