Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 30
30 FÓLK - VIÐTAL 8. júní 2018 unum. Skemmtilegast finnst mér þegar við söfnumst öll saman og krúttum yfir okkur en leiðinleg­ ast þegar við höfum þurft að fara í gegnum alla jakkavasa í von um að finna mjólkurpeninga.“ Ég spyr mömmu hvernig hún skilgreini hamingjuna og hún svarar skáldlega: „Sjáðu til, ég trúi því ekki að það sé til einföld leið að hamingjunni. Ég trúi því að eina leiðin sé að koma á eins miklu jafn­ vægi og mögulegt er á öll þau mis­ munandi lög sem mynda líf okkar. Axla ábyrgð, vera helst aldrei vond manneskja, drekka mikið vatn, nota sólarvörn og vona að maður lendi aldrei í stöðu flóttamanns.“ Hún leggur þó áherslu á að það sé mikilvægt að axla ábyrgð á sínu fólki og sinna því vel. „Mér hefur alltaf verið það mikilvægt að við rífumst ekki, tölum fal­ lega um hvert annað og aðra. Ber­ um virðingu fyrir mismunandi þörfum hvert annars og draum­ um. Styðjum hvert annað í öllu sem við viljum taka okkur fyrir hendur. Þrátt fyrir vissa fjarveru síðustu þrjú árin verð ég líka að treysta því að ég hafi verið ykkur börnunum góð fyrirmynd og sýnt ykkur og sannað að allt er mögu­ legt ef viljinn er fyrir hendi. Já, og svei mér þá, ég tel mig vera í mjög góðu sambandi við börnin mín. En verður þú bara ekki að spyrja sjálfan þig og systkini þín um það? Verður þetta ekki pínu einhliða ef ég fæ bara að rausa óáreitt?“ segir mamma sposk á svip. Hún heldur síðan ótrauð áfram. „Allavega. Það hefur alltaf reynst mér erfiður línudans að ballansera vinnu og heimili. Að­ allega af því mér finnst svo gam­ an í vinnunni. Mér finnst jafn gaman og gefandi að starfa á Ís­ landi og hérna úti. Það bara gef­ ur betur í aðra höndina hérna megin Atlantshafsins meðan mér var ómögulegt að láta enda ná saman á Íslandi og burðast enn með svartholið sem fylgir mér úr verktakamartröðinni sem okkur er boðið upp á þar.“ Var ekki góður kennari Ég spyr mömmu hvernig til kom að hún fékk verkefni erlendis. Hrunið átti þar hlut að máli. „Ég man alltaf þegar Guð var beðinn um að blessa Ísland árið 2007 og hvað ég fyllt­ ist miklum ótta. Stökk á tilboð um að kenna klippingar hjá LASALLE College of the Arts í Singapúr og þar sem Gísli Snær var skólastjóri The Puttnam Film School. Ég áttaði mig fljótlega á því að ég er ekki góð­ ur kennari en eignaðist þar dásam­ lega vini og lærði svo margt sjálf. Lífið í Singapúr var skemmtilegt og ævin týralegt og krakkarnir nutu til­ verunnar. Þaðan fórum við hópur­ inn til New Orleans þar sem ég tók að mér að klippa Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Það var í tengslum við þá kvikmynd að ég var stödd í Los Angeles og kynntist Dody Dorn sem er fræg­ ur kvikmyndaklippari, hún klippti meðal annars Memento. Það tókst með okkur vinskapur, sem styrkist með hverju árinu, og hún kom mér í samband við umboðsmenn sína sem tóku mér fagnandi. Þá fór bolt­ inn að rúlla og fyrsta kvikmyndin sem ég fékk í gegnum þessi nýju tengsl var John Wick.“ Fyrir mömmu er kvikmynda­ gerð samræður og samvinna, hinir raunverulegu foreldrar kvikmynda­ verks. „Allir sem koma að gerð kvik­ myndar taka þátt í samræðunni og sem klippari reyni ég að vinna náið með sem flestum deildum svo ör­ uggt sé að við náum því besta fram í klippinu, til að uppfylla eins vel og mögulegt er sýn leikstjórans. Upp­ áhaldskvikmyndin mín er alltaf sú sem ég er að klippa þá stundina. Sumar kvikmyndir hafa orðið vörð­ ur á ferli mínum en þær skipta mig allar jafn miklu máli. Það er enginn munur á því hvernig ég nálgast klippið á íslenskum eða erlendum kvikmyndum, en að því sögðu eru samt ný „element“ sem koma inn þegar um jafn stóra kvikmynd og til dæmis Deadpool er að ræða. Þegar áætlaður kostnaður við gerð kvik­ myndar er kominn yfir 100 milljón­ ir dollara er eftirlit með öllu fram­ leiðsluferlinu miklu strangara og kvikmyndaverin og framleiðendur hafa meira vægi en gengur og ger­ ist. Flóknasta vinnan við Deadpool var að ná jafnvægi á milli kómed­ íunnar og dramans og svo auðvit­ að að í myndinni eru tvær teikn­ aðar persónur sem þarf að vinna frá grunni og mörg þúsund skot sem þörfnuðust tölvuvinnslu. Því verður ekki neitað að nokkurra ára þjálfun í Latabæ og klipping á einu stykki teiknimynd eins og Hetjur Valhallar, komu sér þar vel.“ Ég kinka kolli áhugasamur. „Næsta spurning, hvernig lyktar Ryan Reynolds?“ Mamma hves­ sir á mig augun: „Æ Máni, hættu þessu.“ Stolt af verkum sínum Þrátt fyrir erfið veikindi tókst Elísa­ betu að koma ýmsu í verk. „Ég er mjög stolt að þrátt fyrir veikindin komu út þrjár kvikmyndir í ár sem ég tók þátt í að klippa: Svanurinn, Vargur og Deadpool 2. En ekki spyrja mig hvernig það sé að vera kona í kvikmyndagerð. Ég barasta hef engan samanburð til að meta það, ég hef alltaf verið kona. En þú ert nýbúinn að spyrja mig hvern­ ig þetta gangi með öll þessi börn þannig að það hlýtur eiginlega að teljast merkilegra að vera kven­ kyns klippari með börn en karl­ kyns klippari með börn. Það varp­ ar að sjálfsögðu vissu ljósi á það hvað kröfur á kynin geta verið mis­ munandi og dómarnir líka. Ég er gallharður femínisti, ekki bara af því að ég er kona og móðir Birtu heldur ekki síst af því að ég er móðir ykkar bræðranna þriggja og amma hans Ronna. Það er okkur öll­ um í hag að jafnrétti sé virt og engum sé troðið í kassa sem ekki passar.“ Ég spyr mömmu hvort að hún vildi sjá kynjakvóta í kvikmynda­ gerð. Hún svarar ákveðin: „Við skul­ um ekkert vera að skafa utan af því að það er ríkjandi kynjakvóti í kvik­ myndagerð. Ég tel nauðsynlegt að breyta því með handafli til að koma konum að í þessari mikilvægu sagnagerð og söguskráningu. Við eigum það skilið, bæði sem kvik­ myndagerðarmenn og sem áhorf­ endur, hvaða kyn sem við erum.“ Framtíðin er óráðin en hvíld er mömmu efst í huga. „Nú ætla ég bara að taka því rólega og skoða vel hver verða næstu skref. Ég vil helst vinna við meðalstórar kvikmynd­ ir þar sem listrænt frelsi er meira en ef um „blokkböster“ er að ræða og ég vil gjarna vinna eins nálægt heimahögum og hægt er, til dæmis London. En tökum þetta eitt skref í einu og fyrst ætla ég að koma mér aftur í almennilegt form.“ Við sitjum enn í sólinni. Kaffi­ bollarnir löngu tómir. Einhvern veginn tókst okkur að komast í gegnum spurningarnar frá DV og setja okkur í spor blaðamanns og viðmælanda þrátt fyrir náin tengslin. „Heyrðu mamma, ég held að við séum komin með nógu mörg orð. Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?“ segi ég. „Bara, reyndu að láta mig hljóma pínu gáfulega og viltu gjöra svo vel að tryggja að þessar myndir af mér verði „fótosjoppað­ ar“,“ svarar hún. „Engar áhyggjur mamma, bara „plís“, ekki lesa kommenta­ kerfið.“ n „Ég áttaði mig fljót- lega á því að ég er ekki góður kennari en eignaðist þar dásamlega vini og lærði svo margt sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.