Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 8
8 22. júní 2018FRÉTTIR
Þ
ann 9. júní síðastliðinn
fannst Kristján Steinþórs-
son, 26 ára, látinn í her-
berginu sínu sem hann
hafði á leigu í Hafnarfirði. Krist-
ján hafði glímt við þunglyndi og
önnur andleg vandamál um langt
skeið og hafði sokkið í mikla fíkni-
efnaneyslu. Á sínum yngri árum
var hann afburðanemandi, sá
besti í skólanum, og hafði allt til
brunns að bera til að eiga gæfuríkt
og gott líf en kerfið brást honum
á öllum stigum. Þegar hann grát-
bað um aðstoð á sinni myrkustu
stund mættu honum sinnuleysi
og hroðvirknisleg vinnubrögð.
Afleiðingin er sár, bæði fyrir fjöl-
skyldu hans og vini og samfélag-
ið allt.
Mistök og skeytingarleysi í
móttöku geðdeildar
„Kristján heiti ég og er fíkill. Ég
mætti niður á geðdeild Landspít-
alans fimmtudaginn 3. maí í
slæmu ástandi vegna vímu. Þá var
mér tjáð að það væru engin laus
pláss á deild 33a, þar sem ég sótti
um að komast inn, en hringt yrði á
mánudaginn 7. maí og mér boðin
innlögn.“
Þetta eru orð Kristjáns Stein-
þórssonar, 26 ára, þegar hann var
mjög langt niðri þann 15. maí síð-
astliðinn og sendi DV bréf. Krist-
ján hafði glímt við þunglyndi,
kvíða og félagsfælni um langt
skeið og sautján ára fór hann að
leita í fíkniefni til að deyfa sárs-
aukann. Í kringum jólin árið 2017
var hann farinn að leita í harðari
efni og sökk hratt niður í dýpi
þunglyndis og fíkniefnaneyslu.
„Við biðum og biðum á mánu-
deginum og ekkert kom símtalið,
þannig að við ákváðum að fara aft-
ur niður á bráðamóttöku. Þar var
ekki tekið vel á móti okkur, en ekki
illa heldur þannig séð, og okkur
tjáð að sú sem tók á móti okkur á
fimmtudeginum hefði sent beiðn-
ina á vitlausan stað og ég var ekki
kominn inn í kerfið.
Í millitíðinni höfðum við sam-
band við bæði Vog og Hlaðgerðar-
kot og ég fékk pláss á Hlaðgerðar-
koti. Samningur er í gildi á milli
Hlaðgerðarkots og geðdeildarinn-
ar um að þeir sem eru með stað-
fest pláss þar gangi fyrir á biðlist-
anum á deild 33a.
Þá fórum við aftur á bráðamót-
töku geðsviðs á miðvikudaginn og
hjúkrunarfræðingurinn þar hafði
aldrei heyrt um þann samning.
Ég talaði við yfirlækni og hann
staðfesti að ég ætti að ganga fyr-
ir. Í dag var hringt og ekkert laust
pláss fyrir mig og ég var ekki einu
sinni kominn á biðlista til að kom-
ast á deild 33a. Ég hótaði þá að
hoppa fram af svölunum og fékk
aðeins svarið: „Já, það er þá bara
þitt mál.“
Í hvert skipti sem ég þarf að
mæta á bráðamóttökuna kostar
það mig 6.400 krónur, og fyrir fík-
ilinn mig sem er með skuldir upp
fyrir haus er það enginn smá pen-
ingur.“
Fannst látinn eftir að hann
komst ekki inn á Teig
Dagbjört Þráinsdóttir, móðir
Kristjáns, og systir hennar Andr-
ea sögðu blaðamönnum DV frá
ævi Kristjáns og hvernig kerfið
brást honum. Þær kenna engum
einum um og eru ekki að leita að
sökudólgi. En samkvæmt þeim er
kerfið í rúst og eitthvað verður að
gerast því annars verða fleiri að-
standendur í sömu sporum og
þær. Dagbjört segir:
„Það voru gerð endalaus mis-
tök á geðdeildinni. Kristján átti að
fara á biðlista en hann var búinn
að mæta þrisvar sinnum þegar
það kom í ljós að það hafði aldrei
verið gert og hann var alltaf send-
ur heim eftir það. Þennan dag áttu
þeir að hafa samband við hann en
þeir hringdu ekki þannig að hann
hringdi sjálfur. Þá fékk hann þær
fréttir að hann þyrfti að bíða í ein-
hverja daga til viðbótar.“
Andrea bætir við:
„Þá var hann búinn að gefast
upp og missa alla von. Hann vildi
komast inn núna og sagði konunni
sem hann talaði við að hann gæti
ekki beðið lengur.“
Kristján komst loksins inn á
geðdeild Landspítalans og var þar
í eina viku. Eftir þá dvöl átti hann
að komast í fíknimeðferð á Teig og
var bjartsýnn á að komast þar inn.
Taka átti einn hóp inn á Teig áður
en sumarfríin hefðust og með-
ferðarheimilinu yrði lokað í heilan
mánuð. En þegar honum var tjáð
að hann hann kæmist ekki inn fyrr
en í haust var það slíkur skellur að
hann byrjaði aftur í harðri neyslu.
Andrea segir:
„Við vorum alveg vissar um að
hann vildi hætta í neyslu því að
LÉST EFTIR LANGA BARÁTTU
VIÐ ÞUNGLYNDI OG KVÍÐA
n Kerfið brást afburðanemandanum Kristjáni n Var ári á undan í skóla vegna námshæfileika sinna
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Ég sagði við
hann að nú gæti
sú staða komið upp að
hann yrði ekkert endi-
lega hæstur í bekknum en
hann gerði sér lítið fyrir og
varð samt langhæstur þó
hann hefði sleppt heilu ári.
Ég hótaði
þá að hoppa
fram af
svölunum og
fékk aðeins
svarið: „Já,
það er þá bara
þitt mál.“
Dagbjört og
Kristján.