Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Blaðsíða 32
 8. júní 2018KYNNINGARBLAÐVið þjóðveginn SELASKOÐUN VIÐ HVAMMSTANGA: Í návígi við stóran hóp af forvitnum selum Við siglum frá Hvammstanga og erum eingöngu inni á Miðfirði. Við erum svo heppin að hafa selalátur hérna inni í firðinum og það var forsendan fyrir því að þetta væri hægt. Það hafa verið sveiflur í stofn- stærð þessarar selafjölskyldu, þegar við byrjuðum vorið 2010 voru þetta um 90 selir en þeir fóru smám saman niður í um 60–70 en svo eru þeir komnir aftur upp í um 90 núna,“ segir Eðvald Dan- íelsson hjá fyrirtækinu Selasigling ehf. á Hvammstanga. Selasigling felur í sér skoðun á stórum hópi sela í návígi, meðal annars ungum selum, náttúruskoðun og fuglaskoðun, en mikið fuglalíf er á svæðinu. „Hér er mikið af æðarfugli, hér eru teista, himbrimi, skarfur, lómur og svanur, og lunda sjáum við oft svo eitthvað sé nefnt. Selir halda sig nálægt ströndinni og sigl- ingin tekur mið af því,“ segir Eðvald. Selaskoðunin nýtur mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna sem lýsa yfir hrifningu á upplifuninni á TripAdvisor og fleiri slíkum síðum. Íslendingar eiga hins vegar eftir að uppgötva töfra sela- skoðunarinnar: „Það er ríkjandi viðhorf hjá Íslending- um að við getum alls staðar séð seli hér og þurfum þess vegna ekki að borga fyrir það. En það er ekki sambærilegt að sjá einstaka sel einhvers staðar langt í burtu og að komast í návígi við stórfjölskyldu af selum og fá leiðsögn. Þessi árstími sem nú fer í hönd er langskemmtilegastur fyrir selaskoðun því nú eru kóparnir litlir og þú getur horft á þá á spena eða að leika sér í sjónum,“ segir Eðvald. Farnar eru þrjár ferðir á dag með bátnum Brimli og tekur hver ferð um eina og hálfa klukkustund. Kostar hún 8.500 kr. fyrir fullorðna, 4.500 kr. fyrir 7 til 16 ára en er ókeypis fyrir börn 6 ára og yngri. Innifalið í hverri ferð er aðgöngumiði í Selasetur Íslands sem er einstaklega fræðandi og skemmtilegt safn, staðsett við höfnina á Hvammstanga. Að sögn Eðvalds er gott veður ávallt heppilegt fyrir selaskoðun en sólskin er ekki nauðsynlegt. „Selurinn er þó líkur okkur mannfólkinu að því leyti að hann elskar sólina og leggst flatur upp í sólskinið. Alla jafna eru suðlægar áttir heppilegar ef það rignir ekki mikið en norðanáttin hér blæs hins vegar köldu og þá er gott að klæða sig vel.“ Ljóst er að selaskoðun við Hvamms- tanga er mikil upplifun sem innlendir ferðamenn þurfa að uppgötva og eiga þannig ógleymanlega stund. Selirnir eru gjarnan forvitnir og því oft ófeimnir við að sýna sig vel fyrir ferðamönnunum. Selasigling ehf. er með lögheimili að Höfðabraut 13, Hvammstanga, en nánari upplýsingar og bókanir eru á vefsíðunni sealwatching.is. Miðasala og upplýsingar í Selasetri Íslands við höfn- ina á Hvammstanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.