Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Side 45
FÓLK 458. júní 2018 Jói Fel „Ég hef alltaf haldið með Englandi á stórmótum. Þar þekkir maður flesta leikmenn og svo hefur mað- ur fylgst vel með enska boltanum lengi,“ segir Jói. Edda Björgvins „Er HM einhver verslun?“ Logi Einarsson „Argentína. Ég hef alltaf verið hrifinn af skapandi suðuramerískum leikstíl, þar sem einstaklingar fá að njóta sín og brydda upp á hinu óvænta. Þá eru þeir líka harðir í horn að taka og geta spilað fast þegar við á.“ Stefán Pálsson „Úrúgvæ hefur alltaf verið mitt lið,“ segir Stefán. Hann segir ástæðuna að einhverju leyti vera sagnfræðilega og bendir á að Úrúgvæ hafi borið sigur úr býtum á fyrsta heimsmeistara- mótinu árið 1930. Þá heilli hann einnig að Úrúgvæ sé smáþjóð, enda aðeins um þrjár milljónir íbúa þar í landi. „Sé horft til þess þá eru þeir mesta fótboltaþjóð heims. Þeir rúlla okkur Íslendingum upp þegar kemur að öllum höfðatölum. Þeir eiga frábæra leikmenn sem eru prímadonnur í sínum félagsliðum en þegar þeir koma saman þá pakka þeir í vörn og berjast sem eitt lið. Þetta er íslenska liðið með hæfileika,“ segir sagnfræðingurinn. Sigríður Björk Guð- jónsdóttir „Ég get ekki gert upp á milli Svía eða Dana. Ég bjó í báðum löndum og þykir vænt um þau.“ Siggi Hlö „Ítalirnir hafa alltaf verið mínir menn en þeir þurftu að sitja eftir með sárt ennið í ár,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni. Af þeim sökum vonar Siggi að Englendingar fari að láta að sér kveða enda sé hann mikill áhugamaður um enska boltann. „Englendingar verða mitt lið númer tvö. Það væri samt gaman að slá þá út aftur,“ segir Siggi og hlær. Dóra Björt Guðjónsdóttir „Perú. Því mér þykir vænt um landið. Einu sinni fór ég til Perú í bakpokaferðalagi um Suður-Ameríku og smakkaði Ceviche í fyrsta sinn, perúskan fiskrétt. Það er ekki frásögur færandi nema vegna þess að meðan á þessari dásamlegu máltíð stóð, sem var alveg svakalega góð, slysaðist ég til þess að gleypa risa chili-flykki í nánast heilum bita, enda hélt ég að þar væri hálfslöpp tómatsneið á ferð. Allt starfsfólkið kom askvaðandi til að reyna að bjarga málunum og hjálpa mér. Það fór að leka úr öllum götum, mér leið eins og allur líkaminn væri að brenna upp og það eina sem hjálpaði var að skella í kjaftinn nokkrum skeiðum af strásykri. En þetta er eftirminnilegt.“ Gústaf Níelsson „Mitt lið númer tvö á HM er Þýska- land. Þar skortir ekki sigurvilja og seiglu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.