Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 6
6 22. júní 2018FRÉTTIR
GIMLI
FASTEIGNASALA
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík
s. 570 4800 / gimli@gimli.is
Næsti kafli
hefst
HJÁ OKKUR
hafðu samband
Um 800 manns hafa framið
sjálfsvíg á rúmum 20 árum
A
lls féllu 798 einstaklingar
fyrir eigin hendi hér á
landi á árunum 1996 til
2017 samkvæmt upp-
lýsingum frá Landlæknisemb-
ættinu. Karlmenn eru í miklum
meirihluta, en af þeim 798 sem
frömdu sjálfsvíg, voru 619 karl-
menn og 179 konur. Aðeins eru
tekin til greina staðfest sjálfsvíg og
því eru tölurnar eflaust enn hærri
að sögn Salbjargar Bjarnadóttur,
geðhjúkrunarfræðings hjá Land-
læknisembættinu. Að sögn Sal-
bjargar hefur margt færst til betri
vegar í málaflokknum á undan-
förnum árum og geðheilbrigðis-
mál njóta sífellt meiri athygli hjá
yfirvöldum. Landlæknisembættið
hefur sent velferðarráðnuneytinu
tillögu um að stofna sérstaka þró-
unarstofu sem myndi sinna ein-
göngu málefnum sem koma að
sjálfsvígum og forvörnum gegn
þeim. „Það má segja að þau úr-
ræði sem séu í boði séu hingað og
þangað í samfélaginu í dag og því
er mikilvægt að fá allt undir einn
hatt,“ segir Salbjörg.
Hjálparsími Rauða Krossins
1717 sinnir vandamálum af öllum
stærðum og gerðum. Þangað hr-
ingja einstaklingar reglulega inn
vegna sjálfsvígshugsana. „Við veit-
um sálrænan stuðning, við hlust-
um og við bendum þeim sem hr-
ingja inn til okkar á úrræði sem
eru til staðar í samfélaginu. Það er
því miður ekki um auðugan garð
að gresja þar,“ segir Hanna Ólafs-
dóttir, verkefnafulltrúi hjá Hjálp-
arsíma Rauða Krossins 1717. Að
hennar mati vantar sárlega sál-
fræðinga inn á heilsugæslurnar
þar sem það sé ekki á allra færi að
borga fyrir tíma hjá sálfræðingi eða
geðlækni á einkastofu. „Við vísum
alvarlegustu tilfellum á bráðamót-
tökuna og hvetjum fólk til þess að
leita sér lækninga þar. Það er því
miður mjög mikil aðsókn á bráða-
móttökuna og á sama tíma er krafa
um niðurskurð á þeim vettvangi,“
segir Hanna. Þá segir hún sumar-
lokanir hinna ýmsu geðheilbrigð-
isdeilda bagalegar. „Við finnum
fyrir mikilli þörf í samfélaginu fyr-
ir góðu aðgengi að geðheilbrigðis-
þjónustu,“ segir Hanna. Árið 2017
fékk Hjálparsíminn 1717 rúm 720
símtöl sem tengdust sjálfsvígs-
hugsunum en samtals svöruðu
sjálboðaliðar Hjálparsímans yfir
15.000 símtölum allt árið 2017.
Áðurnefndar sumarlokan-
ir eru talsvert umfangsmiklar hjá
geðheilbrigðisstofnunum þetta
sumarið. Má þar nefna að mót-
tökudeild fíknimeðferðar verð-
ur lokuð í tvo mánuði, endur-
hæfingardeildin í rúman mánuð,
dagdeild Hvítabandsins einnig
í rúman mánuð og svo verður
dagdeild átröskunarteymis lok-
uð í rúma tvo mánuði í sum-
ar. Allar þessar lokanir eru vegna
manneklu á þessum sviðum
sem hefur verið mikið vandamál
undanfarin ár á geðheilbrigðis-
stofnunum landsins. Talið er að
allt að 500 hjúkrunarfræðinga
vanti til starfa hjá Landspítalinum
á öllum deildum. Það er því aug-
ljóst að þeir sem eiga við geðheil-
brigðisvandamál að striða þurfa
að búa við mjög skerta þjónustu í
sumar.
Hægt er að leita sér aðstoð-
ar hjá Hjálparsíma Rauða
krossins í síma 1717 allan
sólarhringinn.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is