Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 34
 8. júní 2018KYNNINGARBLAÐVið þjóðveginn HÓTEL LAUGARBAKKI OG VEITINGASTAÐURINN BAKKI: Miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar Þetta var umfangsmikið, við vor­um með stóran hóp iðnaðar­manna úr héraðinu og það var unnið stanslaust allan veturinn frá morgni til kvölds til að geta opnað í maí. En þetta gekk, við opnuðum ekki allt húsið þarna um vorið heldur aðal­ bygginguna, en um mitt sumar 2016 opnuðum við neðri hæðina í gamla skólahúsinu og í apríl 2017 kláruðum við að taka öll húsin í notkun,“ segir Hildur Ýr Arnarsdóttir, hótelstjóri að Hótel Laugarbakka. Hún og eigin­ maður hennar fóru fyrir kaupum á gamla héraðsskólanum að Laugar­ bakka í Miðfirði og opnuðu þar hótel fyrir réttum tveimur árum, eða í maí 2016. Hótel Laugarbakki er þriggja stjörnu hótel með 56 herbergi sem öll eru með baði, sjónvarpi, hárþurrku, baðvörum, sloppum og mörgu fleiru. Nokkur herbergi eru fyrir þrjá eða fleiri en sífellt fleiri nýta sér þann kost. Þessi stærri herbergi henta vel fyrir fjölskyldur en líka vini sem vilja spara sér gistikostnað, til dæmis tvö vina­ pör. Hótel Laugarbakki er afskaplega vel staðsett í náttúrufegurð Mið­ fjarðar með Hvítserk, Kolugljúfur og Borgarvirki í kring. Þetta er nákvæm­ lega miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar og akstursvegalengdin er rétt um 200 kílómetrar frá hvor­ um stað. „Hér er mikil uppbygging og fólk er að uppgötva þetta svæði, Suðurlandið er að miklu leyti mettað en hingað er spennandi að koma því það er svo mikið líf hérna í Húnaþingi,“ segir Hildur. Meirihluti gesta á Hótel Laugar­ bakka yfir sumartímann er erlendir ferðamenn en Íslendingar gista meira á öðrum tímum, til dæmis um helg­ ar, á haustin og veturna. „Við erum með tilboðspakka á haustin sem henta til dæmis vel hjónum og pörum, þar fléttast inn sú dagskrá sem við erum með hér hverju sinni. Til dæmis erum við með villibráðarhlaðborð í lok október sem er afar vinsælt og jólahlaðborðin taka svo við lengra inn í haustið. Við fáum líka hingað lista­ menn úr Reykjavík, höfum til dæmis verið með Ellen og KK, og svo eru jólatónleikar í desember. Svo eru hér heitir pottar og útisturtur sem gera þetta að huggulegri gistingu fyrir hjón og pör.“ Veitingastaðurinn Bakki Afbragðsgóður veitingastaður er rekinn að Hótel Laugarbakka og er hann ekki síður fyrir ferðalanga sem eiga leið um en gesti hótelsins. „Ég er hér með tvo frábæra kokka, hann Ingvar Óla yfirmatreiðslumann og svo hana Svövu Karen. Við erum mikið með mat út héraðinu, fáum allt okkar lambakjöt úr Húnaþingi, frá slátur­ húsinu á Hvammstanga; á sumrin fáum við jarðarber úr gróðurhúsun­ um hér við hliðina; gæsakjötið er hér af svæðinu enda mikið fuglalíf hér; silungur og þorskur eru líka héðan,“ segir Hildur en mikið er lagt upp úr ferskleika hráefnisins sem unnið er úr á veitingastaðnum. „Við leggjum líka mikið upp úr því að stilla verðlagi í hóf á veitinga­ staðnum,“ segir Hildur en segja má að verðlagið sé einn af þeim kostum Bakka sem gera hann að fjölskyldu­ vænum veitingastað. Frábær aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur „Við erum með frábæra aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur sem fyrir­ tæki nýta sér mikið. Grettissalurinn okkar tekur 250 manns í sæti og við bjóðum upp á mjög fínan fundar­ búnað. Síðan erum við líka með minni fundarherbergi, meðal annars Ásdísarstofu. Þetta hentar bæði fyrir stóra viðburði og litla fundi. Fyrirtæki sem eru með útibú bæði á Akureyri og Reykjavík hafa nýtt sér þetta mikið enda liggur staðurinn nákvæmlega miðja vegu milli Akureyrar og Reykja­ víkur.“ Fundarsalirnir bera nöfn Grettis sterka Ásmundssonar og Ásdísar móður hans en Grettir er fæddur skammt frá Hótel Laugarbakka. Þau mæðgin eru ekki einu sögufrægu persónurnar á svæðinu því á Illuga­ stöðum, þarna skammt frá, bjuggu þau Agnes Magnúsdóttir og Natan Ketilsson, aðalpersónur eins fræg­ asta sakamáls Íslandssögunnar, sem gerð hafa verið góð skil í hinni frægu skáldsögu eftir Hannah Kent, Náðar­ stund. Erlent kvikmyndatökulið er væntanlegt á svæðið sumarið 2019 vegna kvikmyndunar á skáldsögunni. Nánari upplýsingar og bókanir eru á vefsíðunni hotellaugarbakki.is Sjá einnig Facebook­síðu veitinga­ staðarins Bakki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.