Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 6
6 22. júní 2018FRÉTTIR GIMLI FASTEIGNASALA Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík s. 570 4800 / gimli@gimli.is Næsti kafli hefst HJÁ OKKUR hafðu samband Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum A lls féllu 798 einstaklingar fyrir eigin hendi hér á landi á árunum 1996 til 2017 samkvæmt upp- lýsingum frá Landlæknisemb- ættinu. Karlmenn eru í miklum meirihluta, en af þeim 798 sem frömdu sjálfsvíg, voru 619 karl- menn og 179 konur. Aðeins eru tekin til greina staðfest sjálfsvíg og því eru tölurnar eflaust enn hærri að sögn Salbjargar Bjarnadóttur, geðhjúkrunarfræðings hjá Land- læknisembættinu. Að sögn Sal- bjargar hefur margt færst til betri vegar í málaflokknum á undan- förnum árum og geðheilbrigðis- mál njóta sífellt meiri athygli hjá yfirvöldum. Landlæknisembættið hefur sent velferðarráðnuneytinu tillögu um að stofna sérstaka þró- unarstofu sem myndi sinna ein- göngu málefnum sem koma að sjálfsvígum og forvörnum gegn þeim. „Það má segja að þau úr- ræði sem séu í boði séu hingað og þangað í samfélaginu í dag og því er mikilvægt að fá allt undir einn hatt,“ segir Salbjörg. Hjálparsími Rauða Krossins 1717 sinnir vandamálum af öllum stærðum og gerðum. Þangað hr- ingja einstaklingar reglulega inn vegna sjálfsvígshugsana. „Við veit- um sálrænan stuðning, við hlust- um og við bendum þeim sem hr- ingja inn til okkar á úrræði sem eru til staðar í samfélaginu. Það er því miður ekki um auðugan garð að gresja þar,“ segir Hanna Ólafs- dóttir, verkefnafulltrúi hjá Hjálp- arsíma Rauða Krossins 1717. Að hennar mati vantar sárlega sál- fræðinga inn á heilsugæslurnar þar sem það sé ekki á allra færi að borga fyrir tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni á einkastofu. „Við vísum alvarlegustu tilfellum á bráðamót- tökuna og hvetjum fólk til þess að leita sér lækninga þar. Það er því miður mjög mikil aðsókn á bráða- móttökuna og á sama tíma er krafa um niðurskurð á þeim vettvangi,“ segir Hanna. Þá segir hún sumar- lokanir hinna ýmsu geðheilbrigð- isdeilda bagalegar. „Við finnum fyrir mikilli þörf í samfélaginu fyr- ir góðu aðgengi að geðheilbrigðis- þjónustu,“ segir Hanna. Árið 2017 fékk Hjálparsíminn 1717 rúm 720 símtöl sem tengdust sjálfsvígs- hugsunum en samtals svöruðu sjálboðaliðar Hjálparsímans yfir 15.000 símtölum allt árið 2017. Áðurnefndar sumarlokan- ir eru talsvert umfangsmiklar hjá geðheilbrigðisstofnunum þetta sumarið. Má þar nefna að mót- tökudeild fíknimeðferðar verð- ur lokuð í tvo mánuði, endur- hæfingardeildin í rúman mánuð, dagdeild Hvítabandsins einnig í rúman mánuð og svo verður dagdeild átröskunarteymis lok- uð í rúma tvo mánuði í sum- ar. Allar þessar lokanir eru vegna manneklu á þessum sviðum sem hefur verið mikið vandamál undanfarin ár á geðheilbrigðis- stofnunum landsins. Talið er að allt að 500 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa hjá Landspítalinum á öllum deildum. Það er því aug- ljóst að þeir sem eiga við geðheil- brigðisvandamál að striða þurfa að búa við mjög skerta þjónustu í sumar. Hægt er að leita sér aðstoð- ar hjá Hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 allan sólarhringinn. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.