Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 4
4 8. júní 2018FRÉTTIR Beðið eftir fatalausum föstudögum Svarthöfði er mikill áhugamað-ur um brjóst eins og margir aðrir karlmenn á miðjum aldri. Svarthöfði kvartar ekki yfir að sjá ber brjóst í sundi og sér ekkert að því að konur marséri niður götur berbrjósta. Svarthöfði reynir að vera penn með áhuga sinn og starir ekki, kemur ekki með athugasemdir og man að þetta eru dætur, mæður og systur að berjast gegn úr sér gengnu og árþúsunda gömlu feðraveldi. Þess vegna smellti Svarthöfði á frétt mbl.is í vikunni um að stelpurnar væru „drullu- þreyttar á feðraveldinu“. Frétt sem fjallar um doktorsverkefni í fé- lagsfræði, mjög forvitnilegt allt saman en Svarthöfði veit að hann mun seint nenna að lesa ritgerðina sjálfa. Fyrst þarf að klára Harry Potter, Da Vinci Code og The Secret. Það sem truflaði Svarthöfða voru viðbrögð Sykurbergs við fréttinni. Allrasamskipta- þjónustan Snjáldra hefur ákveðið að túttur kvenfólks séu ekki við- eigandi myndefni og fjarlægði því frétt mbl.is vegna forsíðumyndar- innar sem skartaði ungum dömum í miðri #freethenipple- -byltingu. Ekkert að því, meira að segja einn ráðherra tók þátt í því á sínum tíma og síðan þá gildir: vei þeim sem dirfist að skammast yfir geirvörtum á almannafæri. Við sem þjóðfélag erum bara að bíða eftir að þetta hætti að verða yfir- leitt umræðuefni. Í vikunni kom einnig fram að starfsmaður Seðlabankans hefði kvartað undan brjóstamynd sem hékk á vegg inni í Svörtu- loftum, þeirri stórgóðu fasteign. Án þess að gera lítið úr upplif- un starfsmannsins þá skýtur það skökku við að sett sé spurningar- merki við berbrjósta málverk. Þá má jafnvel segja að hin ýmsu for- pokuðu fyrir bæri hafi verið ár- hundruðum á undan almúganum að bera brjóst kvenna í gegnum listaverk. Það má jafnvel segja að þessi tvö mál kristalli þetta milli-bilsástand á milli #freethen- ipple og framtíðarinnar þar sem kyn skipta ekki máli. Annars vegar hversu framar við Íslendingar stöndum teprunum í hinum stóra heimi og stóra spurningin hvort vegi þyngra, nekt eða upp- lifun einstaklings við að sjá nekt. Svarthöfði getur engan veginn myndað sér skoðun á þessu og hyggst fara í felur þangað til sam- félagið ákveður að taka upp „fata- lausa föstudaga“. Svarthöfði Rækju- kokteill Jakobs Þessi klassíski forréttur hefur ekki verið í tísku undanfarin ár. Hann er þó að ganga í endur- nýjun lífdaga þessi dægrin, sérstaklega í flottum boðum í íslensku fjármálalífi. Það þarf því enginn að segja af sér þó að hann elski rækjukok- teila. Fyrir nokkrum árum, í viðtali við breska tímaritið GQ, viðurkenndi einn þekkt- asti matreiðslumaður heims, Hestor Blumenthal, að honum líkaði fátt betur en rækjukok- teilar. Hér er uppskriftin sem Blumen thal birti í blaðinu, með þeirri einu undantekningu þó, að við notum chili-tómatssósu í stað hefðbundinnar tómatsósu. Lífið er of stutt til að borða ekki sjóðheitan mat. Að lokum er rétt að taka fram að það er algjörlega nauðsynlegt að nota risarækjur í þennan rétt. Verði ykkur að góðu! Hráefni (fyrir fjóra): n 110 grömm af chili-tómatssósu n 100 grömm mæjónes (heimagert er langbest en Hellmans dugar) n 1/4 úr teskeið af cayanne-pipar n 12 dropar af Worcestershire-sósu n 10 grömm af sítrónusafa n 400 grömm eldaðar risarækjur n Rifin iceberg-salatblöð eftir smekk n heilt avókadó, skorið í teninga n Salt og pipar Aðferð: Setjið tómatsósuna, mæjónesið, pip- arinn og sítrónusafann í skál og hrærið duglega saman. Bætið við salti og pipar eftir smekk og hrærið. Dengið rækjunum saman við. Leggið salatblöðin tættu á botn fjögurra skála og setjið síðan avókadóteningana ofan á. Skiptið rækjunum jafnt í skálarnar. Þ etta hófst allt með einu poti, eða réttar sagt Facebook- -poti. Um ári síðar fæddist íðilfögur stúlka og tveir urðu að sex í kjölfarið. Þau Þórey og Ómar Örn Magnússon hafa verið kölluð „Costco-parið“ af vin- um, ættingjum og víða hefur það verið uppspretta margra brandara hjá nánum hópi parsins. Saga þeirra skötuhjúa hófst í fyrrasumar en segja sögur að Þórey hafi verið tilbúin til að gefast upp á ástinni fyrir fullt og allt. Hún var búin að vera einstæð á fimmta ár þegar ástin „potaði“ að dyrum, skömmu eftir að hún skildi eft- ir líflega athugasemd í Facebook- -grúppunni Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð. Ómar Örn, sem var einnig með- limur hópsins, sá athugasemd Þóreyjar og stóðst ekki mátið að senda henni skilaboð með tilheyr- andi „Facebook-poti“ og boði á stefnumót, stefnumót sem Þórey ætlaði alls ekki að þiggja í fyrstu. Þórey reyndi að sannfæra sig um að sleppa stefnumótinu og vildi ómögulega eyða tíma sínum með enn einni tilrauninni til þess að finna hinn rétta. Hún lét þó til- leiðast að lokum og sér ekki eftir því í dag. Fyrsta stefnumót gekk vonum framar og stóðust þau ómögulega sjarma hvort annars. Á þeim tíma átti Þórey tvö börn en Ómar þrjú sjálfur. Í kjölfar nokkurra rómantískra stefnumóta var ljóst í hvað stefndi og í sumar- lok voru þau búin að sameina hóp- inn í eina stóra fjölskyldu. Samlífi þeirra Ómars og Þóreyjar bar fljót- lega ávöxt og var mikil gleði þegar þau deildu tilkynningu um nýjan erfingja með ættingjum og vinum. Segja má að aðstandendur parsins hafi ærst úr gleði þegar í ljós kom að barnið var sett á sama dag og verslunin fagnaði eins árs opnunarafmæli, þann 23. maí 2018. Því benti allt til þess að krílið yrði Costco-barn í orðsins fyllstu merkingu. Tengingin við stór- verslunina hélt lífi þegar vinkonur Þóreyj ar héldu fyr ir hana barna- boð eða „ba by s hower“, en þar léku vörur og matvæli frá Costco stórt hlutverk. Örlagadísirnar voru þó með aðrar áætlanir. Stúlkan lét bíða eft- ir sér og spennan hjá stóru fjöl- skyldunni magnaðist með hverj- um deginum, ekki ósvipuð þeirri eftirvæntingu sem lagðist yfir landann þegar styttast fór í sjálfa Costco-opnunina ári fyrr. Tvær vikur liðu hjá og að lok- um kom falleg og heilbrigð stúlka í heiminn á sjómannadeginum. Það þótti nýbökuðum föður stúlk- unnar skemmtileg tilviljun í ljósi þess að hann starfaði sjálfur í árar- aðir sem sjómaður. „Tilfinningin er náttúrlega meiriháttar,“ segir Ómar Örn í sím- anum nokkrum dögum eftir að dóttir hans kom í heiminn. „Hún er heilsuhraust og allt gengur eins og í sögu. Við höfum öll náð að hvílast vel og njóta þessara dýrmætu stunda,“ segir Ómar sem var nývaknaður þegar DV hafði samband. Að hans sögn eru fjöl- skyldumeðlimir himinlifandi með nýju viðbótina í hópinn. n „Costco-barnið“ fætt: Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Hún er heilsu- hraust og allt gengur eins og í sögu Lét bíða eftir sér og mætti á sjómannadaginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.