Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 41
 8. júní 2018 KYNNINGARBLAÐ Við þjóðveginn Afþreying og veitingar við Ásgeirsfossa Magnús Ásgeir Elíasson er ábúandi að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, skammt frá Hvamms- tanga. Stóra-Ásgeirsá er að stofni til sauðfjárbú en þar sem lítið er upp úr sauðfjárræktinni að hafa hefur Magnús verið að þróa afþreyingu og gistingu fyrir ferðamenn á staðnum auk þess sem hann stundar hrossa- rækt. Er hann með fjögur herbergi í gistingu með morgunmat. Heitur pottur er úti rétt uppi við hina fögru Ásgeirsfossa sem gestir kunna afar vel að meta. Húsdýragarður er á staðnum þar sem gefur að líta öll helstu íslensku húsdýrin, geitur, ketti, hunda, end- ur og kindur. Geiturnar vekja jafnan mikla kátínu barna sem koma að Stóru-Ásgeirsá, enda afskaplega kátar og mannelskar. Þessa dagana er Magnús að leggja síðustu hönd á aðstöðu fyrir veitingasölu og hefur hann fengið vínveitingaleyfi. Frá og með miðjum júní verður hægt að fá sér bjór, léttvín og kaffi að Stóru-Ásgeirsá og aðrar léttar veitingar. Ljóst er að Stóra-Ásgeirsá er spennandi áningarstaður fyrir þá sem verða á ferðinni á norður- eða suðurleiðinni í sumar enda fjölbreytt afþreying í boði á staðnum auk þess sem gestir geta notið mikillar nátt- úrufegurðar. Hestaleiga, húsdýragarður og veitingasala er opnuð upp úr hádegi og er opið fram undir kvöld. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni Stóra-Ásgeirsá þar sem einnig er hægt að panta gistingu með skila- boðum. Einnig eru upplýsingar veittar í síma 866-4954. Þess má geta að Magnús er mikill söngmaður og gaf fyrir nokkrum árum út skemmtilegan geisladisk sem ber heitið Legg af stað. Þar er meðal annars að finna lagið Hófasprett sem finna má á myndbandarásinni Youtu- be. Hver veit nema Magnús taki lagið fyrir gesti á barnum að Stóru-Ásgeirs á í sumar. STÓRA-ÁSGEIRSÁ:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.