Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Síða 4
4 22. júní 2018FRÉTTIR Vissir þú... Að lengsti tíminn milli fæðinga tvíbura eru 87 dagar. Að elsti smokkurinn sem fundist hefur er tæplega 400 ára gamall. Hann var búinn til úr innyflum fiska og dýra. Að Neil Armstrong var kannski fyrsti maðurinn til að stíga á tunglið en Buzz Aldrin var fyrsti maðurinn sem meig á tunglinu. Að fyrsta kvikmyndin þar sem leikari sést sturta niður úr klósetti var Psycho eftir Alfred Hitchcock. Að árið 1923 vann knapinn Frank Hayes veðreiðarkeppni í New York. Gallinn var sá að Frank naut ekki sigursins því hann fékk hjartaáfall í miðri keppninni og lést. Á ótrúlegan hátt hélst lík Franks á baki reiðina á enda. ÍSL AN D-N ÍGE RÍA Höfundur: Konráð Jónsson Teiknari: Guðfinna Berg Skúli strætóbíl- stjóri vekur mikla athygli Strætisvagnabílstjórinn Skúli Alexandersson hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir skrautlegt útlit sitt undir stýri og mynd af honum hefur með- al annars birst á Reddit. Það fer ekki fram hjá neinum að Skúli er dyggur stuðningsmað- ur íslenska knattspyrnulands- liðsins. Skúli keyrir um á vagni skreyttum íslenska fánanum. Sjálfur er hann klæddur í ís- lenska treyju og buxur með Ís- landsbótum, Íslandsfánabuff ber hann á höfði og er málað- ur í framan. Treflar, svitabönd, armbönd allt merkt eldgamla Ísafold. Þessi múndering Skúla hef- ur vakið mikla kátínu hjá far- þegum Strætó, bæði útlending- um og Íslendingum og hefur hann varla undan við að láta mynda sig. HÚH HÚH HÚH Húsnæði bæjarfulltrúa rýmt vegna lögbrota n Aðstæður á vettvangi slæmar n Unnið er að því að koma leigjendum í húsaskjól B runavarnir Suðurnesja hafa rýmt húsnæði í eigu bæjar- fulltrúans Magnúsar Sigfús- ar Magnússonar, oddvita H-listans í sameinuðu sveitarfé- lagi Sandgerðis og Garðs, sem DV fjallaði um á dögunum. Ástæða rýmingarinnar var sú að stofnun- in taldi húsnæðið ekki öruggt fyr- ir fólk að búa í. Samkvæmt heim- ildum DV var ástandið innandyra slæmt. Magnús Sigfús, sem einnig er formaður Verkalýðs- og Sjó- mannafélags Sandgerðis, hef- ur um tíma leigt út íbúðarrými í ólögulegu iðnaðarhúsnæði og haft af því umtalsverð- ar tekjur. Þá hef- ur Magnús Sig- fús viðurkennt að hafa veitt einstaklingi húsaskjól gegn því að hann ynni fyrir leig- unni með skiptivinnu. Verkalýðs- hreyfingin háði harða baráttu til þess að útrýma slík- um viðskipta- háttum á árum áður. Í samtali við DV segir Jón Guðlaugs- son, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, að starfsmenn stofn- unarinnar hafi farið í eftirlitsferð í umrætt iðnaðarhúsnæði daginn eftir að blaðamaður hafi haft sam- band við hann vegna málsins. „Við fórum í skoðun þarna eftir að grein um þetta ákveðna húsnæði birtist og þetta leit alls ekki vel út. Eiganda var tilkynnt á staðnum að notkun á húsnæðinu til leigu sem íbúðarhúsnæði væri bönnuð og hann beðinn um að sjá til þess að húsnæðið yrði rýmt. Ég veit að það er í gangi að útvega fólki nýtt húsnæði og ég veit að að minnsta kosti ein fjöldskyldan sem var með börn þarna er komin út og í ann- að húsnæði.“ Jón hefur ekki fengið staðfest að allir séu farnir úr húsnæð- inu en hann ætl- ar að sjá til þess að það verði gert fyrir helgi. Þegar Jón var spurður útí hversu slæmt ástandið var útfrá brunavörnum sagði hann: „ Við mátum aðstæður með þeim hætti að það væri ekki hægt að líða það að það væri fólk búandi þarna“. Þegar blaðamenn DV fóru á staðinn á sínum tíma var augljóst að húsnæðið sem Magnús Sig- fús var að leigja út sem íbúðar- húsnæði stóðust litlar sem engar kröfur sem gerðar eru til slíks hús- næðis. Meðal annars voru engar brunavarnir til staðar. Þegar haft var samband við Jón Ben Einars- son, byggingarfulltrúa Sandgerð- is og Garðs, og hann spurður útí hvort einhver vinna væri hafin við að skoða brot Magnúsar svar- aði hann: „Nei, ég hef ekki brugð- ist neitt við þessu ennþá. Ég er al- veg yfirhlaðinn og þetta er mál sem verður tekið fyrir á komandi misserum. Það er náttúrulega ver- ið að bíða eftir nýrri bæjarstjórn og nefndum og svo framvegis.“ Spurður hvort það væri ekki hans hlutverk að bregðast við þessum málum innan bæjarfélagsins sagði hann: „Ég er ekki að fara í ein- hverjar eftirlitsferðir um sveitar- félagið að kanna hvernig aðstæð- ur eru. Þetta er ekki forgangsmál“. Þegar DV greindi frá málinu var H-listinn, sem Magnús Sigfús er í forsvari fyrir, í meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í hinu sam- einaða sveitarfélagi. Upp úr þeim viðræðum slitnaði skömmu síðar. Þegar DV hafði samband við Magn- ús Sigfús Magnússon vegna máls- ins sagði hann: „No comment“ og skellti á blaðamann. n Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is Magnús Sigfús Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.