Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Qupperneq 33
 8. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Við þjóðveginn Svona er peysan þín búin til KIDKA er framsækið fram-leiðslufyrirtæki prjónavara sem hvílir á gömlum grunni. Uppruni fyrirtækisins er rakinn til Prjóna- og saumastofunnar sem stofnuð var á Hvammstanga árið 1972. Þau Irina Kamp og Kristinn Karlsson keyptu Prjóna- og saumastofuna árið 2008 og breyttu nafninu í KIDKA. KIDKA framleiðir sína eigin vörulínu úr íslenskri ull, hágæða vörur, fallegar og þægilegar flíkur sem fylgja alltaf nýjustu tískustraumum. Framleiðslan fer eingöngu fram á Íslandi, í prjóna- verksmiðju KIDKA að Höfðabraut 3, Hvammstanga. Hönnunin á vörunum er mjög fjöl- breytt. Finna má sígilda liti og norræn mynstur ásamt nýjustu tískustraum- um ullarframleiðslunnar. Hvergi á framleiðslustiginu fer ullin úr landi og því er um að ræða alíslenskar vörur – auk þess sem framleiðslan skapar dýrmæt störf í Húnaþingi. Ullarvörurnar frá KIDKA eru prjón- aðar í prjónavélum. Ullin er þvegin, burstuð og meðhöndluð með gufu sem gerir hana mýkri og léttari en ullina sem er notuð í handprjónaðar ullarvörur. Ullin heldur samt sem áður sínum mikilvægasta eiginleika, það er að halda hita á líkamanum allt árið. Vörurnar frá KIDKA má finna í verslunum víða um land. Einnig rekur KIDKA öfluga vefverslun á síðunni kidka.com. Enn fremur er verslun í höfuðstöðvum KIDKA að Höfðabraut 34, Hvammstanga. Þangað er gam- an að koma og skoða vörurnar auk þess sem hægt er að fylgjast með framleiðsluferli varanna í verksmiðj- unni. Þannig getur þú til dæmis séð hvernig peysan þín verður til. Heim- sókn í KIDKA er því prýðilegur hluti af ferð um héraðið. KIDKA – NÆSTUM HÁLF ÖLD AF PRJÓNASKAP: LANGAFIT LAUGARBAKKA: Ógleymanlegt handverkshús Þeir sem eiga leið um Húnaþing vestra í sumar ættu endilega að koma við á Laugarbakka og líta inn í Handverkshúsið Löngufit. Það er upplifun sem margir eru þakklátir fyrir og sjást þess merki í gestabók staðarins. Þar hafa meðal annars erlendir gestir skrifað hástemmd- ar lýsingar af upplifun sinni. Hér eru örfá dæmi: Dásamlegur staður! – Svo glöð að við stoppuðum! – Svo frábær upplifun! Svo falleg búð! – Fallegasti staður sem ég hef séð. Takk fyrir gestrisnina. „Þetta er áttunda árið okkar en þetta byrjaði í smáum stíl, við vorum um tíu manns í upphafi sem vorum að selja okkar handverk. Síðan hefur þetta undið hressi- lega upp á sig og ætli ég sé ekki núna með vörur frá 70–80 manns víðs vegar af landinu til sölu hér,“ segir Regína Ólína Þórarinsdóttir, sem rekur Handverkshúsið Löngufit. „Þetta eru mikið til prjónavörur – peysur, vettlingar, húfur og sokkar, en einnig ýmis- legt annað handverk, til dæmis smíðis- gripir, sultur, jurtate, kex og margt fleira. Þetta er sitt lítið af hverju og hér ægir öllu saman,“ segir Regína. Handverkshúsið er í senn safn og sölu- búð. Hér má kaupa gagnlega og fallega hluti en líka bara skoða, því ýmsir gamlir hlutir og skemmtilegt dót er hér til sýnis en ekki sölu, til dæmis gamlar og nýjar flöskur, könnur og kirnur. Enginn aðgangseyrir er að staðnum. Jafnframt þessu er í Handverkshúsinu Löngufit dálítið kaffihús þar sem alltaf má ganga að kaffisopa og nýbökuðum vöfflum vísum og stundum eru kökur í boði. Gistiheimili er einnig rekið á staðnum með svefnplássi fyrir 12 manns og eru það aðallega erlendir ferðamenn sem nýta sér gistinguna. Bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar gera sér hins vegar ferð í Handverkshúsið til að skoða og njóta og gera góð kaup. Það er upplifun sem enginn verður svikinn af og sjálf segir Regína að það sé afar skemmtilegt starf að reka Handverkshúsið Löngufit sem gleður augu og anda svo margra ferðalanga auk þess að koma á framfæri prýðilegu handverki handlaginna og listfengra landsmanna. Nánari upplýsingar á Facebook-síðunni Langafit Handverkshús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.