Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2018, Page 46
46 SPORT 8. júní 2018 10 sem gætu orðið frægir eftir HM í Rússlandi H eimsmeistaramótið í Rúss- landi hefst þann 14. júní en Ísland hefur leik tveimur dögum síðar er liðið mæt- ir Argentínu. Leikurinn fer fram í Moskvu en um er að ræða sögu- legan viðburð fyrir Íslendinga sem leika sinn fyrsta leik á heimsmeist- aramóti í knattspyrnu, stærsta íþróttaviðburði í heimi, keppni sem allir knattspyrnumenn vilja taka þátt í. Ísland verður langminnsta þjóðin sem hefur spilað á þessu móti. Á hverju móta koma upp stjörnur sem allur heimurinn þekkir kannski ekki, við höfum tekið saman tíu slíka en þar má finna einn ís- lenskan leikmann sem gæti orðið heimsfrægur í sumar. n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Jóhann Berg Guðmundsson 27 ára, kantmaður, Ísland Það kom mörgum á óvart hversu öflugur Jóhann Berg var með Burnley í ensku úr- valsdeildinni í vetur. Var hann einn besti leikmaður liðsins er liðið tryggði sér sæti í Evrópudeildinni. Hann var einn besti leikmaður Íslands í undankeppni HM og nú gæti hann tekið skrefið og orðið stjarna Íslands í Rússlandi. Fyodor Smolov 28 ára, framherji, Rússland Verður lykilmaður hjá heimaþjóðinni, miklar væntingar eru gerðar til Smolovs varðandi árangur Rússa á HM. Hann hefur verið leikmaður ársins þrisvar í röð í Rúss- landi en hann er í herbúðum FK Krasnodar. Rússar eru með slakasta liðið á HM samkvæmt styrkleikalista FIFA. Aleksandr Golovin 21 árs, miðjumaður, Rússland Er aðeins 21 árs en hefur náð ansi langt, er með 17 lands- leiki fyrir Rússland og 113 leiki fyrir CSKA Moskvu. Var öflugur í Evrópudeildinni í ár, kraftmikill og með mikla sköpunargáfu. Lucas Torreira 22 ára, miðjumaður, Úrúgvæ Hefur hrifið marga með leik sínum í Seriu A á Ítalíu með Sampdoria, frábær bæði með og án bolta. Er mjög góður að vinna boltann en er einnig með öfluga löpp, góð skot og góðar sendingar. Er leikmaður sem Úrúgvæ hefur mjög lengi vantað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.