Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 18
18 22. júní 2018FRÉTTIR eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Boltinn í beinni á castello Kattamorðinginn lét aftur til skarar skríða í Hveragerði: „ÞETTA ER ANDSTYGGILEGT“ Yfir 50 kettir hafa drepist eða horfið á Suðurlandi undanfarin þrjú ár„Annar lifði í þrjá daga, hinn dó viku síðar. Við vorum að reyna að halda í hon- um lífinu með því að fara með hann á dýraspítala á hverjum degi og gefa honum vatn í æð, en það gekk ekki. M innst tveir kettir hafa drepist úr frostlögseitrun í Hveragerði í vor. Magn- ús Þór Sigmundsson tón- listarmaður missti köttinn sinn úr frostlögseitrun fyrr í vor en sonur Magnúsar hefur misst tvo ketti úr sömu eitrun, þann síðasta í vik- unni sem leið. Fyrri kötturinn drapst árið 2015 eftir að hafa étið fisk sem var eitraður með frost- legi. Samkvæmt upplýsingum frá MAST var sá biti svo gegnsýrður af frostlegi að hann fraus ekki þegar hann var geymdur í frysti yfir nótt. Í gær, fimmtudag, var staðfest að seinni kötturinn hefði einnig drepist úr samskonar eitrun. „Það er hálfur bærinn að pæla í þessu, það veit samt enginn hvern- ig á að tækla þetta. Þú nærð ekkert þessum manni nema standa hann að verki held ég,“ segir Magnús. Að hans sögn fannst fiskur í Smjörva- boxi í bænum. „Þetta box fannst á svipuðum tíma og kettirnir veikt- ust og það var á mjög skrítnum stað á milli húsa. Einhver hefur þurft að hafa talsvert fyrir því að koma því þar fyrir. Það þarf að fara inn á lóðina og lauma því þang- að. Þarna gengur enginn maður um, nokkurn tímann, þetta er skot á milli húsa þar sem dýr komast í þetta.“ Eins og áður segir veiktust kettirnir á svipuðum tíma og box- ið fannst. „Annar lifði í þrjá daga, hinn dó viku síðar. Við vorum að reyna að halda í honum lífinu með því að fara með hann á dýraspít- ala á hverjum degi og gefa honum vatn í æð, en það gekk ekki,“ segir Magnús Þór. Gunnar Þorkelsson, héraðs- dýralæknir á Suðurlandi, segir í samtali við DV að Smjörvaboxið og fiskurinn sem fannst í því hafi verið sent í greiningu og niður- stöður liggi ekki enn fyrir. Gunn- ar hefur fengið mörg slík mál inn á borð til sín undanfarin ár. „Þetta er alveg óþolandi, þetta er bæði mjög kvalafullur dauðdagi og svo eru það börn og eldra fólk sem eiga þessi dýr. Þetta er andstyggi- legt,“ segir Gunnar. Magnús segir þetta koma í veg fyrir að eigendur í Hveragerði vilji tengjast dýrunum sínum. „Þetta hef- ur svo margar hlið- ar svona árás. Svo eru börn sem ganga um þetta port og eru að leika sér, það er stórhættulegt að hugsa til þess að einhver vitleys- ingur sé að eitra, án þess að full- yrða að þessi fiskur sem fannst hafi verið eitraður.“ Í febrúar síðastliðnum fjall- aði DV ítarlega um þann fjölda katta sem hafa drepist eða horfið á Suðurlandi undanfarin ár. Alls hafa um fimmtíu kettir lent í þess- um hörmulegu örlögum undan- farnið og eru margir kattareigend- ur í sárum vegna þess. Bergljót Davíðsdóttir er ein þeirra en hún hefur misst fjóra ketti á undan- förnum fjórum árum. Hún lýsti ástandinu svona: „Kattahvörfin og drápin á þeim hafa valdið fólki áhyggjum og ég lít á þetta sem samfélags- legt vandamál sem ber að taka á af hálfu bæjaryfirvalda því þetta setur ljótan blett á þennan annars ágæta bæ. Ég hef rætt það við bæj- arstjóra, Aldísi Hafsteinsdóttur, en hún er ekki sömu skoðunar. Mér finnst það alvarlegt mál, þegar fólk er farið að nefna nöfn á mönnum sem hugsanlegum kattaníðing- um, án þess að geta nokkuð sann- að. Það er líka alvarlegt mál ef saklaust fólk er nefnt í þessu sam- bandi og við það festist níðings- orð. Dæmi eru um að þeir sem misst hafa ketti sína hafa orðið svo reiðir að þeir hafi viljað lúskra á ákveðnum mönnum og heimsótt þá. Þess vegna er svo mikilvægt að taka á þessu máli af alvöru og uppræta það,“ sagði Bergljót. n Ari Brynjólfsson ari@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.