Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2018, Qupperneq 18
18 22. júní 2018FRÉTTIR
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Boltinn í beinni
á castello
Kattamorðinginn lét aftur
til skarar skríða í Hveragerði:
„ÞETTA ER
ANDSTYGGILEGT“
Yfir 50 kettir hafa drepist eða horfið á Suðurlandi undanfarin þrjú ár„Annar lifði í þrjá
daga, hinn dó
viku síðar. Við vorum að
reyna að halda í hon-
um lífinu með því að fara
með hann á dýraspítala
á hverjum degi og gefa
honum vatn í æð, en það
gekk ekki.
M
innst tveir kettir hafa
drepist úr frostlögseitrun
í Hveragerði í vor. Magn-
ús Þór Sigmundsson tón-
listarmaður missti köttinn sinn úr
frostlögseitrun fyrr í vor en sonur
Magnúsar hefur misst tvo ketti úr
sömu eitrun, þann síðasta í vik-
unni sem leið. Fyrri kötturinn
drapst árið 2015 eftir að hafa étið
fisk sem var eitraður með frost-
legi. Samkvæmt upplýsingum frá
MAST var sá biti svo gegnsýrður af
frostlegi að hann fraus ekki þegar
hann var geymdur í frysti yfir nótt.
Í gær, fimmtudag, var staðfest
að seinni kötturinn hefði einnig
drepist úr samskonar eitrun.
„Það er hálfur bærinn að pæla í
þessu, það veit samt enginn hvern-
ig á að tækla þetta. Þú nærð ekkert
þessum manni nema standa hann
að verki held ég,“ segir Magnús. Að
hans sögn fannst fiskur í Smjörva-
boxi í bænum. „Þetta box fannst á
svipuðum tíma og kettirnir veikt-
ust og það var á mjög skrítnum
stað á milli húsa. Einhver hefur
þurft að hafa talsvert fyrir því að
koma því þar fyrir. Það þarf að fara
inn á lóðina og lauma því þang-
að. Þarna gengur enginn maður
um, nokkurn tímann, þetta er skot
á milli húsa þar sem dýr komast í
þetta.“
Eins og áður segir veiktust
kettirnir á svipuðum tíma og box-
ið fannst. „Annar lifði í þrjá daga,
hinn dó viku síðar. Við vorum að
reyna að halda í honum lífinu með
því að fara með hann á dýraspít-
ala á hverjum degi og gefa honum
vatn í æð, en það gekk ekki,“ segir
Magnús Þór.
Gunnar Þorkelsson, héraðs-
dýralæknir á Suðurlandi, segir í
samtali við DV að Smjörvaboxið
og fiskurinn sem fannst í því hafi
verið sent í greiningu og niður-
stöður liggi ekki enn fyrir. Gunn-
ar hefur fengið mörg slík mál inn
á borð til sín undanfarin ár. „Þetta
er alveg óþolandi, þetta er bæði
mjög kvalafullur dauðdagi og svo
eru það börn og eldra fólk sem
eiga þessi dýr. Þetta er andstyggi-
legt,“ segir Gunnar.
Magnús segir þetta koma í veg
fyrir að eigendur
í Hveragerði vilji
tengjast dýrunum
sínum. „Þetta hef-
ur svo margar hlið-
ar svona árás. Svo eru börn sem
ganga um þetta port og eru að
leika sér, það er stórhættulegt að
hugsa til þess að einhver vitleys-
ingur sé að eitra, án þess að full-
yrða að þessi fiskur sem fannst
hafi verið eitraður.“
Í febrúar síðastliðnum fjall-
aði DV ítarlega um þann fjölda
katta sem hafa drepist eða horfið
á Suðurlandi undanfarin ár. Alls
hafa um fimmtíu kettir lent í þess-
um hörmulegu örlögum undan-
farnið og eru margir kattareigend-
ur í sárum vegna þess. Bergljót
Davíðsdóttir er ein þeirra en hún
hefur misst fjóra ketti á undan-
förnum fjórum árum. Hún lýsti
ástandinu svona:
„Kattahvörfin og drápin á
þeim hafa valdið fólki áhyggjum
og ég lít á þetta sem samfélags-
legt vandamál sem ber að taka á
af hálfu bæjaryfirvalda því þetta
setur ljótan blett á þennan annars
ágæta bæ. Ég hef rætt það við bæj-
arstjóra, Aldísi Hafsteinsdóttur, en
hún er ekki sömu skoðunar. Mér
finnst það alvarlegt mál, þegar fólk
er farið að nefna nöfn á mönnum
sem hugsanlegum kattaníðing-
um, án þess að geta nokkuð sann-
að. Það er líka alvarlegt mál ef
saklaust fólk er nefnt í þessu sam-
bandi og við það festist níðings-
orð. Dæmi eru um að þeir sem
misst hafa ketti sína hafa orðið svo
reiðir að þeir hafi viljað lúskra á
ákveðnum mönnum og heimsótt
þá. Þess vegna er svo mikilvægt
að taka á þessu máli af alvöru og
uppræta það,“ sagði Bergljót. n
Ari Brynjólfsson
ari@dv.is